Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 110

Uppeldi og menntun - 01.01.1996, Page 110
KYNFERÐI, JAFNRÉTTI OG ÞROSKI BARNA Kenningar, sem teljast til atferlisstefnu, og svokallaðar námskenningar beina athyglinni að lærdómi, væntingum og áhrifum fyrirmynda. Börn eru talin læra kynbundna hegðun vegna þess að þeim er umbunað fyrir hegðun sem telst „rétt" eða viðeigandi en fá neikvæð viðbrögð við óæskilegri hegðun, og einnig með því að taka einstaklinga af sama kyni sér til fyrirmyndar. Vitþroskakenningar leggja áherslu á að þróun kynferðisvitundar sé tengd almennum vitþroska og sé vitrænt aðlögunarferli. Samkvæmt rannsóknum gera börn sér snemma grein fyrir því að þau eru af ákveðnu kyni en það er ekki fyrr en nokkru síðar, eða á aldrinum fjögurra til sex ára, að þeim er orðið ljóst að kynferðið er varanlegt, fram að því finnst t.d. stúlkunni vel koma til greina að hún verði strákur á unglingsárum eða karlmaður sem fullorðin (sjá Bee 1995:301, Serbin o.fl. 1993:3). Grundvallaratriði er að börnin öðlast skilning á því að um tvö kyn er að ræða og að þau tilheyra öðru kyninu, og verða þar með mjög áhugasöm um að læra hvernig þeim beri að hegða sér í samræmi við þær upplýsingar. Nýlegar kenningar hafa verið nefndar „kynskemakenningar" og taka þær mið af bæði námskenningum og vitþroskakenningum og styðjast við nokkuð umfangs- miklar rannsóknir. „Kynskema" táknar alla vitneskju og hugmyndir einstaklings um kynferði og hvað felst í því að vera af ákveðnu kyni. Kynskemað þróast með nýrri vitneskju og auknum skilningi. Þegar börn átta sig á því að fólk skiptist í tvo hópa eftir kyni fara þau að tengja ákveðna hluti og hegðun við hvorn hópinn um sig. Slíkt gerist um tveggja ára aldur eða jafnvel fyrr og um fjögurra ára aldur virðast þau hafa öðlast nokkuð stöðugar - og jafnframt staðlaðar - hugmyndir um fólk af eigin kyni, hvernig það hegðar sér og klæðir, hvað því finnst skemmtilegt o.s.frv. Síðar öðlast þau svipaðar hugmyndir um gagnstætt kyn og vitneskjan fer að verða sveigjanlegri. Þær grundvallarhugmyndir, sem börn hafa um „sinn hóp" og eigið kynferði á hverjum tíma, virðast hafa mjög víðtæk áhrif á afstöðu barnanna og langanir. M.a. vilja þau yfirleitt frekar leika sér við börn af sama kyni og þau sjálf en af gagnstæðu kyni. Þeim finnst eigið kyn merkilegra en gagnstætt kyn (Serbin o.fl. 1993:9-10). Einkum er áberandi að 6-12 ára börn sækjast eftir að vera í aðgreindum hópum og eru gjarnan mjög fordómafull í garð hins kynsins. Þau virðast vera upptekin af því að finna út hvaða reglur gilda um eigin hóp og læra að fara eftir þeim. „Kynskemað" þróast og breytist með auknum þroska barnanna. Viðbrögð og væntingar umhverfis hafa áhrif á þróunarferlið en nægja ekki til að útskýra það. Vitræn ferli eru einnig að verki. Þær reglur, sem börn gera að sínum, eru einfaldar og háðar stöðluðum ímyndum í byrjun en verða síðan sveigjanlegri og er það þróunarferli háð vitþroska, eða skilningi á því að kynhlutverk þurfa ekki að vera bindandi (Bee 1995:306, Serbin o.fl. 1993:17). I þeim kenningum og rannsóknum, sem hér hefur verið minnst á, koma fyrir mörg hugtök sem tengjast þróun kynferðisvitundar. Hugtökin kynhlutverk og staðlaðar ímyndir um kynhlutverk koma oft við sögu. Margar rannsóknir leitast við að varpa ljósi á „kynmótun" (sex typing eða gender typing) eða það hvernig kyn- bundin hegðun og viðhorf þróast. Staðlaðar ímyndir, sem tengjast kynferði, eru yfirleitt gagnrýndar þar sem álitið er að þær geti hamlað þroskamöguleikum ein- staklinga (sjá m.a. Martin o.fl.1990). Ef rammarnir eru of þröngir fær einstakling- 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.