Ný þjóðmál - 26.01.1980, Blaðsíða 4

Ný þjóðmál - 26.01.1980, Blaðsíða 4
4 NY ÞJOÐMAL Fiimntudagur 26. janúar 1980 Andrés Kristjánsson: ÞEGAR ÞINGRÆÐH) NÍÐIST Á I,VI>Iii:i)IM Það má kalla staðreynd, sem varla hefur verið reyntað mæla gegn með rökitm, að Urslit kosninganna í desember voru þjóðarkrafa um vinstri stjórn eða endumýjun og endurbætur á' þvi stjórnarsamstarfi sem rofið var. Einn þeirra flokka vildi þó ekki heita kjósendum þvi fyrir fram að einbeita sér öðru fremur að þvi endur- nýjunarstarfi — Alþýðuflokkur- inn. Hann hlaut li"ka langversta útreið vinstri flokkanna en burðarás vinstri stjórnarinnar — Framsóknarflokkurinn — langmesta uppreisn. Nú hafa tvær atrennur verið gerðar að myndun nýrrar vinstri stjórnar og við lok hinn- ar slðari kveður fundarstjórinn, Svavar Gestsson upp úr með það að nú sé þrautreynt um slika stjórnarmyndun að sinni. Málin standa í stuttu máli þannig: Allir vinstri flokkarnir hafa lagt fram allýtarlegar tillögur byggöar á stefnuskrám sinum og aölögun að þeim vanda, sem hæst kaliar að. Þessar tillögur hafa verið birtar if jölmiðlum og samanburður þvi hægur svo og stefnuskrárnar sjálfar. Ekki þarf lengi aö skoða til þess að fá enn eina staöfestingu á þvi að málefnalega eru þessar stefnu- skrár samferðaskoðanir i is- lenskum stjórnmálum og þessir flokkar því málefnalegir sam- ferðaftokkar á þjóðfélagsvegi samvinnu- og jafnaöarstefnu i margflokka stjórnmálakerfi. Hinum megin er Sjálfstæöis- flokkurinn með andstæða þjóð- félagshugsjón og þvi að veru- legu leyti með andstæöarúr- lausnir i vanda dagsins þjón- andi öðrum sjónarmiöum. Núer það nauðsyn aö glöggir og sanngjarnir vinstri menn taki efnahagstillögur — og ýms- ar aðrartillögur —vinstri flokk- annaog beri þær saman og segi álit sitt um það i hverju þær rek- ast á og hvernig helst megi brúa það bil. Vinstra fólkið i landinu sem ætlaðist til þess að þessir flokkar ynnu saman og veitti þeim bæði styrk til þess og gerði eindregna kröfu um það, á fulla heimtingu á slikri úttekt. Þessa dagana er það brýnast i málefn- um vinstra samstarfs i landinu að gera sér grein fyrir þvi, hverjir hinir brotnu hlekkir i samstarfskeðju samferöaflokk- anna eru. Þetta verkefni gætu helstleyst af hendi samtök ein- lægraog glöggra vinstri manna, sem eru þó ekki svo bundnir ein- stökum vinstri flokkum, að þeim bregðist hlutleysi. Alits- gerð þessa vinnuhóps ætti sfðan að leggja fyrir vinstri flokkana og best væriað þeir efndu sjálfir til þessarar hlutlausu athugun- ar. Að þessu fengnu gæti orðið árangursrikara að setjast að samningaborði i þriðja sinn um vinstri stjórn. Það hefur verið ömurlegt siðustu vikurnar að heyra landsfeður og máttarstólpa i stjórnmálum hamra þaö járn i sifellu að það sé æösta skylda og jafnvel frumskylda Alþingis að mynda rikisstjórn, hvernig sem þaðfer aö þvi. Sannleikurinn er sá, aö sé þessu haldiö fram til fuUrar streitu mun það fyrr eða siöar leggja starf þingsins i rústir i margflokka kerfi okkar og þingræöiö halda áfram að niöast æ meira á lýðræðinu. Þessi kenning er andstæð lýð- ræðishugsjón kosninga. Hún ÞIÓÐHATIÐARSIOÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1980. Samkvæmt skipulagsskrá sjóösins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóösins ,,aö veita styrki til stofnana og annarra aöila, er hafa þaö verkefni aö vinna aö varöveislu og vernd þeirra verömæta lands og menningar, sem núverandi kynslóö hefur tekiö I arf. a) Fjóröungur af árlegu ráöstöfunarfé sjóösins skal renna til Friölýsingarsjóös til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráös. b) Fjórðungur af árlegu ráöstöfunarfé sjóösins skal renna til varöveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverömæta á vegum Þjóöminjasafns. Aö öðru levti úthlutar stjórn sjóösins ráöstöfunarfé hverju sinni i samræmi við megintilgang hans, og komi þar einn- ig til álita viöbótarstyrkir til þarfa, sem getið er I liöum a) og h). Við þaö skal miðað. aö stvrkir úr sjóönum veröi viöbótar- framlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en veröi ekki til þess aö lækka önnur opinber framlög til þeirra eöa draga úr stuöningi annarra við þau." Stefnt er að úthlutun styrkja á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 1980. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyöublöö liggja frammi i af- greiöslu Seðlabanka lslands, liafnarstræti 10, Reykjavik. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason. i slma (91) 20300. ÞJÓÐ11ATÍÐ ARSJÓÐUR Andrés Kristjánsson ætlast til að Alþingi myndi rikis- stjórnog styðji hana yfir hvaða pólitisk vatnaskil sem eru. Hún ætlast til að þingið hafi úrslit kosninga að engu, taki við stjórnarmyndunina ekkert tillit til úrskurðar kjósenda i þessum efnum. Hún heimtar að mestu andstæðurnar vinni saman, stjórni saman og brjóti þar með þaö kjarnaböðorð ""stjórnar- skrárinnar, að þingmenn eigi öllu öðru fremur að hlýða sann- færingu sinni og samvisku sem þeir hafa borið kjósendum og hlotið atkvæði þeirra fyrir. Siðan eiga þeir að beygja sig undir einhverja meginkröfu þingræðis um að svikja kjós- endur si'na. Þettaer hvorki hægt né sæmilegt. Hafi kjósendur kosið flokk til vinstri stjórnar, getur hann að sjálfsögöu ekki farið i eða stutt stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þegar góðir og gegnir lýðræðisoddvit- ar halda þessari skyldukenn- ingu fram i þaula eru þeir skemmdarverkamenn lýð- ræðisins. Þegar betur er að gáð sést lika að stjórnarskráin ætlast alls ekki til sliks og bendir bein- linis á leið til þess að þingmenn þurfi ekki að lúta slikri ein- ræðiskröfu. Utanþingsstjórn er sú lausn, sem þar er bent á. Þingið missir i engu afl sitt eða virðingu við sllkt. Það hefur eft- :r sem áður tögl og hagldir i peim málum, sem þvi eru stjórnskipulega fengin i hendur og utanþingsstjórn veröur að hlita meirihlutavilja þess i öll- um meginefnum. Frumskylda og meginskylda Alþingis er löggjafarstarf, þar sem hver þingmaður vinnur að I samræmi viö skoðanir sinar, sem hann hefur kynnt kjósend- um og vilja þeirra. Þá þjónar þingræðið lýöræðinu, eins og það á að gera. Auðvitað er best, að framkvæmdavaldið — stjórn landsins — eigi samleið með þessari framkvæmd lýðræöisins i meirihlutastjórn eins ftokks eða samferðaflokka en sé þess ekki kostur er utanþingsstjórn skásta lausnin og sú lýðræðis- legasta. Sem betur fer sjást þess nú merki, að alþingismenn séu að átta sig á þessu. Ingvar Gisla- son einhver gleggsti og greinar- besti maður, sem nú situr á Al- þingi og öðrum sjálfstæðari i skoðunum, hefur slðustu daga gert góða grein fyrir þessu i grein i Timanum, og þó enn bet- ur I nánari skilgreiningu i sjón- varpinu og bent á hvert öpun eftir breska tviftokkakerfinu er að leiða i margflokkakerfi okk- ar, þar sem fyrirmyndin á alls ekki við. Rök hans voru afar glögg og vonandi fá nú fleiri þingmenn sjónina en hann. Að sjálfsögðu er meirihluta- stjórn best og æskilegust, ef unnt reynist að mynda hana i samræmi við meginlinur i stjórnmálum, sem kosið hefur veriðum, og úrslit kosninganna. En þær meginlinur má stjórnar- myndun ekki slita ekki mis- bjóða úrskurði kjósandans með þeim hætti. Það er að nauðga lýðræðinu. Sjálfheldan stafar auðvitað af gölluðu kerfi og þvi þarf að breyta með okkar að- stæður og þarfir I huga, svo að lýðræðisleg meirihlutastjórn myndist eftirleiðum þingræðis i farvegi kosningaúrslita. Vinstri stjórn nú væri i samræmi við það en ekki hægri stjórn eftir þessar kosningar. Sé þess ekki kostur er utanþingsstjórn skásti kosturinn og hún á að lúta meirihluta sem myndast á þingi i málefnalegri samstöðu lýð- ræðistrúrra og frjálsra þing- manna. Andrés Kristjánsson Landbúnaðarstefna Erfitt er að skilgreina i stuttu máli hvert er hlutverk landbún- aðar i islensku þjóðlifi. Mat manna á þvi er auk þess mjög misjafnt og i sumum tilfellum um að ræða tilfinningaleg eða þjóöernisleg sjónarmið, sem erfitt er að festa hendur á. Hér verður lögð áhersla á 4 meginatriði: a) Landbúnaðurinn sér þjóðinni fyrir matvælum, sem eru drjúgur hluti af neyslu fólksins. Með þvi skapar hann þjóðinni það öryggi, sem i þvi felst að framleiða sem mest af mat- vælum i landinu sjálfu eða geta framleitt þau, ef aðflutningar teppast eða matvæli verða á annan hátt torfengin. b) Landbúnaðurinn er grund- völlur að lifsafkomu verulegs hluta þjóðarinnar og megin- hluta fólks I stórum landshlut- um. Hann leggur til hráefni til iðn- aöar, sem er mikilvægur þáttur iðnþróunar i landinu. c) Landbúnaðurinn hefur menn- ingarlegt og félagslegt gildi, sem felst m.a. i snertingu þeirra, sem að honum vinna við náttúrú landsins, tengsl þeirra viö sögu þjóðarinnar og sambúð hennar við landið um aldir. d) Landbúnaðurinn nytjar gæði iandsins, og hann er ómissandi hlekkur i byggðakeöju landsins. I umræðum um landbúnaðar- mál er þvi oft litill gaumur gef- Kafli þessi er úr þingskjali, er landbúnaöarráðherra lagði fram á sl. ári á þingi, um stefnumörkun I landbún- aði. Er kaflinn úr greinar- gerð frumvarps um þetta efni. inn hver nauðsyn eyþjóö eins og Islendingum er að geta verið öðrum óháð um sem flest mat- væli. Hefur þvi stundum verið slegið fram að ódýrara væri að flytja inn þorra þeirra búvara, sem þjóðin þarfnast en að stunda hér slika framleiðslu við erfið skilyrði að dómi viðkom- andi. Flestar Evrópuþjóðir hafa fylgt þeirri stefnu að halda uppi öflugri búvöruframleiðslu i löndum sinum, tryggja bændum fullt verð fyrir framleiösluna, en selja umframmagnið úr landi á „dumping” verði. Þvi hefur nú um skeið verið hægt að gera mjög hagstæð kaup á bú- vörum i nágrannalöndum okkar. Jafnframt hefur mark- aðsaðstaða fyrir þær islensku búvörursem flytja þarf út farið versnandi. Varlegt er aö treysta á að bú- vörur fáist til frambúðar á hag- stæðum kjörum erlendis. Efna- hagsbandalag Evrópu hefur ekki mótað sér frambúöar- stefnu i landbúnaöarmálum. Grundvallarbreyting á stefnu þess getur gjörbreytt verðlagi búvara á heimsmarkaði á til- tölulega skömmum tima. 1 Þá geta óvæntir atburðir eins og uppskerubrestur eða þjóð- félagsátök á stuttum tima breytt markaðsaðstæðum. Nægir i þvi sambandi að benda á átökin i tran nú nýverið og áhrif þeirra á efnahagsþróun i heiminum. Þvi er lögð á það áhersla að islenskur landbúnaður fullnægi þörfum þjóðarinnar fyrir þær búvörur, sem hér er unnt að framleiða. Við mat á öryggisgildi land- búnaðarins ber þó að hafa i huga að hann er að töluverðu leyti háður innfluttum rekstrar- vörum, s.s. oliu, áburði og kjarnfoðri. Unnt er að auka öryggisgildið til muna með þvi að bæta innlenda fóðurfram- leiðslu og auka notkun inn- lendrar orku við búvörufram- leiðsluna. Ekki hefur verið gerð full- nægjandi könnun á þvi hve margir hafa atvinnu við land- búnað, iðnað og vinnslu úr land- búnaðarvörum og þjónustu ýmiskonar. Ljóst er hins vegar að landbúnaðurinn er mjög mikilvægur atvinnugjafi um land allt og i sumum byggðum má heita, að atvinna fólks bygg- ist að mestu á starfsemi tengdri honum.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.