Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1951, Blaðsíða 18
10 STRANDAÐ í HÖFN N. Kv: vík — sem bölvaðst óhapps, sennilega. Varla svo guðrækilega þenkjandi, að honum fynd- ist einhver verndarhönd hafa verið yfir sér, þótt hann ekki stútaðist. Hinir höfðu kom- izt betur út úr þessu öllu saman. Já, auðvitað yrði honum minnistæðast strandið og bardúsið við að komast heim að 'ánni. Hitt var svo sem ekki nema vanalegt og sjálfsagt. Hann hefði bara getað komið gangandi ferðalangur og fengið kvef, kann- ski mislinga, og þá hefði hann fengið svip- aða aðbúð. — Þó hafði hún komið á mátu- legri stundu niður á þarabunkann, ekki of snemma í ölLu falli, — enga bölvaða bauna- slettu hér! — Skrýtið að vaka svona, — og fyrst hún hafði ekki löngun til að lesa þessa bók, þá náði hún sér í dúk og fór að sauma. I>að var mynd af víkinni og bænum, dreg- in af henni sjálfri og átti að fara í púða. Daginn eftir stóð hún við ákvörðun sína, náði í heitt vatn og sápu og rakáhöld og tók til við skeggið á Halldóri. Það var erfitt verk og krafðist nákvæmni.og lipurðar, ef það .átti ekki að rneiða hann. Sums staðar varð að skilja eftir toppa kringum plástra og kalsár, og þá klippti hún. Halldór var mikið að hressast, þau gátu talað saman. Þú ert góð hjúkrunarkona, sagði hann. Hún fór hjá sér og neitaði af hæversku. Ég veit ekkert, hvernig hjúkrunarkonur eru, bætti hún við. Og nú veit ég, hvernig þær eiga að vera, sagði liann. Hún brosti og lét þetta eftir honum. Hann var orðinn það frískur, að óvið- kynning þeirra var orðin til trafala. Hún fór að föndra við hitt og annað í stofunni, og þó var hún ekki vön að vera óstyrk í taugum. Augu hans fylgdu henni eftir með sýni- legri velþóknun. Láttu þetta túss bíða, sagði hann misk- unnarlaust. Hún leit snöggt við. Þú ert falleg, sagði hann dáandi. Hún roðnaði. Kunni ekki við svona beina ræðu og var þó óvön öllu rósamáli. Hún vildi ekki snúa sér undan, en liann hélt áfram að horfa á hana, eins og hann kynni enga mannasiði. Þá roðnaði ltún áfram, fann það og sneri sér undan og hélt áfrám að taka til. Heyrðu, gæzkan, þú mátt ekki taka mig alvarlega, bað hann. Ekki nema svona mátu- lega að minnsta kosti. Ég ték þig svona engan veginn, anzaði hún með styttingi í rómnum og var þó ekk- ert óánægð. Svoldið tippilsinna, erti hann, Ég hélt þú ættir það ekki til. Það er gott þér er að batna, sagði hún, brosti lokuðum vörum og kipraði augun. Þú ert bara skemmtileg, ég vissi það allt- af, hélt hann áfram. Og þú átt ekki að verða rellinn, þótt þú getir rennt niður hjálparlaust, sagði hún. Ekki ótuktarleg, bað hann. Ég nenni ekki að pexa, sagði hún. Fyrirgefðu, vinan, sagði hann rnjúkt og rétti fram höndina, þá óumbúnu. Hún tók í höndina, brosti og sleppti henni frekar fljótt aftur. Hanri gerði sér upp smá fýlusvip. Hún brosti og strauk honum hratt um vangann, næstum kippti að sér hendinni. Hann lokaði augunum og andaði djúpt. Þú ert yndisleg, sagði hann. Hefur alltaf verið það frá því fyrsta. Það veiztu lítið um. Þú hefðir bara átt að sjá mig, þegar ég var að rellast í vöggu. Þegar ég segi frá því fyrsta, á ég við, þeg- ar þú fannst mig. Þá fannst mér allt gott, og ég var ánægður, þótt ég hefði átt að deyja. Síðan þykir mér ákaflega vænt um þig, sagði hann alvarlega, en smákátur í augunum. Ég er ekki gefin fyrir þakklæti, sagði hún. Gott, en ég er gefinn fyrir að sýna þakk- læti, ef ég gæti, — eins yndislegri stúlku og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.