Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 13
N. Kv. STRANDAÐ í HÖFN 5 Já, sjórinn tekur sjaldnast úrkastið, sagði sá ganrli fálátur. Gestirnir fóru að sofa. Gömlu hjónin fóru inn í hjónaherbergið og dóttirin inn í kamers. Það er oft skammt milli lífs og dauða, sagði konan, um leið og hún smeygði sér uPP í- Fjandi, að þessi Halldór skyldi týnast, sagði bóndinn. — Sennilega þýðingarlaust að leita að honum, fyrr en með morgninum. — Hann hafði áður leitað að mönnunr um nótt og ekki fundið, heila nótt verri en þessa, og síðan hafði sá gamli víkingur aldrei orðið samur. Já, sagði konan hans og skildi, þótt um fjarlæga nótt hefði aldrei verið talað. Bóndinn fór upp í, og þau slökktu ljósið. Dóttirin sat í sínu herbergi. Hún vildi ekki hátta, gat ekki sofnað. — Þorði ekki að slökkva ljósið. — Jú, víst þorði hún það. — Það höfðu bara verið döpur kvöld stundum, nú í þrjú ár. Þá hafði verið vakað nótt, leit- að nótt í skammdegi og byl, og síðan vant- aði þrjá köggla framan á þrjá fingur vinstri handar, þá kól af. En það var ekki um þá, þeir máttu fara, höndin hefði mátt fara, og meira, — sama hvað var af henni. Og þó, hun hefði viljað lifa. Bara — bara ef þessi nótt hefði farið öðruvísi. En hún hafði tekið báðá bræður hennar — og unnusta. Því gat hún ekki tekið hana líka, bara þrjá köggla, það var lítið, og þá var hún þó sextán ára. Og nú þurfti þetta allt að rifjast upp, sem þó var að sumu leyti hálfgleymt. Bara öðru- vísi, ekki eins sárt, og hún liugsaði lítið öðruvísi til unnustans en bræðra sinna. — Var hún þá slæm stúlka? Stundum hélt hún það, og þó gat ekki sextán ára stúlka haldið áfram að syrgja alla ævina og það, sem hún vissi auk þess lítið, hvað var. Þetta hafði verið nýbakaður unnusti, auk þess prúður — og góður. Hann hafði verið fallegur en meira góður, og þó hafði hann bara kysst hana nokkrum sinnum og ekkert meira. Hann hafði verið nýlega korninn á heimil- ið, og þó lrafði hún verið viss um, að hann væri bezti maður á jörðinni. Bara að hann hefði verið búinn að vera ennþá betri við lrana, — öðruvísi betri, þá hefði hún kann- ski getað verið betri stúlka og munað eftir honum á sama hátt enn. En það var búið, sem búið var, og þó hafði hann alltaf verið ákaflega góður. — En næturnar fylltu hana stundum ótemjandi, annarlegri þrá, sárs- aukakenndri og heitri. — Kannski var sorgin svona, þegar frá leið og maður var ungur, og þá var gott að fara út í byl og láta frostið kæla á sér ennið, auðveldara að sofna á eftir. Stundum gat hana farið að dreyma um unga menn, þegar hún var úti á slíkum nóttum, unga og lifandi menn, — jafnvel ávarpa þá, hugsa þeim tilsvör og, já, og það sem ekki mátti einu sinni hugsa, einkum þegar hún var komin inn og búin að kæla á sér ennið, og áður en hún fór að sofa. Stundum hugs- aði hún svona án þess að fara út, en nú var það ekki hægt, — hún var alls ekki að reyna til þess heldur. Það var eins og eitthvað kallaði á hana úti í þessari nótt, eitthvað sem minnti á nóttina fyrir þrem árum, sárt og heitt, sem fékk brjóstið til þess að bylgjast og bara þrýsti sér inn í meðvitundina sem áfram, áfram meðfram sjónum, þar sem öldurnar brotnuðu og eitthvað rak á land og varð síl- að og klakað úti í vetrarnóttunni, — líf, sem kannski var ekki fjarað út og þó var slokkn- að, slokknað fyrir þrem árum. Vindurinn hvæsti. Hún þrýsti andlitinu að gluggarúðunni og skýldi með höndunum, svo að ljóssins gætti ekki. Hann var að birta til, ofanmold- in var minni og tunglið lýsti með köflum, skafbyljirnir liðuðust eins og dökkir veggir um jörðina. Hún varð að fara út, út og ganga með sjónum. Kannski fyndi hún eitt- lrvað, einn gestanna var ókominn. — Fara út, ef ekki ofan í fjöru, þá bara eitthvað ann- að og hafa Sám með. Þá var hún aldrei

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.