Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.1934, Blaðsíða 15
ÆGIR 101 Skýrsla erindrekans í Austfirðingafjórðungi, frá áramótum til 1. apríl 1934. Eins og að undanförnu hefur þorsk- veiði lítið verið stunduð tvo fyrstu mán- uði ársins. Þó hafa árabátar á Norðfirði og Fáskrúðsfirði, síðan um áramót, stöð- ugt stundað þorskveiði innfjarðar. Hefur sjaldan verið um mikla veiði að ræða, en þó hafa þeir, er stöðugt hafa stund- að »reitt« nokkuð. Aftur á móti hefur lítið veiðst í Mjóafirði nú, en undanfar- in ár hefur þar verið talsverð þorsk- veiði á vetrum. Mikið af innfjarðaaflan- um er notað til heimaneyzlu og kemur því ekki á aflaskýrslur nema að litlu leyti. Engu að síður, hefur þetta talsverða þýðingu fyrir afkomu þeirra manna, er þessa veiði stunda. Feir skapa sér at- vinnu á þeim tíma, þegar litið eða ekk- ert annað er til að starfa. Aflamagn hef- ur verið minna í fjörðum inni nú en undanfarna vetur vegna minni síldar- gengdar. Það er að eins á tveim fjörð- um, sem innfjarða-þorskveiði hefur ver- ið stunduð að þessu sinni, svo nokkru nemi, en gera má ráð fyrir að engu síð- ur hefði mátt afla svipað í fleiri fjörð- um, þar sem síldin hefur gengið í firð- ina, t. d. á Eskifirði, en þar hefur síld veiðst af og til frá áramótum og fram yfir miðjan marz. Þorskveiði á vélbátum byrjar ekki að marki fyr en bátarnir fluttu til Horna- fjarðar og Djúpavogs. Að vísu veiddist nokkrum sinnum í janúar, talsvert af þorski í herpinætur á Norðfirði, þá er kastað var fyrir síld. Veiddist mest 10— 12 skp. í kasti á þennan hátt, en þetta kom sjaldan fyrir. Til Hornafjarðar fóru fyrstu bátar um 25. febrúar, en tæpast er hægt að telja, að veiði byrji þar fyr en í marzmánuði. Frá Hornafirði stunda nú 23 vélbátar og eru 20 af þeim aðkomnir. Einn af Hornafjarðarbátunum fórst með allri á- höfn í fyrstu sjóferðinni, er hann fór, en það var skömmu áður en aðkomubát- arnir komu suður þangað. Tala þeirra báta er veiði stunda af Hornafirði í ár, er sama og í fyrra, en nú eru bátarnir stærri (fleiri yfir 12 lesta). 3l/s er veiði talsvert meiri en á sama tíma árið 1933. Má þó segja, að afli hafi verið fremur tregur, það sem af er Hornafjarðarver- tíð, en gæftir hafa aftur á móti verið góðar. Loðna hefur lítið veiðst þar, það sem af er vertíðinni, ekki nálægt því nægilegt til að fullnægja beituþörfinni og hefur því orðið að flytja nýja síld frá Eskifirði — (en þar veiddist síld fram yfir miðjan marz) eða frysta síld, til Hornafjarðar til beitu. Af Djúpavogi stunda nú veiði 7 vél- bátar, allir aðkomnir frá Norðfirði. — Sá áttundi frá Seyðisfirði nýkominn. — Veiði þar byrjaði ekki fyr en í marzm. Djúpavogs- og Fáskrúðsfjarðarbálar, sem sótt hafa afla sinn að mestu leyti suður að Hvítingum á Lónsvík, hafa meiriafla að liltölu við róðrafjölda, en bátar þeir er veitt hafa frá Hornafirði. Einn útilegubátur stundar veiði fyrir Suðausturlandi á þessari vertíð. Hefur hann aflað lítið. Ekki meira en minni bátar, er stundað hafa frá landi. Beiiuflutningur og beitulegsi. Eitt af þvi athyglisverðasta við útgerðina á vetr- arvertíðinni er beituspursmálið. Að Horna- fjarðarúthaldið hefur oft gefið sæmilega útkomu, þrátt fyrir litla veiði, kemur ekki sízt af því, hve bátar sem þaðan stunda hafa haftlítinnbeitukostnað. Hafa þeir að mestu veitt beitu sína sjálfir. (Loðnu og annað síli). I fyrra veiddist

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.