Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 62
EIMREIÐIN og sanngirni. (Orðin sjálf skipta hér ekki máli: Ef einhver vill kalla hugtakið, sem nú er nefnt ,jafnrétti‘, ,jöfnuð‘ og öfugt, brýtur hann ekki í bág við reglur réttrar hugsunar, þó að hann verði þá að vísu að gera sjálfum sér og öðrum grein fyrir þessu orðavali. Annað er, ef hann ruglar saman hugtökunum, sem orðin eru höfð um. Þá er synd hans mikil.) Að vera frjáls er að ráða sér sjálfur, að vera laus við af- skipti annarra, og þar breytir það engu, hvort maðurinn er ríkur eða fátækur. Vel má vera sanngjarnt stundum að jafna aðstöðu manna til þess að notfæra sér slíkt frelsi, en þá ber líka að kalla það ,sanngirni‘, en ekki ,frelsi‘. Það veldur einungis hugsanavillum að fara að beita orðum, sem höfð eru um tiltekin hugtök, um önnur. Svipaða sögu er að segja af hugtakinu jafnrétti. Ekki er unnt að samsama það jöfnuði eða jöfnun. Vesturlandamenn nefna þau sjálfsögðu sannindi, að styðja verði sérhvern greinarmun á mönnum stoðum haldbærra raka, ,jafn- rétti'. Jöfnuð' má hins vegar nefna þær aðstæður, þar sem enginn greinarmunur er gerður á mönnum. Enginn maður hefur leyfi til að taka slík orð traustataki og gefa þeim aðra merkingu og ólíka, nema fyrir því sé gerð rækileg grein. Að vestrænni málvenju væri miklu nær að lcalla það, sem kommúnistar eiga við, er þeir tala um ,lýðræði‘, ,öreigaræði‘ eða ,jöfnunarstjórn‘. Og einni mótbáru er rétt að mæta, áður en henni verður hreyft. Ég er ekki að deila við kommúnista um orð eða einhverja einkaskilgreiningu mína, heldur hugtök. ,Frelsi, ,jafnrétti‘ og ,lýðræði‘ eru orð, sem hafa merkingu í máli Vesturlanda- manna, vísa til tiltekinna hugtaka. Ef menn hafa aðrar hugsjónir að leiðarljósi, ber þeim að nefna þær réttum nöfnum, en rugla ekki sam- an við önnur í áróðursskyni. En reyndar eru sviknir peningar algeng- astir í'myntsláttu marxista: Fimmeyringurinn er kallaður króna, skild- ingarnir skekktir og skældir, hugtökin teygð og toguð. Þeir sýna vel og sanna vísuorðin meistara síns, Mefistófelesar, í Fást: Pví einatt má á orðum stikla, einmitt þegar hugtak geymir veilu. Með orðum má halda uppi deilu, með orðum byggja upp kerfin hcilu. Á orð er fyrirtak að trúa. 5. Hvernig má renna stoðum undir lýðræði sem rétta stjórnskipun? Orða má aðra spurningu: Hvers vegna kalla allir stjórnmálastefnu sína lýðræðislega? Hvað laðar menn svo að lýðræði? Berum saman 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.