Gripla - 01.01.1977, Page 61

Gripla - 01.01.1977, Page 61
HVENÆR VAR TRISTRAMS SÖGU SNÚIÐ? 57 ummælum og slá ekki varnagla um heimildargildið. En að því leyti eru þessir póstar hér að framan frábrugðnir fyrrgreindu ritklifi, að það eru sjaldnast þýðendurnir sjálfir sem skýra frá því hver hafi beðið um verkið. Gefa verður því gaum hvar í handritunum eða textunum þessa vitneskju sé að finna. Formáli Stjórnar er varhugaverð heimild um bókmenntastörf við hirð Hákonar háleggs. Bygging formálans er frá- brugðin venjulegum formálagerðum og auk þess er þennan formála aðeins að finna í AM 226 fol. og AM 227 fol., en í NRA 60A, sem flutt hefur verið út til Noregs og ritað er með sömu hendi og AM 227 fol., hefur formálinn aldrei staðið.48 í Gyðinga sögu, ívents sögu og Maríu sögu má kalla þessa pósta baktitla; klausan í lok Elis sögu er einnig greinilega baktitilh Þekktar eru og þessar línur í lok Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd munk:49 Her lykr nu sogu Olafs konongs er at retto ma kallazt postoli norð- manna. þessa sogu ritaði oc setti oddr munkr til dyrðar þessom hinom agæta konongi oc til minnis þæim monnom er siðar ero oc til froðlæiks þæim monnum er vita vilia slik stormærki. þo at æigi se sagan saman sett með mikilli malsnilld. Baktitil þennan er ekki einungis að finna í De la Gardie no. 4-7 48 Um heimildargildi formálans að Stjórn hefur Selma Jónsdóttir fjallað í bók sinni, Lýsingar í Stjórnarhandriti (Reykjavík 1971), 49-53 og 54-60; hún vitnar fyrst til Ungers um brotið NRA 60A, sem hélt, að formálinn hefði staðið í innri dálki á haegri síðu brotsins, en síðan hefur Selma eftir Stefáni Karlssyni: ‘að brotið sé aðeins úr efsta hluta ytri dálks, og þar sem formálinn fylli um það bil Vs af ytri dáiki (auk innri dálks) í 226 og hálfan ytri dálk í 227, sem bæði séu með stærstu handritum, megi fullyrða að formálinn hafi ekki verið í NRA 60A. Er þannig bersýnilegt að skrifararnir að 227 hafa ekki látið formálann fylgja öllum eintökunum, sem þeir skrifuðu. Auðvitað verður ekki fullyrt, að formálinn hafi ekki átt að koma seinna (lýsing sögustafsins A í upphafi textans í NRA var aldrei fullgerð), en eins má vera að hann hafi ekki verið talinn óaðskiljanlegur hluti text- ans’, 51. Þessar skýringar geta skýrt nokkuð einn þátt í bókagerð skrifara á mið- öldum, en þær hrökkva ekki til að ákvarða heimildargildi formálans. Enn fremur eru útskýringar Selmu á hefðbundnum ritklifum bæði í formála Stjórnar og annars staðar byggðar á misskilningi. Ég vonast til að geta gert nánari grein fyrir bygg- ingu og heimildargildi Stjórnarformálans í væntanlegu riti um íslenska og norska rithefð á miðöldum. 49 Dela Gardie 4-7, 2rb. 36-40, sbr. CCN IV; sjá einnig, Saga Óláfs Tryggva- sonar af Oddr Snorrason munk, udg. af Finnur Jónsson (Kpbenhavn 1932), 242- 243, 261.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Gripla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gripla
https://timarit.is/publication/579

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.