Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1929, Blaðsíða 11

Ægir - 01.07.1929, Blaðsíða 11
ÆGIR 145 Og vegna undirvigtarinnar og annara galla, sem þú telur sjálfsagða á þessum stað skal ég enn bæta þessu við: Þegar við Helgi Guðmundsson vorum í Valenzia i vor, gengum við inn eftir pakkliúsi, þar sem opnir fiskpakkar lágu til og frá á gólfinu. „Þarna er Aust- fjarðarfiskur“ sagði ég og benti á einn pakkann. „Nú, hvernig veistu það“, sagði Helgi. „Jú, fiskurinn er hvítari og fallegri en hinn Labradorfiskurinn, og ég þekki austfirskan „pækilfisk“ Við kiptum svo umbúðunum undan pakk- anum, og fundum þar hornmerki al- þekts manns hér á Austurlandi, sem kassasaltar allan heimaveiddan fisk sinn. Við fundum ekki nema fjóra pakka af Austfjarðarlabra, alla kassa- saltaða, frá sama manni, og þeir héldu allir fullri uigt. Við vigtuðum nokkra pakka af Labradorfiski úr öðrum landshlutum, en úr sama skipi, og þeir voru allir með dálitilli undirvigt Fisk- ur þessi kom til Valenzia í janúar, og hafði þvi legið þar kringum þrjá mán- uði. „Þetta er nú rétta sagan af pækilsölt- uðum fiski“, svo ég noti þin orð, Ás- grímur minn, og þó min saga sé ekki samhljóða þinni. Ég gjörði nokkra grein fyrir því í 3. tbl. Ægis að ég' áliti ekki kassasöltun koma i bága við auglýsingu stjórnar- innar frá 23. mai 1922. Ég skal árétta það nokkuð. 1 auglýsingunni er þess hvergi getið, hvers konar fisk eigi að telja pækilfisk. En meiningin með aug- lýsingunni hefur aldrei getað verið önnur en sú, fyrst og fremst, að fyrir- byggja útflutning á fiski, sem væri skemdur með pækilsöltun. Og orðalag auglýsingarinnar liggur beinast við að skilja svo, að liún nái til fiskjar sem er eingöngu saltaður í pækli. Ef átt er við eitthvað annað, þá er hugtakið orð- ið afskaplega teygjanlegt. Meira að segja svo, að þá má með talsverðum rétti kalla allan saltfisk pækilfisk. Það eru ekki saltkornin sem fara inn i fisk- inn, þó staflasaltaður sé, heldur að eins saltpækill, sem myndast við vatnið úr fiskinum sjálfum, liann hefur því i rauninni saltast „í pækli“. Ég býst ekki við að þú viljir samt kalla þennan fisk pækilfisk, það gjörir víst enginn, og þó væri nokkur ástæða til þess. Ég get heldur ekki. fallist á að annar fiskur sé pækilsaltaður en sá sem er eingöngu saltaður í pækli (þ. e. í þéttu íláti). .Tafnvel þó þú, eða einhverjir aðrir vilji fara svo langt, að telja þann fisk pækil- saltaðan, sem að hálfu væri saltaður i legi en að hálfu i stafla, því nær það ekki til kassasöltunarinnar, sem ég skýrði frá, því þar á fiskurinn að salt- ast í kassa í 2—3 daga og síðan í stafla 10—12 daga (en var reyndar, við til- raun mína, heilan mánuð i stafla). Það er þvi fjarstæða að telja slíkan fisk pækilsaltaðan þó hann stundum sé kallaður það, til aðgreiningar frá fiski, sem aðeins er saltaður i stafla. Annars á orðhengilsháttur, að minni livggju, engu að ráða i þessu máli, og mér er alveg sama hvaða nafn er haft á þessum fiski, en það gefur ekki rétta hugmynd um hann að lcalla liann pæk- ilsaltaðan. Þó ég líti svo á, að auglýsing sljórn- arinnar hindri á engan hátt verkun eða útflutning á þeim fiski, sem við liöfum rætt mest um (nfl. kassasaltaða fisk- inn) þá verð ég þó að lýsa því vfir, að ég er á gagnstæðri skoðun við þig um efni hennar. Ég álít liana gagnslitla og jafnvel til hins verra. Við höfum stund- um orðið að ráða úr meiri vanda en þeim, að ákveða i liverju einstöku til-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.