Vörður - 01.07.1918, Blaðsíða 4

Vörður - 01.07.1918, Blaðsíða 4
VÖRÐUR 76 Eða hugsunarhátturinn, scm þar ríkir, göfugniannlegri og holiari barnssálum? Er l>a<S ekki líka oft og einatt aöalumtalsefnið kvart- anir um tíðarfar og veöráttu, verðlag og sveitarútsvar, dag- dómar um hresti og rangsleitni annarra og hnióÖsyrði. Gróða- brögöum mest hrósað og l)ó öfundast yfir. Öll gæfa miðuð við efnahaginn, svo að manni gctur oft dottið i hug sagan af karl- ínum, sem gat ekki skilið í l>ví, af hvcrju ckkjan væri að gráta í erfisdrykkjunni, þegar maturinn væri alt i kringum hana. Er ckki von að hörn, sem alast upp í slíku andrúmslofti íill bernskuárin, verði að lágfleygum, samánsaumuðum húskasálum. . .. Eg vona, að menn misskilji mig ekki svo, að halda, að það sem eg liefi sagt um ástandið á landinu i sveitum og við sjó, segi cg um öll heimili eða alment; því fcr fjarri, svo er guði fyrir að þakka. En svo vona eg líka, að ef menn verða að játa, að slikt ástand eigi sér stað á nokkurum stöðum, þá séuð þið mér samdóma um. að þörf sé á að gera eitthvað til hóta fvrir börnin, þvi sem við það eiga að uppalast. Það er skylda við börnin, því að þatt eru líka menn, eins og hin, sem betur eru sett. Þau eiga ekki að gjalda þess, hvar þau alast upp, ef annað er hægt. Og það er skylda þjóðfélagsins við sjálft sig, að láta ckki nokkurt mannsefni ónýtast eða spillast fyrir hand- vönun, að því leyti sem unt er, eða án þess að reyna að hjarga því, Okkar þjóð þarf á öllum sínum kröftuin að halda, og stuðla að þvi af fremsta megni, að úr hverju barni verði svo nýtur maður, karl eða kona, sem það hefir eðli til og hæfileika að geta orðið. Með skólaskyldutini leitar þjóðfélagið upp hvert barn á landinu, til þess að reyna að hjálpa þvi eitt spor í menningar- áttina, livort sem það er ríkt eða fátækt, vel gefið eða illa. Kenn- ararnir eru erindrekar þjóðfélagsins, út sendir í þessu skyni. Og þó að foreldrar eða húshændur harns sparki móti kennaranum og þykist hafa heimild til að ráða yfir barninu, þá segir þjóð- félagið með skólaskyldulögunum: Ykur er heimilt að kenna harn- inu sjálf eða fá til þess annan kennara. En ykkur má ekki og á ekki að haldast uppi, að ala barnið upp eins og skynlausa skepnu eða vinnudýr..... En nú halda stnnir því fratn, að hentugra mundi og notadrýgra að íæra til skólaskyldualdurinn. Sleppa henni fram yfir fermingu, en gera svo öllum tinglingum að skyldu, að ganga i unglingaskóla á aldrinum 15—20 ára, og færa það einkum til, að þá læri menn meira á styttri tima. Jafnvel alþingi hefir varpað þcirri spurn- ingu fram, hvort þetta muni ekki rétt vera. Eg hygg að það væri verra en það setn er......Það er erfitt að dæma um þetta til hlítar cða með fullri vissu, þvi að slikt fyrirkotnulag hefir mér vitanlega hvergi verið reynt i heiminum. Ef það hefði yfir- burði yfir hitt, sem allar þjóðir hafa tekið upp, þá væri undar-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.