Ný þjóðmál - 25.02.1975, Blaðsíða 8

Ný þjóðmál - 25.02.1975, Blaðsíða 8
VÉSTEINN ÓLASON RITAR UM BÓKMENNTIR — SJÁ OPNU VIÐTAKANDI: Hörkudeilur á Alþingi um furðulega verðákvörðun verðlagsráðs: Herfileg mistök, sem sjómenn á Vestfjörðum geta alls ekki unað Harðar umræður urðu utan dagskrár i neðri deild alþingis í gær um þá miklu lækkun á verði á steinbit/ sem Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur á- kveðið,og sem hefur leitt til þess/ að sjómenn á vestfirska bátaflotanum hafa sagt upp störfum sínum. Mun því bátaflot- inn stöðvast innan viku/ nema til komi leiðrétting á steinbítsverðinu. Karvel Pálmason kvaddi sér hljóös utan dagskrár, og benti á, að ákvörðun verðlagsráðsins hefði leitt til þess, aö sjómenn á vestfirskum bátum, sem stunda linuveiðar, hefðu sagt upp, og blasti stöðvun flotans við nema leiðrétting fengist á þessari röngu og furðulegu verðákvörð- un. Verðlagsráðið ákvað aö skipta vertiðinni í tvö verðtíma- bil fyrir steinbit. Eftir 1. mars skyldi greiöa 18.60 krónur á kilóiö, en aðeins 10.60 krónur i janúar og febrúar. Þetta væri rökstutt af hálfu ráðsins með þvi, að steinbftur, sem veiddur væri i janúar/febrúar, væri ekki mannamatur, að reglugerð væri i gildi, sem bannaði, að steinbit- ur væri meira en 5% af heildar- afla bátanna fyrir 1. mars og áð steinbitsaflinn væri hvort sem er ekki nema um 2% af afla Vestfjaröabátanna. Verðið fram til siöustu áramóta var 16.85 kr. á kg. Um þetta sagði Karvel m.a., að steinbitur væri nú um 80—90% af aflaverðmæti linu- bátanna. Og algjörlega væri út i loftiö að fullyröa, að þessi fiskur væri ekki mannamatur. Hann gagnrýndi einnig harð- lega, að þessi veröákvörðun kæmi nú þegar sjómenn væru búnir að vera við veiðar i einn og hálfan mánuö, og heföu allan þennan tima af eðlilegum á- stæðum gert ráð fyrir, að annað hvort hækkaði steinbitsverðiö eða stæðia.m.k. i stað. Það væri vissulega alvarlegt mál og á- mælisvert, að nú væri með þess- um hætti stórlækkað það verð, sem sjómenn fengju fyrir stein- bitinn, þvert ofan i það sem þeir hefðu haft ástæðu til að ætla, og byggt veiðar sína á það sem af er árinu. Hann spurði siðan sjávarút- vegsráðherra, hvort honum hefði verið kunnugt um þessa Karvel Pálmason verðákvörðun verölagsráðsins áður en hún var endanlega tek- in. Einnig, hvort hann væri sammála þessari verðákvörö- un. Og ioks, ef svo væri ekki, hvað hann sem sjávarútvegs- ráðherra hygöist gera til þess að leiðrétta þessi mistök og koma i veg fyrir, að bátaflotinn á Vest- fjörðum yrði bundinn viö bryggju innan viku tima. Taidi hann nauðsynlegt, þar sem mál- ið væri mikilvægt, að skýr svör fengjust hjá ráðherranum. Kjartan Ólafsson <AB) tók næstur til máls og spurði ráð- herrann hvað hann hygöist gera til þess að koma i veg fyrir stöðvun linuútgerðar á Vest- fjörðum vegna þessarar verð- ákvörðunar. Hann benti m.a. á, að i veröákvöröuninni fælist al- menn fiskverðshækkun sem næmi 15—17%, en að þvi er steinbitinn varðaði þá væri verðið á honum lækkað um 37%. Þetta steinbitsverð væri 15% lægra en það var fyrir tveimur árum, en á sama tima hefði framfærsluvisitalan hækkað um 103%. Sýndi þetta greinilega kjaraskeröingu sjómanna, sem þessar veiðar stunduðu. Matthias Bjarnason, sjávar- útvegsráðherra.gerði grein fyr- ir ákvörðun verðlagsráðsins og las upp skýringar þess. Hann sagöist siðan vera mótfallinn þeirri aðferð verðlagsráðs, að skipta vertiðinni i tvö verðtima- bil. Eðlilegra hefði verið að hafa eitt verð fyrir steinbit, sem væri hæfur til frystingar, hvenær sem hann væri veiddur. Hann kvaðst hafa rætt þetta við odda- mann verðlagsráös á sinum tima. Þá lagði ráðherra áherslu á, að hér væri um lágmarksverð að ræöa. Ekkert væri þvi til fyrirstöðu, að fiskvinnslu- stöðvarnar greiddu hærra verð fyrir steinbitinn, og lægi þegar fyrir, að þær myndu greiða sama verð og i fyrra þrátt fyrir ákvörðun verðlagsráðs. Þá væri fyrirhugað að breyta reglunum um útflutningsgjald að þvi er steinbit varðaði. Gylfi Þ. Gislason (A)taldi, að hér hefðu orðið mistök, sem bitnuðu illa á vestfirskum sjó- mönnu. Hvatti hann ráðherra til að beita áhrifum sinum hjá verðlagsráðinu til þess að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð strax. Lúðvik Jósefsson (AB) gagn- rýndi hversu seint verðákvörð- unin hefði komið. Hún ætti að liggja fyrir i lok hvers árs, en hefði fyrst birst upp úr miðjum febrúarmánuði. Þá taldi hann augljóst, að ráðherra bæri á- byrgð á þessum málum, enda hefði fulltrúi rikisstjórnarinnar I verðlagsráði ávallt náið sam- ráð við hann. Kjartan ólafsson kvað út af fyrir sig ánægjulegt, ef fisk- vinnslustöðvarnar sjálfar tækju sig til og greiddu það verð, sem greitt var i fyrra. Krafa sjó- manna væri hins vegar, að allt vertlðartimabiliðyröi greitt það Framhald á 7. siðu. Á AÐ NOTA GJALDEYRIS- SJÓÐINN EINS OG KJÖRBÚÐ? Þá er nú rikisstjórnin blessuö að fella gengið um ein litil 20%. Er hún þá búin að fella krónuna okkar um 37% á þvi rúmlega hálfa ári, sem hún hefur setið I valdastólunum, og verður ekki annað sagt, en að vel sé að verki staðið i stjórnarráðinu. Ætli að það megi þá ekki vænta þess, að bráölega taki að hækka I gjald- eyriskassanum. Og hvað gerist þá? Fyrir rúmu ári aðeins átti þjóðin bústnari gjaldeyrissjóð en nokkru sinni áöur i sinni ell- efu hundruö ára búskaparsögu. En sá góði sjóður var þvi miður ekki gæddur sömu náttúru og Heiðrúnardropinn hjá Djúkna I Heljarslóðarorrustu: að eyðast ekki þótt af væri tekið, jafnvel vaxa. Sjóðurinn hefur ekki að- eins minnkað, hann er hreinlega upp urinn, eftir þvi sem þeir segja, er gerst mega um vita. Og meginhluti hans hefur glutr- ast gegnum greiparnar á núver- andi rikisstjórn. En nú ætlar hún sem sagt að fara að öngla saman i sjóðinn á nýjan leik. Og hvað tekur þá við? Sennilegt þykir mér, að hinn nýi sjóður verði svipaðrar náttúru og hinn fyrri: að unnt sé að eyða honum. Mér sýnist að naumast verði um það deilt, að hreinn sjóræn- ingjabragur hafi veriö á um- gengni okkar við gjaldeyris- varasjóöinn. Við höfum velt inn yfir landiö hverri holskeflunni af annarri af vörum, sem við gát- um vel veriö án um sinn. Hver innflytjandi virðist hafa' getað fengið þann gjaldeyri, sem hann vildi, fyrir hvaða vörur sem væri. Svona ráöslag með dýr- mæta fjármuni, sem litinn minnihluti þjóðarinnar stritar við að afla, heitir ekki stjórn heldur óstjórn. „Nú, en hvaö er þetta, maður, þjóðin viil hafa þetta svona”, segja ráðherrarn- ir. Jæja. Til hvers höfum við rikisstjórn? Eiga ráðherrarnir bara að berast með straumnum, eins og taðkögglar, sem hrokkið hafa út I bæjarlæk? Eða eiga þeir að leitast við að leiða þjóð- ina, leiðbeina henni, hafa áhrif á strauminn? Auðvitað hafa is- lendingar verið duglegir að versla. Þjóðin hefur yfirleitt haft nokkuö rúm fjárráð undan- farin ár. Sumir fyrir vinnu sem ekki verður, sem betur fer, orö- uð við neinn þrældóm, aðrir vegna þess, aö þeir hafa neyöst til að vinna langt fram yfir eðli- leg og hófleg mörk. Og þegar þess er gætt, að við höfum allt frá striðslokum búið við verö- lagsþróun, sem gerir sparifé öðrum eignum ótryggara, þá er engin furða þótt almenningur hafi ekki safnað I sjóði. En er nú þrátt fyrir allt vist, að „þjóðin vilji hafa þetta svona?” Hefur hún nokkuð ver- ið spurð? Langmestum hluta gjaldeyrisvarasjóðsins var sóað á tveimur siðustu mánuðum s.l. árs. Þá hafði verið svo saumað að láglaunafólkinu I landinu, fólkinu, sem skapar gjaldeyrir- inn, að það átti fullt i fangi með að veita sér brýnustu nauð- þurftir, átti blátt áfram ekkert eyðslufé. Varla hefur þetta fólk hvatt til innflutnings á vörum, sem þaö hafði engin ráð á að veita sér. Ég er sannfærður um, að mikill meirihluti þjóöarinnar hefði virt það viö rikisstjórnina ef hún hefði tekið hér i taumana. Þeir stjórnmálaforingjar, sem öðru halda fram, gera það ann- að tveggja gegn betri vitund og þá i þvi skyni að reyna að af- saka aðgerðarleysi sitt og væru- girni eða af þvi, að þeir eru gjörsamlega slitnir úr tengslum við allan þorra þjóðarinnar, hafa enga hugmynd um vilja hennar og viöhorf. Þess vegna leyfa þeir innflytjendum, sem viröast lita á gjaldeyrisvara- sjóðinn, sem einskonar „privat”-vasapeninga sina, að hrúga inn I landið vörum, óþörf- um jafnt sem þörfum, ekki aö- eins að þvi marki, sem unnt er að selja, heldur langt umfram það. Þeir eru „þjóðin”, sem stjórnmálaforingjarnir virðast þekkja Þeir eru „þjóðin”, sem „vill hafa það svona”. Þegar við tökum nú að efna i gjaldeyrisvarasjóð á ný þá skiptir öllu máli hvernig á hon- um verður haldið. Þá getur ráðslagið undanfarna mánuði verið viti tii varnaðar. Á kreppuárunum milli 1930 og 1940 leiðst ekki bruðl með rýran gjaldeyrissjóö. Þá var ónauð- synlegri vörum haldiö utan dyra en innflutningur nauðsynja lát- inn sitja i fyrirrúmi. Þjóðin var hvött til þess að nota innlendar vörur fremur en erlendar, brýnd var fyrir henni nauðsyn þess að búa að sinu. Þetta þorðu stjórnmálaforingjar að gera þá og fyrir bragðið komst þjóðin ekki aðeins yfir erfiðleikana heldur var einnig, á þessum mögru árum, lagður grundvöll- urinn að ýmsum þeim umbót- um, sem best hafa enst henni til efnislegra og andlegra fram- fara til þessa dags. Þessa lexiu þurfum við að rifja upp. Hlynn- um að okkar eigin framleiðslu og notum hana fremur en inn- fluttar vörur. Tökum, nú um sinn, fyrir innflutning á þeim varningi, sem ekki getur talist til nauðsynja. Hættum að nota gjaldeyrisvarasjóðinn eins og kjörbúð. Magnús H.GIslason. SVIPMYNDIR FRÁ SOVÉTRÍKJUNUM - SJÁ ÞRIÐJU SÍÐU

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.