Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1949, Page 51

Eimreiðin - 01.07.1949, Page 51
EIMREIÐIN gúrkurnar hans gamla drésa 203 Hugsið ykkur svo, hve öldungis forviða, hversu bálreiður og hve örvilnaður hann varð, er hann uppgötvaði morguninn eftir, begar hann var að koma til gróðurreitsins, að gúrkunum f jörutíu hafði verið stolið frá honum um kvöldið. Til að spara frekari utlistanir læt ég nægja að segja, að hann varð, eins og Gyðingur- Rin hjá Shakespeare, gripinn liinu hörmulegasta æðiskasti og eildurtók þessi hræðilegu orð Sliylocks: »Ó, að ég næði í þig, ef ég bara næði í þig!“ En svo fór hann að íhuga málið, með kaldri ró, og komst að beirri niðurstöðu, að eftirlætisgoðin lians gætu ekki að svo komnu yerið í Rota, þorpinu, sem liann bjó í, þar eð ókleift mundi vera að hafa þ ær þar á boðstólum, án þess að eiga á liættu, að þær bekktust, og þar eð gúrkur voru þar auk þess í mjög lágu verði. nÞær eru í Cadiz, svo sannarlega sem tveir og tveir eru fjórir!“ ub'ktaði hann eftir nokkra umhugsun. „Bannsettur þorparinn, bjófurinn, hefur rænt mig í gærkveldi klukkan níu eða tíu og sloPPÍð með þær um miðnætti í vörubátnum. Ég fer nú undir eins til Cadiz með áætlunarbátnum, og svei mér þá ef mér tekst ekki að klófesta þjófinn og ná aftur afurðum vinnu minnar“. Að svo mæltu var hann enn um stund á stjái í námunda við staðinn, þar sem ódæðið hafði verið framið, svo sem væri hann gæla við jurtirnar, sem nú var búið að skerða, eða að telja, llve margar gúrkur vantaði, eða að leggja niður fyrir sér einliverja Seigvænlega refsing u til handa sökudólginum, en klukkan átta lagði hann af stað til bryggjunnar. Áætlunarbáturinn var næstum ferðbúinn. Þessi lítt ásjálegi hátur fer á hverjum morgni áleiðis til Cadiz stundvíslega klukkan 11111 °g flytur farþega, alveg eins og vörubáturinn fer á hverri n°ttu um miðnætti, með farm af ávöxtum og grænmeti. í*ennan morgun um hálf-ellefu leytið nam Drési gamli staðar ^yrir framan grænmetisborð á markaðstorginu í Cadiz og sagði letilegan lögregluþjón, sem stóð þar lijá: «Þessar gúrkur á ég. Takið þennan mann fastan!“ Hg hann benti á kaupmanninn. »Taka mig fastan!“ hrópaði kaupmaðurinn steinliissa og liinn ^efasti. »Ég á þessar gúrkur. Ég keypti þær ...“. »Há geturðu komið og sagt það fógetanum“, svaraði Andrés.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.