Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 10
Æ G I R 68 taka sig sainan, þegar september lauk. Fyrstu dagana í október mátti sjá fjölda vermanna meö klyf jaða hesta, er allir voru á leið í veri'ð. Sjómenn komu víða að úr Húnaþingi og stefndu fleslir út á Skaga, því að þá var þar ein helzta verstöð á þeim slóðum. AðJiúnaður vermanna í þann tima var oft ærið bágborinn, og öryggið á sjónum lítið eða ekkert. Oft vantaði báta nauð- synlegasta farbúnað, og lilutust því eigi ósjaldan slvsfarir og lirakningar fyrir þá sök. Ætla ég nú að skýra frá einum slílc- um sjólirakningi, og' valdi ég þann, sem hér fer á eftir vegna þess, að hann vakti nokkra undrun víða um land á sínum lima. Frásögn mín styðst að mestu leyti við fréttapistil i I. árg. Miimisverðra tíð- inda, og er skrifaður af Magnúsi Slej)- liensen. Haustið 1796 lcom, ásamt mörgum öðrum til sjóróðra út á Skaga, Erlendur nokkur Guðmundsson bóndi að Holtastöð- um í Langadal í Húnavatnssýslu. Erlend- ur liafði undanfarin 18 árróið l)æði baust- og vorvertíð af Skaga. Sjálfur átti hann slcip það, sem hann var formaður fyrir, og' var það sex róið og eitl hið traustasta til sjósóknar. Verbúð liafði Erlendur enga, en Jiafði þetta haust komið sér og skipshöfn sinni til lmsa að Ásbúðum á Skaga. Venjulega voru sex og sjö menn á skipi Erlendar, en þessa liaustvertíð hugði hann að róa því við fimmta mann, vegna manneklu. Skipsliöfnin var sem liér segir: Erlendur sjólfur, sem var formaður og skipseigandi, Davíð sonur lians, viðvan- ingur 18 ára, Jón Ólafsson liðtækur mað- ur, Guðmundur Jónsson góður liðsmaður og Jón Illugason óliraustur unglingur. Snemma morguns þann 26 okt. lagði Er- lendur af slað í þriðja róður siun á þeirri vertíð. En þegar Iiósetar eru að setjast undir árar, sjá þeir að maður kenuir hlaupándi niður i fjöruna. og kallar hann til þeirra. I’eir sjá brátt, að þar er kominn Asþór Björnsson, húsbóndi í Ásbúðum. Ásþór biður Erlend fars og veitir formað- ur honum það í þetta skipti, vegna þess að lieimilisástæður í Ásbúðum voru mjög erfiðar. Réru hásetar nú út á mið, því að segl var ekkert til á bátnum og eigi heldur stjóri, og var svo um flesta báta á Skaga i þann lima. Veður var gott, lygnt og frost- laust. En þegar þeir komu austur úr milli skers og lands, er svo nefnist þar, virtist hann nokkuð vindlægari, og hélt þvi Erlendur strax inn á við, því honum þótti líklegast að gera mundi landsynning. Þeg- ar komið var fram á svopefnda Hamra- flóð, var rennt færum nokkra stund. En brátt tóku menn eflir því, að mjög gekk í loftið og vindbraðinn á skýjunum spáði tæjiast æskilega. Skij)aði nú Erlendur há- setum sinum að hanka upp færin, og lók siðan að halda til lands, eins og bezt málti. Þegar svo var langt komið heim á leið, að eigi virtist eftir nema hálf vika sjávar, brast á ofsarok af suðri, og varð sjórinn i einu vetfangi mikill og hamförull. Brátt bætti bátnum að miða áfram, enda jókst særokið og veðurofsinn svo mjög, að tæp- ast varð við nokkuð ráðið. Vildi nú Er- lendur kasta út stjóra, til þess að bátinn bæri ekki eins ört á haf út, og raun varð á. En þar sem enginn stjóri var í bátnum reyndist úr vanda að ráða; tók Erlendur því ifæru, hákarlasókn og þrjá sterkustu öngla skipverja og svívafði um, þannig að krókarnir sneru út á alla vegu; batt hann síðan alll þetta neðan í þrjú samanlögð haldfæri með vaðsteinum á og renndi sið- an öll til botns. Eigi þorði Erlendur að binda færin í stefni skipsins, þvi að hon- um var ljóst, að þáu mundu þá fljótt hrökkva í sundum. Fór liann þvi fram i barka skipsins og hélt þar í færin, en lét

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.