Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 173

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Side 173
KRISTÍN HALLA JÓNSDÓTTIR MAÐURINN SEM UNNI TÖLUM EINUM Paul Erdös fæddist í Búdapest árið 1913 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru gyð- ingar sem kenndu báðir stærðfræði í framhaldsskóla. Um það leyti sem sonurinn fæddist voru gyðingar aðeins um fimm hundraðshlutar af ungversku þjóðinni, en voru miklu stærri hluti landeigenda, menntamanna og fjármálamanna. í fyrri heims- styrjöldinni, þegar Erdös var kornungur, var faðir hans tekinn höndum og sendur til Síberíu þar sem honum var haldið föngnum í sex ár. Hoffman greinir frá því að í stríðslok hafi móðir Erdös ekki vitað hvort bóndi sinn væri lífs eða liðinn, en hann var sem betur fer einn þeirra heppnu sem komust aftur heim (67)? Hoffman segir frá uppvexti Erdös í Búdapest og þar kemur fram hve lífsbarátta gyðinga var erfið á þessum árum og hvernig þeim var haldið niðri af stjórnvöldum í Ungverjalandi. Til dæmis var sá fjöldi gyðinga sem mátti stunda háskólanám mjög takmarkaður og í engu samræmi við fjölda menntamanna úr þeirra röðum. Erdös fékk inngöngu í háskóla í Búdapest sem sigurvegari í landskeppni í stærðfræði 17 ára gamall enda var sú frammistaða nægjanleg til þess að litið var fram hjá því hverrar trúar hann var. Erdös útskrifaðist með doktorspróf í stærðfræði fjórum árum síðar (71). Árið 1934 fór Erdös frá Ungverjalandi og dvaldist næstu fjögur árin í Englandi sem styrkþegi við háskóla í Manchester. Hann heimsótti oft aðra þarlenda háskóla m.a. í Cambridge þar sem hann kynntist hinum fræga breska stærðfræðingi G.H. Hardy, frumkvöðli á sviði nútíma talnafræði. Á þessum árum átti Erdös sér draum að komast til Göttingen, þar sem vagga þýskrar stærðfræði stóð, en honum var ekki óhætt að láta draum sinn rætast vegna fasismans sem var að líta dagsins ljós (78). Hann fór hins vegar oft á ári heim til Ungverjalands, enda var hann haldinn mikilli heimþrá. Árið 1938, þegar Austurríki gafst upp fyrir Hitler, tók þó fyrir þessar heimsóknir því Erdös taldi sér ekki lengur óhætt í föðurlandi' sínu. Hann átti ekki afturkvæmt til Ungverjalands fyrr en á árinu 1948 vegna þess stjórnmálaástands sem þar ríkti. Erdös fluttist til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði rannsóknir, ferðaðist víða og hélt fyrirlestra (96). Hann var alls staðar kærkominn gestur meðal stærðfræðinga og hafði mörg járn í eldinum í samvinnu við þá. Þótti þá, og þykir enn, mikill faglegur heiður að hafa birt fræðigrein með Paul Erdös. Hoffman segir í bókinni frá kynnurn Erdös af mörgum frægum stærðfræðingum á þessum árum, t.d. mengjafræðingnum Stanislaw Ulam, sem Erdös hafði raunar fyrst hitt í Cam- bridge, og rökfræðingnum Kurt Gödel sem glímdi við sjálfar undirstöður stærð- fræðinnar. Ulam átti síðar eftir að minnast Erdös með innilegu þakklæti og einlægri aðdáun í æviminningum sínum og þar kemur fram að það hafi einkennt fram- göngu Erdös í samskiptum við aðra stærðfræðinga að vilja leggja þeim lið, vekja með þeim metnað og hvetja þá til dáða.3 4 Ulam vissi að allan þann áratug sem Erdös komst ekki heim til Ungverjalands var hann með heimþrá og leið afar illa af þeim sökum. Hann hafði miklar áhyggjur af ástkærum foreldrum sínum á þessum tíma, einkum eftir að síðari heimsstyrjöldin braust út (96). Paul Erdös var eina barn foreldra sinna sem náði fullorðinsaldri, en tvær dætur, 3 Hér og í framhaldi greinarinnar er vísað til blaðsíðutals í bókinni The man who loved only numbers. 4 Adventures of a Mathematician Stanislaw Ulam. Útg. Charles Scribner's Sons, USA, 1983. 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.