Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1941, Blaðsíða 14

Ægir - 01.07.1941, Blaðsíða 14
184 Æ G I Ii af liverju því skipd. af eigin verkuðum fiski, er þeir liéðan flyttu frá landinu. 3. Að þeir semdu við landeigendur um það svæði, er þeir þyrftu af fjöru og landi til fiskverkunarinnar, og þeim sé það útmælt af viðkomandi sýslumanni. 4. Að þeim væri upp á lagt að vera íslenzkum lögum liáðir, einkanlegast veiðilaga lilskipaninni af 20. júní 1840. 5. Að bann sé viðlagt allar óþarfa um- fei’ð þeirra, skot eða nokkurs slags veiðiskap, fyrir cða í annarra landi. (5. Að, að hverjum helzt af þessum skil- málum rofnum, skal vera þeirra hér upp- hafin“. Loks komu þrjár hænaskrár frá Sunn- mýlingum, undirritaðar af 121 mönnum. Var þar farið fram á, að Frökkum yrði ekki leyft að fá fiskverkunarstöð hér á Iandi af þessum ástæðum: 1. „Að þjóðerni voru Islendinga gæti jneð þvi verið hætta húin. 2. Að fiskveiðar Frakka vfir liöfuð sjxilli atvinnuvegum íslendinga. 3. Að Frakkar liafi að undanförnu oft gjörl ýmsan óskunda, sem engar hætur hafi fengizt fyrir, þó menn hafi horið sig upp við stjórnina.“ Vel má vera, að áhugi Sunnmýlinga fyrir að hafa áhrif á afgreiðslu þessa máís hafi einungis verið sprottinn af þjóðlegum metnaði. Hitt er þó ekki ósennilegra, að þeir liafi óttast, að Frakk- ar mundu næst leita fyrir sér að koma upp fiskverkunarstöðvum þar eystra, ef Jxeim tækist að fá leyfi fyrir nýlendu- stofnun í Dýrafirði. Slíkur ótti var vitan- lega ekki ástæðulaus, því að franskir fiskimenn, er hér stunduðu veiðar, liéldu sig einna mest fyrir Austfjörðum, og x-r fullyrt, að Austfirðingar hafi oi’ðið að þola af þeim ínargs konar ójöfnuð. Af meðferð málsins á þingi er það að segja, að nefnd sú, cr kosin var í það, skilaði ítarlegu áliti, þar sem lag't var til, að beiðninni yrði neitað. Allmiklar umræður urðu. um málið, þótt ekki væri um það deilt, livort synja skyldi heiðn- inni eða ekki, því að allur þingheimur virðisl hafa vei’ið á einu máli um það, að ekki næði neinni átt, að levfa Frökk- um að stofna fiskimannanýlendu í Dýra- firði, né annars slaðar hér á landi. Það sem aðallega var deilt um í þessu máli á þingi, var hve ákveðið skyldi orða neitunina, og þó einkum hitt, hvernig Is- lendingar gætu hezt tryggt aðstöðu sina gagnvart Frökkum, ef danska stjórnin og konungur veitli þeim leyfi til nýlendu- stofmmar hér á landi, þrátt fyrir synjun Alþingis. Jón Sigurðsson forseti lagði áherzlu á, að tekin væru franx í bæma- skránni til konungs um þella mál ákveð- in skilyrði fyrir leyfi til fiskverkunar úl- lendinga hér á landi, er gæta skyldi í hvert skijxli. Þessi skilyrði fólu einkum í sér afnám tolla á íslenzkum vörum lijá þeirri þjóð, er leyfið fengi, og að þeir fiskverkunarmenn, sem hingað væru sendir, lytu ísl. lögum og stjórn. Niðui’- lagsorð hænaskrárinnar eru all merkileg og þau sýna, hve mikilsvert þingmöhn- um hefir þótt, að stjórnin skyldi visa málinu til Alþingis. En þau eru á þessa leið: „... En að hinu leytinu treystir þingið því, að eins og yðar hátign liefir nú samkvæmt alþingistilskipuninni hoi’- ið þetta mál undir þingið, þannig muni líka yðar hátign framvegis leita álits þingsins í hverju því tilfelli, sem einliver útlend þjóð leitar sérstakslegs leyfis til fiskverkunar á islenzkri lóð“. Endalok þessa máls urðu þau, að Al- þingi samþykkti að synja beiðninni, og mun málinn ekki hafa verið hreyft frek- ar við dönsku stjórnina. Hvorki Frakk- ar né aðrar þjóðir hafa siðan reynt að koma hér upp fiskimannanýlendu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.