Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Page 41

Eimreiðin - 01.10.1930, Page 41
eimreiðin SAGA ÚR SÍLDINNI 34S inu, gengur niður eftir bryggjunni, staðnæmist fyrir aftan gömlu konuna úr Vörinni, bítur í skroið og kallar: — Mamma, farðu að koma heim. En gamla konan heyrir ekki og hefur enn sálgað nokkrum' síldum, áður en hann ávarpar hana aftur: — Mamma, farðu að koma heim, ræfillinn þinn, — það er komið undir lágnætti. Þú drepur þig á þessu. Og það er til einskis hvort eð er. En gamla konan er upp úr því vaxin að anza framar nokkru þrefi og heldur áfram að kverka. — Skyldi kerlingin ekki ætla að gegna, segir maðurinn vi& sjálfan sig og grenjar síðan: — Hættu þessu bölvuðu ónytjubaksi og dragnastu heim áður en þú drepur þig alveg. En þegar hann sér, að hún virðir að vettugi bænir hans og skipanir, leiðist honum þófið, og hann grípur um slubbuga handarveslingana á móður sinni og tekur af henni hnífinn. Þá loks snýr gamla konan sér að honum, þótt með erfiðis- munum sé, og horfir á hann tinandi, grallaralaus yfir þessart óþekt í stráknum. Loks hreytir hún úr sér: — Fáðu mér kutann minn, Siggi. — Hvaða andskotans írafár er komið í þig, mamma, segir sonurinn, gengur nú snarlega að henni og dregur hana út úr þvögunni. Gamla konan streitist á móti og reynir að halda sér í tunnubarm, en alt kemur fyrir ekki, sonurinn er svo miklu sterkari, og tunnan veltur. — Reyndu að smánast héðan burt og komast í bælið þitt, áður en þú drepur þig, níræður auminginn upp úr körinni. Hana, styddu þig við handlegginn á mér. En móðirin streitist á móti og tautar: — Eg skal lúberja þig, Sigurjón, ef þú hættir ekki þessari bölvaðri óþekt og færð mér kutann. En sonurinn hélt áfram að drasla móður sinni nauðugri viljugri upp eftir bryggjunni, unz hún sá sinn kost vænstan að fara að honum bónarveginn: — Bíddu ögn við, Siggi minn. ... Heyrðu, Siggi minn, vertu ekki að halda fyrir mér kutageyinu mínu úr því síldin er komin. .. . Nú dugar ekki annað en hafa sig allan við.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.