Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.1938, Blaðsíða 15
Æ G I R 73 þvi saltfiskkaup þeirra minnkað á ár- inu um 13 397 smál. Orsakirnar fyrir þvi, að saltfiskkaup Portúgala eru svo miklum mun minni á árinu heldur en 1936 eru aðallega þær, að þeir áttu óvenjulega miklar fiskbirgð- ir við áramótin 1936 og 1937, en ekkert núna við siðastliðin áramót, og einnig hefir þeirra eigin útgerð aukizt nokkuð á árinu. Salan frá Islandi og Noregi hefir hlut- fallslega aukizt nokkuð frá 1936, en aft- ur á móti hefir salan frá Nýfundnalandi minnkað að mun. Einnig er salan frá Færeyjum nokkuð minni en 1936. I síðasta thl. „Ægis“ var skýrt frá fisk- markaðnum i Oporto síðastl. ár, en hér fer á eflir skýrsla um saltfiskinnflutning- inn til Lissahon: Noregur .... 9 818 smál. ísland .... 6 472 — Nýfundnaland 961 — Frakkland 60 — Þýzkaland 203 — Færevjar 894 — Alls 18 408 smál. Eins og skýrsla þessi ber með sér, selja Norðmenn meira en helming af öllum fiski, sem kejrptur er i Lissabon. Norð- menn hafa aukið sölu sína til þessarar borgar mjög mikið undanfarin ár, þvi að 1935 höfðu þeir 36,6% af heildarinn- flutningnum þangað, en siðasll. ár 53.3%. A sama tima hefir saltfisksala íslend- inga til Lissabon minnkað úr 54% í 35.2% af heildarinnflutningnum. Togaradeilan, sem staðið hefir siðan á nýári, var lcyst 22 marz, og fóru togararnir þá strax að húast á veiðar. Fyrstu togararnir létu úr höfn aðfaranótt þess 23. marz. Gunnar frá Skjaldarkoti. Ilinn 9. jan. 1930 andaðist Gunnar Gíslason bóndi að Skjaldarkoti á Vatnsleysuslrönd; og þar sem að Gunnar var einn hinn mesti sjó- maður og stjórnari sinnar samtiðar, er ekki ó- viðeigandi að blaðið „Ægir“geymi minningu hans. Gunnar var fæddur að Skjaldarkoti 28. sept. 1805, sonur merkis- og dugnaðarlijónanna Gisla ívarssonar og Guðrúnar Kortsdóttur. Ólst Gunn- ar þar upp og giftist 14. júni 1889 Ingibjörgu Friðriksdóttur, ættaðri af Stokkseyri, hinni mestu gáfu- og ágætiskonu, en liún dó eftir fárra ára ástríka sambúð. Þau eignuðust 5 börn og eru 3 þeirra á lifi: Ingvar, kennari í Hafnar- firði, giftur Margréti Bjarnadóltur; Gísli, stýri- maður í Reykjavík, giftur Sigríði Pétursdótlur og Kristin gift Erlendi Magnússyni, bónda á Kálfatjörn. Eftir lát konu sinnar bjó Gunnar fvrst með móður sinni og eftir lát hennar með ráðskonu og alltaf í Skjaldarkoti. Þar fæddist liann, þar bjó hann og þaðan var hann borinn til hinnar hinztu hvildar. Skjaldarkot liggur alveg að sjó, þar er vor- og sumarfagurt, þá Ægir kyssir strönd með útrænu- blæ í sólroðnum geislastöfum, og þó það fari af að vetrinum, þegar Kári eyluir kólgu og skvettir bárufaldi yfir sjávargarðana, þá var þar samt svo, að Skjaldarkotsingum þótti sær- inn góður, hann bauð þeim gæði og þeir sóttu þau. Sjórinn varð þvi fljótt hugðarefni Gunnars sem þeirra frænda fleiri. Það mátti segja um þá, sem sagt var um Hrafnistumenn, þeir höfðu byr sem j)eir vildu. Skjaldarkotsingar kunnu að iiaga seglum og stjórna skipi. Ungur gerðist Gunnar formaður á útveg föður sins, og kom fljótt i Ijós hve mikla hæfileika hann liafði til að bera, fastur fyrir og ákveðinn, fengsæil og heppinn. Var þó ofl harðsótt gull í greipar Ægis, einkum að vetrarlagi, meðan sjór var stundaður árið um kring, en oft aflaðist vel og var þá ekki við neglur skorið að miðla af aflanum þeim er þurftu. Skipakost og útbúnað allan liafði Gunn- ar jafnan í góðu slandi, enda var það betra, því sjósókn Gunnars var mikil, ekki sizt meðan þeir voru með honum bræður hans, hinir mestu dugnaðar- og vasklcikamenn, Sigurður bóndi i Traðarkoti, faðir Sigurjóns bónda, er þar býr nú og Kort faðir Guðmundar bónda i Bræðra- parti i Vogum. Korl er enn á lifi hjá Guðmundi syni sinum. En handtök þeirra voru viss og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.