Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1946, Page 46

Eimreiðin - 01.07.1946, Page 46
190 FRÁFÆRUR OG YFIRSETA EIMREIÐIN mamma mín og mælti jafn blíSlega og fyrr: Þú liefur sofnað aftur- Klukkan er 20 mínútur gengin fjögur. Vertu nú einu sinni fljótur. Að svo mæltu fór liún aftur til lierbergis síns og lokaði burðinni á eftir sér. Ég liafði glaðvaknað við það að verða uppvís að því að svíkjast um og var nú eldfljótur í fötin, flýtti mér út og greip gamlan, ónýtan regnkápugarm, sem hékk bak við útidyrahurð- ina. Hljóp ég í skyndi til húss þess, sem ærnar voru í, en þær voru ætíð liýstar í liúsi, þegar rigning var, annars lágu þær í rimlakvíum- Opnaði ég húsið, þar sem ærnar lágu með sæta jórtri og vildu lielzt ekki fara út úr hlýjunni. Varð ég að fara inn og reka þær út með valdi. Þegar ég kom út, voru ærnar konmar á rás út af túninu nema ein svört að lit, dugnaðarskepna og afbragðs mjólkur- ær. Hún hafði brugðið sér út í túnið og stóð nú þar og úðaði 1 sig grasinu. Varð ég að sækja liana þangað sjálfur, því liún stóð framan í smalaliundi mínum. Við það blotnaði ég upp undir sokkaband, því þarna var þétt og bátt puntgresi. Rak ég ærnar í baga og sat þær til kl. 8, en þá kom ég heim, rennvotur og kaldur, fékk lieita mjólk og smurt brauð til að taka úr mér hrollinn, eii skyr og rjóma á eftir. Kl. 9 fór ég aftur með ærnar í liaga, ásanit Kjartani bróður mínuin, sem var 2 árum yngri en ég. Töldum við, að réttast mundi að sitja ærnar á svo nefndum Stöpum þenna dag, því þar mundu einnig verða smalarnir frá Berunesi, sem var næsti bær við Þernunes, þar sem við áttum heima. Fannst okkur betra í svona vondu veðri að vera margir saman. Væri þá fremur liægt að fljúgast á sér til hita. Komum við jafnsnennna í áfanga* stað, Berunessmalar og við. Varð þar mesti fagnaðarfundur. Smalarnir frá Berunesi hétu Bjarni og Jón. Var Jón 13 ára, e11 Bjarni 9. Nú bafði beldur stytt upp regnið. En komin var svarta þoka, svo varla sá yfir ærnar, þó í lióp væru. Töldum við ærnar eftir að liafa sameinað báða liópana, því komið gat fyrir, að ein ær gæti slæðzt eftir úr rekstri í liaga. En svo var eigi að þessU sinni. Ræddum við nú um, hvort eigi mundi réttast að flýja niður að sjó með ærnar. Þar var þokan ekki eins dimin, og þar gæ^1 sjórinn þeirra á einn veg. Auk þess var þar fjárliús, sem pabbi minn hafði sauði í um vetur. Gat verið gott að leita þar skjól' fyrir okkur, ef veður versnaði, en við því mátti búast. Aðeins eltt mælti liér í móti, sem var, að ef æmar voru í fjörunni og atlt þara, minnkaði í þeim mjólkin, og smjörið varð sama og ekkert-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.