Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.10.1956, Blaðsíða 66
298 EIMREIÐIN það land og kynnast því fólki, sem honum verður liugsað til með þessum lrætti. Víst er svo. í lokaerindinu í kvæðinu Út- laginn, sem ort er til Fjallkonunnar, er niðurstaðan þessi: „Mér lifir í huga sú hamingjustund, þá liníga fer sól mín að viði, að fá þó að lokum að gista j)á grund, er græðir til fulls mína saknaðarund, og blunda við hrjóst þín í friði." Auðna ræður, hvort honum verður að von sinni, en gaman hefði verið að geta átt þátt að þeirri fullnæging óskanna. Að síðustu er hér svo smákvæði, Bænin, eins konar niðurstaða, einlæg og hispurslaus: „Ó lát mig, faðir, farast, ef j)ú vilt, og fley mitt rifið skolast upp á sand! Að lúta þér er lífsins barni skylt, hvort lánið ber til hafnar eða í strand. Ó lát mig, herra, hultan, ef þú vilt, og heilli skútu minni sigl í naust. Með vilja þínum verður hafið tryllt. A vindinn hastar ein ])ín föður-raust. — En hvort sem líf mitt frelsast eða ferst, og far mitt heimtist eða bíður grand, með eigin hönd á stjórnarvöl ég verst og veikum knerri stefni beint í land.“ Páll Bjarnason hefur unnið merkilegt verk með þýðingum sínum. Þar er um að ræða kynningu á íslenzkum skáldskap, sem bæri að verðlauna, til dæmis með því að ríkisstjórnin keypti upplagið af bókinni og léti hana í té þeim útlending- um, einstaklingum og stofnunmn, er kynnast vildu bókmennt- um okkar eða útbreiða þekkingu á þeim. Með ljóðum sínum á íslenzku hefur Páll ótvírætt hlotið sess meðal íslenzkra skálda og unnið sér þegnrétt meðal okkar þjóðar á efri árum, þ° að hún hafi aldrei séð hann. Fyrir það ber að þakka, og þai'' skyldi launað með ríflegri fjárveitingu einu sinni, sem nægt gæti til þess að hann gæti, ef heilsa og atvik leyfðu, ásamt konu sinni, lifað þá stund, sem útlaga allra alda hefur um dreymt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.