Ný þjóðmál - 25.02.1975, Blaðsíða 5

Ný þjóðmál - 25.02.1975, Blaðsíða 5
NÝ ÞJÓÐMÁL 5 rSÓKNAR Ragnars I þinginu i vetur, þar sem ólafur Ragnar vitnaði i fræga ræðu, er Ólafur Jó- hannesson flutti á Hótel Esju og fræg varð að endemum. Ólafur Jóhannesson talar um fyrrver- andi „aðdáendur” sina, en þar sem kveðjan var áreiðanlega ætluð fleirum en ólafi Ragnari, tók ég hana til min eins og sjálf- sagt margir fleiri. Af þessu til- efni get ég ekki látið hjá liða að leiðrétta ólaf Jóhannesson. Ég hef aldrei sett Ólaf á stall, sem eitthvert goð, en ég hef verið samherji hans um langt árabil, en nú er það skeið á enda runn- ið. Samþykktir flokksþinga, miðstjórnar og kjördæmisþinga Framsóknarflokksins i hálfan annan áratug hafa vafalaust slegið ryki i augun á fleirum en mér, en nú hefur sannleiksgildi þeirra séð dagsins ljós með þjóðinni. Ég er einn þeirra, sem treysti vinstri yfirlýsingum Framsóknar allt frá árunum siðan fyrir 1960 og að flokknum tækist að leiða vinstri öflin til öflugrar forystu um langa framtið. 1 tið vinstri stjórnar- innar kom þó fljótlega i ljós að hægriöflin I flokknum ætluðu sér annað hlutskipti. Hver man ekki 170 menningana, sem báðu um að stefna „varins lands” yrði tekin upp, sem og varð. Slfellt seig á ógæfuhliðina. Samstaða innan flokksins reyndist von- laus, hægri og miðflokkskenn- ingar réðu lögum og lofum. 1 dag stöndum við frammi fyrir afleiðingum spilamennsku Ólafs Jóhannessonar. Þetta er fyrst og fremst hans afkvæmi. Hann er faðir „Geirólu”. Hver er nú maðurinn sem þorir, þorir að gera hlutina, hvort sem þeir eru skynsamlegir eða ekki? Það er Ólafur Jóhannesson. Ég lýsi hryggð minni, aö honum skyldi takast að leiða Framsókn i lok- rekkju ihaldsins. Ég skora á sanna Framsóknarmenn að skilja hann þar eftir og hans fylgisveina og endurvekja gömlu baráttuorðin: „Allt er betra en ihaldið”. slendinga ? Forða heimabyggð sinni frá eitruninni og fá ódýra raforku til rekstursins, sem virðist, eftir þeim samningsdrögum sem birt hafa verið, ekki nema litið brot af þvi verði, sem við heimamenn megum greiða, þó að þessi orka sé beinlinis tekin frá okkur, á sama tima og okkur skortir hana svo tilfinnanlega að við neyðumst til að kaupa i hennarstað erlenda orkugjafa á okurverði. Svona miklu vilja nú ráðamenn okkar tilkosta að fá þennan bölvald inn i landið. 1 áramótaávarpi sinu til þjóðarinnar, segir forsætisráð- herra Geir Hallgrimsson meðal annars: „Þótt landið og höfuðskepn- urnar séu harður húsbóndi má spyrja hvernig þjóðin hefur far- ið mað landkosti sina i ellefu aldir. Haft er fyrir satt að búseta manna hafi valdið þvi, ásamt veðurfari og eldvirkni, að gróðurlendi tslands hefur minnkað um helming. Timi er þvi kominn til þess að landmenn gjaldi skuld sina við landið og framkvæmi áætlun um gróður- vernd og landgræðslu undan- bragðalaust.” Þetta mun rétt vera og sem betur fer hafa á undanförnum árum, viða verið gjörð myndarleg átök i að hefta sand- fok og breyta stórum svæðum svartra sanda i gróin tún og viða efnt til trjáræktar, þó að þetta sé aðeins byrjun og vonandi stórátök framundan, ef staðið verður við heit alþingis frá Þingvöllum á þjóðhátið s.l. sumar. En þegar tilgreind ummæli forsætisráðherrans eru höfði i huga, vekur það þvi meiri furðu að undir forsæti þess sama manns, skuli unnið að þvi að selja erlendum auðhring at- Framhald á bls. 6. VÉSTEINN ÓLASON SKRIFAR o Sleggjudómar um bókmenntir og fleira VESAAS OG KLAKAHÖLLIN mætti kalla rabb það sem hér 'fylgir á eftir. Það var samið sem kynning með útvarpssögu og ber þess ýmis merki, t.d. forðaðist ég að rekja efni sög- unnar til að spilla ekki eftir- væntingu áheyrenda. 1 þeirri trú að þessar lfnur kunni e.t.v. að vekja hjá einhverjum forvitni að hlusta á söguna eða iesa hana eru þær birtar hér. Sagan kom út á islensku i þýðingu Hannesar Péturssonar árið 1965. Útgefandi var Almenna bókafélagið. Þegar þjóðernisvakning varð hjá Norðmönnum á siðustu öld og lærðirð og leikir áhugamenn tóku að leita fyrir sér hvað alþýða manna geymdi i minni af fornum fræðum, kom fljótt i ljós að eitt fylki var öllum öðrum auðugra af skáldskap, sem lifði góðu lífi á vörum fólks. Þetta var Þelamörk eða Telemark, eins og Norðmenn kalla hana sjálfir. Þar hefur t.d. verið skrifað upp meira af þjóð- kvæðum en i öllum öðrum héröðum Noregs saman lagt. Það þarf þvi engan að undra að einn fjölhæfasti ljóðasmiður Norðmanna á 19. öld, og braut- ryðjandi i skáldlegri meðferð 1 andsmá1s i n s , Asmund Olavsson Vinje, var þaðan kominn. Né heldur hitt að eitt mesta sagnaskáld Norðmanna á þessari öld, Tarjei Vesaas, var borinn og barnfæddur á Þela- mörk og ól þar reyndar mest- allan aldur sinn. Tarjei Vesaas (sem var fæddur 1897 og dó árið 1970) var afkastamikill rithöfundur og átti langa starfsævi. Hann skrifaði á þriðja tug skáld- sagna, gaf út smásagnasöfn, ljóðabækur og leikrit að ógleymdri minningabókinni sem birtist skömmu áður en hann lést. Ritverk Vesaas eru nokkuð misjöfn að gæðum, einkum framan af, en eitt af þvi merkilegasta við þennan mann var það hvernig hann óx stöðugt þannig að verkin sem hann skrifaði á sjöunda tug ævi sinnar standa flestum hinum eldri framar. Það er einatt svo um mikil- hæfa rithöfunda að kostir þeirra rúmast ekki i einni bók og sýnist sitt hverjum þegar bénda skal á þá bestu. En ýmsa hluti sem listræn viðleitni Vesaas beindist aö bók eftir bók gerði hann aldrei betur en i Klakahöllinni, sögu sem út kom árið 1963. Allt frá upphafi rithöfundarferilsins hneigðist hann til að beita tákn- máli i bókum sinum og margar þeirra eiga áhrifamátt sinn umfram allt táknmálinu að þakka. Segja má að þáttaskil verði i skáldsagnagerð hans frá og með skáldsögunni Kimen, Fræið, sem kom út árið 1940 Eftir þessi þáttaskil verður form sagnanna einfaldara og skýrara, söguþráðurinn ein- faldur, persónurnar i hæsta máta venjulegt fólk (með fáeinum undantekningum). Jafnframt verður táknmálið samgróinn hluti hinnar raun- sæju frásagnar. Þó hafði Vesaas um skeið tilhneigingu til að verða nokkuð myrkur og ofhlaða sögur sinar táknum. 1 Klakahöllinni er táknmálið hins vegar einfalt og hreint. Það veröur að visu ekki ráðið til fulls vegna þess að það endar i hinu ósegjanlega, og meginhlutverk þess er einmitt að tjá hið ósegjanlega a. Samt sem áður dylst ekki athugulum lesanda hvert meginlinurnar stefna. 1 þessari sögu er samfella raunsæjar frásagnar og tákn- rænna og ljóðrænna þátta lika alveg hnökralaus. Vesaas hefur samið fjölþættari og etv. blæ- brigðaauðugri verk, en hvergi er tónn hans einn hreinn og hér, nema ef vera skyldi i Fuglunum skáldsögu frá 1957 sem fjallar um skylt meginstef i býsna ólikum búningi. Klakahöllin fjallar um tvær ellefu ára gamlar stúlkur Siss og Unn, aðallega þó um Siss. Þær eru ennþá börn en þó komnar að endamörkum bernskunnar þegar fyrstu merki gelgjuskeiðsins fara að segja til sin. Þetta er vitaskuld mikilvægt. 1 vissum skilningi má segja að þær mætist á kross götum þar sem bernska mætir æsku, fundur þeirra verður þeim mikilvæg byrjun einhvers nýs, einhvers sem þær vænta sér mikils af, en framhaldið verður óvænt. Það er ekki mikið vikið að trúarlegum efnum i Klaka- höllinni, og það væri auðvitað fjarri sanni að kalla hana trúar- legt verk I nokkrum venjulegum skilningi. Samt sem áður held ég að verkið verði ekki skilið eða skynjað til fulls nema i ljósi þeirrar heimsmyndar sem við höfum fengið úr bibliunni. Hug- myndin um syndafallið og það skerf sem maðurinn verður að stiga úr Paradis bernskunnar inn i hina fullorðnu veröld býr að baki þvi sem Siss lifir i sögunni. Unn segir við hana kvöldið sem þær eru saman: „Ég veit ekki hvort ég kemsttil himnarikis.” Hvorki við né Siss fáum nokkurn tima að vita hvað fær hana til að komast aö þessari niðurstöðu, enda skiptir það ekki máli. Syndin sem hún hefur drýgt væri væntanlega ekki alvarleg i okkar augum: það sem hér skiptir máli er ekki verknaðurinn heldur syndarvit- undin. Unn einangrast með þessa vitund sina, og þau ómeðvituðu öfl i sálarlifinu sem draga hana að hinu óþekkta, draga hana að dauðanum um leiö. Sálarstrið Siss sem á eftir fylgir er háð milli þeirra afla sem draga að myrkrinu, ein- angruninni og dauðanum og hinna sem laða hana að ljósinu, lifinu og sambandinu við annað fólk. En það þversagnakennda við þessa báráttu er að til þess að hún geti gefið sig lifinu á vald, verður hún að horfast i augu við dauðann, — og það gerir hún i bókstaflegri merk- ingu þegar hún sér Unn i Klaka- höllinni. Eftir það er öflum lifsins sigur vis. t Klakahöllinni gerast ein- kennilegir hlutir en þó ekkert yfirnáttúrlegt, nema við lftum á lifiö sjálft sem yfirnáttúrlegt fyrirbæri. En frásögnin er öll byggð utan um ákveðnar grund- vallarandstæður i náttúrunni og mannlifinu, og skáldið notar vald sitt yfir efninu til að skipa þeim andstæðum þannig i kerfi að allir hlutir fá dýpri merkingu I bókinni en þeir hafa i hinu dag- lega lifi. Sagan hefst á stuttri málsgrein sem við gefum kannski ekki mikinn gaum við fyrsta lestur, nema hvað við festum okkur i minni þá aðal- merkingu að sagt er frá einhverjum á ferð i myrkri: Æskubjart enni sem ruddi sér leið gegnum myrkrið. Sá sem hefur tamið sér að gefa gætur að orðalagi og stil finnur lika að hér er vel og umfram allt myndrænt að orði komist. Rithöfundurinn beinir kastljósi að æskubjörtu enni sem er umlukið myrkri. Þetta enni og eigandi þess er þó ekki einber þolandi myrkursins heldur ryður sér leið gegnum það. Orðalag sem staðfestir vissu um að birta muni finnast handan myrkursins. En það er ekki fyrr en bókin er lesin til enda að i ljós kemur að i þessari fyrstu málsgrein, æskubjart enni sem ruddi sér leið gegnum myrkrið, er sagan öll fólgin sem i hnotskurn. Andstæðurnar sem togast á um sál þessarar litlu stúlku eru bæði hér og annars staðar táknaðar með ljósi og myrkri. En það sigursæla afl sem knýr hana gegnum myrkrið og býr i henni sjálfri þótt það þurfi að finna enduróm hjá öðrum, þetta afl birtist okkur hér i fullum mætti sinum i orða- Framhald á 7. siðu. Kjarni niðurfærsluleiðarinnar: Verðhjöðnun í stað verðbólgu i samþykkt fram- kvæmdastjórnar Sam- takanna, sem birt er á forsíðu blaðsins í dag, er enn ítrekuð sú stefna Samtakanna, að rétt sé að fara niðurf ærsluleið, ásamt nauðsynlegum hliðarráðstöfunum, til þess að leysa efnahags- vanda þann, sem þjóðin hefur átt við að striða Þessi leið var eins og menn minnast ein þriggja leiða, sem svonefnd Valkostanefnd benti á haustið 1972, og taldi að kæmi til greina við lausn þess efnahags- vanda, sem þá var við að etja. Þessi leið hefur þó ekki verið notuð hér á landi, en hins vegar hefur henni verið beitt bæði i Frakklandi og Finnlandi, þegar þessi riki áttu við mikinn verð- bólguvanda að striða á siðasta áratug. Meginhugmynd niðurfærlsu- leiðarinnar er einfaldlega sú, að færa niður, eða lækka, bæði' kaupgjald og verðlag I iandinu. Sú stefna, sem núverandi rfkis- stjórn fylgir, byggist á þvi að lækka stórlega kaupgjaldið i landinu en láta verðlagið hækka hömiuiaust. Niðurfærsluleiðin er algjör andstæða við þessa stefnu: þ.e iækkun kaupgjaids og verðlags helst i hendur ef sú leið værc farin. Hafa Samtökin lagt áherslu á að sú lækkun verði með þeim hætti, að kaup- máttur lægstu launa lækki ekki frá þvi, sem hann var áður en kjaraskerðingaraðgerðirnar dundu yfir. Niðurfærsluleiðin leiðir m.a. tilþess, að tilkostnaður atvinnu- veganna lækkar, þá batnar samkeppnisaðstaðan við er- lenda aðila. Jafnframt ætti hún að draga úr innflutningi, og hafa ýmis önnur heppileg áhrif á þjóðarbúskapinn. En einn meginkostur niður- færsluleiðar er ef til vill, aö með henni væri snúið frá þeim verð- bólguhugsunarhætti, sem ein- kennt hefur allt fjármáialif I landinu i ár og áratugi. 1 stað verðbólgu kæmi verðhjöðnun. A siðastliðnu hausti fóru Sam- tökin fram á það, að Þjóðhags- stofnun reiknaði út, hvernig nið- urfærlsuleiðin virkaði til lausn- ar þeim efnahagsvanda, sem þá var við að etja, I einstökum at- riðum. Þvi miður hefur slik út- tekt ekki enn farið fram, þrátt fyrir að talsmenn Samtakanna á Alþingi hafi ofsinnis hvatt til þess.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.