Vörður - 01.03.1918, Qupperneq 2

Vörður - 01.03.1918, Qupperneq 2
42 VÖRÐUR Fanst honum aö æskulýöur vor og þjóö lítt bera þesS merki, aö lögö væri áhersla á siðferðisuppeldi hér. Vel má vera, aö einhverjir veröi honum sammála um það. En varhugavert er að gera of mikið úr ávöxtum siðfræðiskenslunnar í hinum svo kölluðu menningarlönd- um, — þar sem „kristnin er gerð að blóðþyrstum böðli“, eins og Matthías segir í sálminum. En þakka ber prófessornum áhugann á máli þessu. Hann hefir vakið athygli manna' á því, að nauðsyn beri til að innleiða siöfræði í skóla vora. Framkvæmdin fer á eftir. Viðleitni. Formaöur Hins íslenska kennarafélags er Jón Þórar- insson fræðslumálastjóri. í fyrra vetur kallaði hann sam- an fund í félaginu. Flutti hann þar aðaltöluna og lýsti átakanlega kjörum þeim, er íslenskir Ijarnakennarar eiga við að búa. Kvað hann þá taka öllu með þögn og þolin- mæði.Og óskiljanlegt væri sér.að kennarar gætu nú þagað lengur. Þeir hlytu að krefjast þess, að farið væri með ])á eins og menn. Lagði hann til í lok fundar, að kosin væri nefnd manna, til þess að semja frumvarp til laga um laun og ráðningu barnakennara. Fundurinn félst á ]>á tillögu og kaus þriggja manna nefnd. Nefnd sú lagði fram frumvarp til laga um ráðningu og laun kennara, nokkuru síðar. Formaður Hins íslenska kennarafélags tók að sér að fara þess á leit við landstjórnina, að hún bæri frumvarpið

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.