Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 98

Eimreiðin - 01.07.1975, Blaðsíða 98
ÉIMREIÐIN rakari, þá eru smábæir mjög vondir staðir. Maður veit of mikið um ná- ungann. En auðvitað veit maður ekki neitt. Petta sem maður veit eru að- eins ytri atriði, aukaatriði sem samt geta orðið mjög þung á metunum. T. d. vissi ég ýmislegt um manninn sem ég var að kveðja, ýmislegt sem ég hefði ekki þurft að vita og hefði kannski betur ekki vitað. Ég vissi að hann hafði drukkið svolítið, eitthvað fiktað við eiturlyf og kynvillugrunur hafði legið á honum lengi. Ekkert af þessu hafði samt verið mjög alvar- legt að því er ég best vissi. Ég held að hann hafi aldrei verið dæmdur fyrir nein slík brot. Hvernig stóð á því að hann fór að tala við mig sem hafði ekki talað við hann í nokkur ár? Pað var langt síð- an ég sagði honum frá því sem mig langaði til, mig undraði að hann skvldi ekki hafa gleymt því. Gat það verið þess vegna? Varla. Það kom að vísu fyrir að ég skrifaði dóm um eina og eina ljóðabók ef mér fannst bókin þess virði. Hann hafði sjálfur gefið út ljóðabók fyrir fáum árum, ég hafði ekki skrifað um hana. Ekki vegna þess að hún væri ekki þess virði heldur vegna hins að hún var of erfið við- fangs, ég treysti mér þá ekki til að gera henni þau skil sem hún hefði átt skilið. Tveimur árum seinna tók ég hana fyrir aftur og skrifaði um hana það sem ég þurfti fyrir bókina mína. Ég hafði mikið lært á þessum tveimur árum. Og kannski einmitt þess vegna vissi ég meira um hann en hollt var. Ég vissi t. d. að ef bók- in væri sönn þá segðu hinar almennu upplýsingar, þetta sem ég minntist á áðan, mjög lítið um manninn. Bókin var eins og landakort af hluta af vitund hans. Kort, ekki land- ið sjálft, það var inni í honum sjálf- um. Þegar ég var búinn að brjóta bók- ina upp og skilja hana þeim skiln- ingi sem mér var gefinn, leið mér dá- lítið illa og ég átti mjög erfitt með að skrifa kaflann um hana. Ekki vegna þess að ég hefði svo lítið um hana að segja, þvert á móti, ég hafði of mik ið að segja en það sem ég hafði að segja var óhugsandi að væri um lif- andi mann. Skáldið hlyti að hafa dá- ið stuttu eftir að það lauk við bók- ina. Pannig kom mér þetta fyrir sjón- ir. Núna, þegar ég fer að hugsa um það man ég að seinustu tvö til þrjú skiptin, sem við sáumst og heilsuð- umst fannst mér hann heilsa eitthvað öðruvísi en hann hafði gert áður. Pað var eins og hann vildi segja eitthvað meira með kveðju sinni en aðeins að heilsa. Ég tók eftir því en ég hugsaði ekki mikið um það. Kannski fannst honum ég líka vera öðruvísi en áð- ur, ég veit það ekki. En ég veit að eftir að ég var búinn að brjóta upp bókina leit ég á hann öðrum augum en ég hafði gert áður. Og ég get ekki neitað því, að það bærðist alltaf eitt- hvað innra með mér sem ég réð ekki alveg við þegar ég sá hann. En slíkt gerðist líka hjá svo mörgum öðrum af ýmsum öðrum ástæðum. Skyldi ég eiga eftir að komast að því hvers vegna hann ávarpaði mig? * Nætur og daga hugsaði ég oft um hann. Ég gerði mér í hugarlund stór samtöl sem við ættum saman um öll þessi efni sem ég varð að eiga eintal við sjálfan mig um. Ég ímyndaði mev að þarna væri einmitt kominn maður- inn sem ég hefði alltaf beðið eftir. En dagarnir liðu og við hittumst ekki og ég hafði ekki kjark í mér til að setja mig í samband við hann. Þegar eg settist að minni vinnu (ég á við það 274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.