Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1963, Page 14

Eimreiðin - 01.01.1963, Page 14
2 EIMREIÐIN Ef athuguð eru nánar þau dæmi, sem Russell velur til að vekja athygli á gagnstæðum úrskurðum um mikilvægt, heimspekilegt umhugsunarefni, verður fljótt ljóst, að þau geiga verulega um það að vísa til sinnar áftar livort. Skáldið leggur sína tilþrifamiklu lýsingu á tign mannsins í munn persónu, sem er ein hin fyllsta ímynd mannlegs getuleysis í greipum örlaga, sem eiga innri rætur. Og ekki gengur skáldið skemmra en stjarnfræðingurinn, þegar Hamlet fer að velta fyrir sér ,,með rnestu hæversku“ hvaða gagn væri hægt að hafa nú af því, sem eftir kann að vera af sjálfum Alexander mikla. Hann er orðinn að rnold, moldin breytist í leir og úr leirnum mætti e. t. v. gera tappa í öltunnu. Og grafarinn í kirkjugarðinum kann ráðningu á gátu mannsins: Reku, pál og hjúp um hold heimtar lífs vors gáta, og svo rúm hjá maðk í mold, mikið er ei að láta. A hinu leitinu er augljós, innri mótsögn fólgin í því mati, sem stjarnfræðingurinn er borinn fyrir. Um leið og hann ákvarðar eðli og stöðu mannsins á þann veg, sem Russell lætur liann gera, ber hann því vitni, að sá hugur, sem kviknað hefur í þessurn jarð- neska hégóma, rúmar stóran heim, mælir geimana, telur vetrar- brautir, rekur lögmál, ögrar þessu ægilega bákni, sem ómerkilega plánetan er hluti af, með því að undrast það en heimta jafnframt að skilja það, kanna það og skýra og reyna að skipa því öllu, yzt sem innst, niður með viðráðanlegu móti í sínum litla, innri heimi. Þannig hefur matið á manninum löngum verið mótsagnakennt og er það í sjálfu sér ekki tiltökumál. Mið og mælikvarðar eru með svo mörgu móti. Frá upphafi hugsunar hafa öfgar togazt á í barmi mannsins, sjálfsvitund hans hefur ýmist hnigið eða stigið. Hann hefur alltaf vitað það, að hann var smár og vanmegna í stórum heimi, er býr yfir reginöflum og duldum rúnurn, alltaf vitað, að dauðinn er á næstu grösum og að enginn fær varizt honum. En jafnframt hefur hann vitað með sér, að hann gat reist rönd við ákvæðum náttúrunnar að vissu marki, hann hefur numið veröld sína með hjálp vitsmuna sinna og í huga sér eignazt aðrar veraldir, sem voru rýmri en heimskringlan og liærri en stjörnurnar. Hann hefur staðið í sporum Matthíasar við Dettifoss og hrollur farið um hann yfir hamremmi hins blinda afls, en ekki getað að sér gert
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.