Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 66

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Side 66
Á Ísafjarðarpolli um aldamótin ið lofsorði á hæfileika hans og væri því full þörf á, að rétta hon- um hjálparhönd. Einari Einarssyni og Sigurjóni Ólafssyni var falið að leita sam- skota hjá félagsmönnum.“ 4. desember hafði verið safnað kr. 209.- sem sent var frá Öldunni til Jóhannesar Kjarval. Þá var félagsgjaldið kr. 5.00, svo að þetta er sem svarar til 42 félagsgjalda, af þeim 60 sem þá voru í félaginu. Nú eru flest af okkar borgar- börnum skóluð í framhaldsnámi í útlöndum og mikið í Svíaríki, og skólast þau þar upp í sósíalering- unni, sem að mörgu leyti gæti verið góð, sé aðgát höfð. Það vantar oft hjá okkar ungmennum að líta raunhæfan samanburð hjá ríkidæmi Svía og fátæktinni hjá okkur. Allt á að geta gerst hjá okkur strax í samlíkingu við Svía, sem þó nú í dag eru að kikna undir útþenslu og kröfuspjöldum. Fæst af þessum ungmennum hafa verið í tengslum við atvinnu- vegina og síst þann atvinnuveg sem drýgstan skerf hefur lagt til menntunar þeirra, a.m.k. utan- lands. Það hefur ekki fylgt yfir- færslunni hvernig gjaldeyrisins var aflað. Ekki hafa listamennim- ir heldur munað, hvaðan þeim kom gjaldeyrir til að flytja inn trúða sína, stríplinga og Pavarotti í einkaþotu. Sjómannastéttin er orðin fá- menn stétt í þessu landi, þó hún skapi 70% eða meir af þeirri köku sem allir eru að rífast um að skipta, og því er ekki óeðlilegt að hugleitt sé hvort sjómönnum beri ekki að fá greiddar atvinnuleysis- bætur þann tíma sem skrifstofu- menn og stjómvöld ákveða að svipta þá atvinnu. Hvað skal til vamaðar? Gæti það ekki verið listrænt að nýta prentsvertuna, hljóðvarp og sjónvarp til þess að kynna fyrir okkar þróttmiklu æsku að við er- um íslendingar, sem búum á hjara 60 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ veraldar, og að langömmur okkar og afar þurftu stundum að eta leifar af steinbítsroðsskónum og leifar af hákarlinum til að halda í sér lífinu. Þessi framúrstefna sem auglýst var á síðustu Listahátíð er stórhættuleg fyrir íslenskt þjóðlíf. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti, en ekki gleypa bitann of stóran, svo hann standi ekki í okkur. Hljóðvarp og sjónvarp, sem klifað er á að eigi að vera hlut- laust, sem því miður er ekki, sýndi hlutleysi sitt á Sjómannadaginn með því að geta í fréttum hátíðar- halda sjómanna nokkrum orðum, en taka síðan allan fréttatímann undir frásögn af setningu Lista- hátíðar og þess sem þar fór fram. Fréttamaður Þjóðviljans kvað upp úr um það, sem fleiri listahá- tíðarmenn hafa efalaust hugsað. Hann taldi sjómenn betur komna út í hafsauga en við hátíðarhöld í landi. Þrátt fyrir þennan skilning for- ráðamanna Listahátíðar, að sjó- menn eigi að víkja fyrir lista- mönnum í hátíðarhöldum sínum, þá fórust forsætisráðherra svo orð í 17. júní-ræðu sinni er hann fjall- aði aðallega um fiskveiðar og fiskvinnslu, en nefndi aðeins nokkrum almennum orðum ílok- in, nauðsyn þess að efla menningu í landinu, ekki orð um Listahátíð sem þjóðinni væri bráðnauðsyn að halda árlega, fyrir stórfé. Ég er ekki dómbær á það hvað sé menning og hvað ekki, og ekki heldur hvað sé list og hvað ekki, en ég fann enga menningu og enga list í trúðum Listahátíðar né japanska striplingnum. Að mín- um dómi voru svonefndir fram- úrstefnumenn að spila með ís- lenskan almenning og láta hann borga fyrir það stórfé. íslenskt æskufólk er þróttmeira og gjörvulegra en það hefur nokkru sinni verið, en það er ein- hver strengur brostinn með þjóð- inni og Listahátíðin síðasta bar þess vitni. Daginn eftir að jap- anski striplingurinn dansaði ber- rassaður á Lækjartorgi og var sýndur í sjónvarpi, svo að þjóðin færi ekki á mis við þennan menn- ingaratburð, þá var ég að aka ofan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.