Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 46

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Síða 46
aðist skipshöfnin öll, eða 13 manns. Þríbýli var þá í Hjörsey og bjuggu þar — auk föður míns — Pétur Þórðarson, bóndi og alþingismaður og Guðmundur Jónatansson bóndi. Hjörseyingar hrintu fram báti, til þess að freista þess að bjarga skipverjum, en þá kom í ljós, að þeir höfðu komist í björgunarbát skipsins og Jón Guðmundsson í Skutulsey og mágur hans, Jón Grímsson, höfðu orðið fyrri til og hrundið út báti og tókst þeim að leiðbeina þýsku sjómönnunum gegnum skerja- garðinn til Hjörseyjar. Voru þessir þýsku sjómenn úr helju heimtir, og voru þeir hjá okkur í 8—10 daga, helmingurinn hjá foreldrum mínum, en hinn helmingurinn hjá Pétri Þórðar- syni. Þrjú ár í menntaskóla — svo til sjós Árin í Hjörsey liðu fljótt. Hjörsey var sérstakur heimur og þar var líf og fjör. Einkum á sumrin, þegar allt að 100 manns voru í eynni, en fleira fólk var þar þá, eða kaupafólkið. Þegar ég hafði aldur til, fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1928. Foreldrar mínirbrugðu búi í Hjörsey árið 1927 og fluttust til Reykjavíkur og þar hefi ég átt heima síðan. — Ég hafði ekki sérstakan áhuga á svonefndu langskóla- námi, heldur fór til sjós. Fyrst á togarann Tryggva gamla, en þar var þá skipstjóri Kristján Schram, mikill indælismaður, sem hann á ætt til. Ég hafði reyndar unnið ýmsa algenga vinnu í Reykjavík áður, verið á eyrinni og í byggingavinnu og róið á mótorbát, en eiginlega hófst sjómennskan á Tryggva gamla, en Alliance gerði hann út, ásamt mörgum öðrum togurum. 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Ólafur Sigurðsson, bóndi í Hjörsey, faðir Boga. Ég var þar að vísu ekki lengi, en er það minnisstætt þó. Eftir að verunni á Tryggva gamla lauk, eða nokkru síðar réði ég mig á línuveiðarann Fjölni, sem var gufuskip. Þar var Ólafur á Eldborg skipstjóri (Magnússon), sá kunni aflakóngur á síldveiðum. Ólafur var Vestfirðingur, sonur Magnúsar bónda og skip- stjóra á Sellátrum og síðar á Bíldudal. Þannig að þar var sjó- mannablóð í æðum. Lúðvíg C. Magnússon átti Fjölni og gerði hann út, en hann varð síðar skrif- stofustjóri hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Farmannapróf með skemmri skím — Það er dálítið örðugt að skil- greina hvað sköpum skiptir í lífs- hlaupi ungra manna, en þó hygg ég, að þegar ég réði mig a "Vestra frá Flateyri, en það var rúmlega 900 tonna flutningaskip, sem smíðað var í Englandi árið 1891 og keypt hingað til lands árið 1928 af Hf. Eimskipafélagi Vesturlands á Flateyri, hafi það haft mikil áhrif á framtíð mína. Skipstjóri þar var Rafn A. Sigurðsson, og síðar skipaeigandi, en Rafn er einn merkasti maður- inn í síðari tíma farmennsku okk- ar. Hann var maður sem vann sig til virðingar og mikils frama og var mikill maður á sjó og í landi. Skipið var í vöruflutningum milli fslands, Miðjarðarhafs- og Evrópulanda og kom við á mörg- um innlendum höfnum. Vestri var seldur til niðurrifs árið 1932, að mig minnir. Ég var á Vestra með Rafni í þrjú ár og segja má, að síðan hafi ég verið með honum á sjónum allt þar til stríðið braust út, eða árið eftir að stríðið byrjaði, en þá fór hann í land vegna veikinda. Varð ég þá 1. stýrimaður á skipi hans Kötlu (gömlu) og oft skipstjóri í afleysingum. Annars munaði nú minnstu að þetta færi dálítið öðruvísi hjá mér. Því svo var mál með vexti, að þegar ég var í Stýrimannaskólan- um, þá gengu Ólafur Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson og fleiri fyrir stofnun á nýju skipafélagi, eða félagi um kaup á skipi sem Columbus hét, en það var 1200 tonna gufuskip, smíðað í Noregi árið 1911. Og þetta varð að veru- leika. Ég gerðist hluthafi, þótt ég ætti nú ekki grænan eyri, en Guðmundur Bjamason klæðskeri lánaði mér út á andlitið 4000 krónur, sem var mikið fé, en pen- ingana notaði ég til hlutafjár- kaupanna. Ég átti að verða 2. stýrimaður, en skipstjóri varð Ámi heitinn Gunnlaugsson, mik- ill sjógarpur og lærður vel í sigl- ingum. En svo var Katla keypt í Noregi, þar sem hún var til viðgerðar og endurbóta, en hún hafði verið ávaxtaskip og var 1656 tonn og mjög gott skip (síðar Reykjafoss). Það var Eimskipafélag Reykja- víkur, sem keypti skipið, en Rafn A. Sigurðsson var aðalmaðurinn í því félagi og skipstjóri á skipinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.