Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 98

Eimreiðin - 01.04.1931, Blaðsíða 98
202 NÝTT ÍSLENZKT LEIKRIT eimreiðin fyrir honum fyrstu samverustundirnar þeirra, þegar hugur hans var op- inn fyrir fegurðinni, af því hann elskaði. Það smábirtir, en um leið eykst skilningur Hallsteins á sekt sinni: „Undarlegir heimar Ijúkast upP fyrir huga mínum. Skilningur vaknar á voðalegum efnum'1. Honum fer að skiljast, að hann sé aðeins munaðarlaust barn í hinni nýju tilveru, og að það er einmitt Dóra, sem ætlar að hjálpa honum yfir hrjóstrin, fylgja honum til fjalianna, þar sem útsýnið er óendanlegt og hvammarmr dýrðlegir. Þessi „Lífsins fjöll“ birtast í leikslok, og um leið og þau Hallsteinn og Dóra leggja af slað í áttina til fjallanna fögru, lýkur leikn- um með þessum orðum Dóru: „Leiðin er víst löng, vinur minn. Eg veit ekkert, hvað hún er löng, né hvað örðug hún kann að vera. En mer finst, að til fjallanna minna eigum við að reyna að halda“. Af þessum stutta útdrætti sést, að viðfangsefnið í leiknum er lífiÖ eftir dauðann: um það hvernig breytni vor hér í lífi skapi kjör þau, seW í vændum séu handan við landamærin — og um áhrif kærleikans á urn- hverfi sitt. Viðfangsefnið er því umfangsmikið og hásiðferðilegs eðlis. 011 viðburðaröð leiksins er til orðin svo sem til að leysa þetta viðfangs- efni, og í lausninni birtist bjartsýni á lífið og framhald þess, jafnvel þeiw til handa, sem verst fara með það. Þrír fyrstu þættirnir er forsaga þess atburðar, sem er þungamiðja leiksins: endurfundanna í fjórða þætti- Leikurinn er allur mótaður af lífsskoðun skáldsins. Eitt einkenni þeirrar lífsskoðunar er bjartsýnin. Annað einkenni þeirrar lífsskoðunar er bjarg- föst vissa um framhald Iífsins eftir likamsdauðann. Sumum er illa við lífsskoðanir, sem ná eitthvað út yfir hið sýnilega. Öðrum mun ef til viH finnast sem leikurinn sé alt of „tendentiös", hér sé verið að boða spiritisma, og ekkert annað. Auðvitað væri þetta svo sem engin goðga- Öll Ieikritaskáld, sem að hefur kveðið, hafa haft einhvern boðskap að flytja. En ég held engum geti blandast hugur um, að lausnin á viðfangs- efni leiksins í fjórða þætti sé miklu umfangsmeiri en svo, að henni verðt skipað í flokk með nokkurri einni stefnu í andlegum málum. Og hún er svo vel gerð, að hún getur engan hneikslað. Frá trúarbragðanna sjónar- miði er hún sönn, frá siðfræðinnar sjónarmiði er hún heilbrigð og f‘a listarinnar sjónarmiði er hún fögur. Prédikunartónninn, sem Diderot var svo hræddur við, verður að engu í látlausum og ástúðlegum leiðbein- andi orðum ungu stúlkunnar, sem er að taka á móti afvegaleiddum unn- usta sínum eftir Ianga útivist, og þó gætir í orðum hennar siðspek' þeirrar veru, sem sjálf hefur orðið að leggja mikið í sölurnar fyrir að öðlast reynsluna. Og fögnuður sá, sem Lessing talar um, verður hlut- skifti þetrra, sem leiknum hlýða, enda þótt efni hans fari út fyrir þaU takmörk, sem allur fjöldinn fær að jafnaði skynjað. Leikritaskáldskapur hefur stundum verið flokkaður í tvent: gleðileiÞ* og harmleiki. Fyr meir var venjan sú, að þeir sjónleikir, sem enduðu með dauða aðalpersónanna. voru taldir í flokki harmleikanna. En það er langt síðan að þessi skifling varð úrelt. Sjónleikahöfundar hafa fyrir löngu komið auga á það, að lífið er stundum sorglegra en sjálfur dauðinn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.