Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1940, Page 60

Eimreiðin - 01.01.1940, Page 60
46 í HAMINGJULEIT EIMREIÐIN' nú svona — það var ekki svo auðvelt hér i Reykjavík. En hvers vegna var hann þá hér? Mat hann það meira að lifa af annara brauði liér en vera þar, sem hann gæti séð fyrir sér að öllu leyti sjálfur? Gat hann sagt, að hann væri sjálfbjarga hér? Ætlaði hann ekki í atvinnubótavinnu i fyrramálið, til að taka upp grjót að nauðsynjalausu? Og átti ekki að borga honuni niutíu krónur um vikuna, ... en heima í Selási þjáðist gamall maður af sífeldum hósta, af því að hann gat ekki borgað vetr- armanni álíka upphæð í sex mánaða kaup. Lifði hann, Eirílair Karlsson, ekki í raun og veru af annara brauði? Lögðu ekki fátækir og ríkir sinn skerf til þess að greiða honum þetta fé, — og jafnvel Seláss-fjölskyldan þar með? Eirikur Karlsson starði út í myrkrið. Hann hafði færst úr öruggleika-ástandi hins óskynja manns, er hefur vanist því að láta aðra hugsa fyrir sig. Honum fanst sem laumast hefði A'erið aftan að sér i myrkrinu og hann klæddur úr fötunum. Var hann frjáls maður? Réttborinn elzti sonur þess bónda, er rétti úr bognu bakinu og fór að tala dulmál við drenginn sinn, þegar hann vissi, að nú mátti hann sópa sína ló, þegar honum sýndist, — því að hann og börnin hans þyrftu aldrei framar að hlíta fyrirmælum erlendra manna? Hafði hann hlotið ást- ina á frelsinu og virðingu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar á jafn einlægan hátt og faðir hans? Var hann elcki á einhverjum villigötum — og þeir í samtökunum? Hafði hann ekki mist sjónar af sjálfstæðinu? Voru þessir 1200 hraustu og reglu- sömu menn, er skjalfestu og auglýstu atvinnuleysi sitt, virki- lega sjálfstæðir? Var það þeirra hugsjón að lifa af eigin ramm- leik, — eða áttu þeir nokkra hugsjón? Voru þeir með þessu að stíga þau spor, er líklegust væru til að veita þeim frelsi og sjálfsforræði og verða þjóðinni í heild til blessunar? Voru þeir að lyfta undir byrðarnar á baki hinna örþjáðu manna, er í litlum sjávarþorpum og fábýlum fjalladölum báru sin eigin vandlcvæði, — eða voru þeir að auka á þær byrðar? — Eiríkur Karlsson er staðinn á fætur úr sófanum og farinn a® ganga um gólf. Hið þumbaralega sérgæðisöryggi hins „stétt- vísa“ manns er strokið af honum og hik skynjunarinnar komið i þess stað. Þetta gat alls ekki verið rétt með framfærslurétt- inn, eins og samtökin boðuðu, — og þó hafði hann tekið við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.