Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 8
62 Æ G I R Fiskiklak í Faxaflóa og fiskiklak í glerkössum. [ janúarhefti Ægis ritaði lir. fiskifræð- ingur Jón Jónsson grein, sem hann nefnir „Fiskirækt og fiskiklak", og gefur hún góða huginynd um frjóvgun hrogna og klak í glerkössum i rannsóknastofum og klak- stöðvum í landi. Við skulum nú athuga, livort ekki er heppilegra að láta sjóinn hafa fyrir klakinu eins og hann er vanur að gera. J. J. skrifar t. d. á þessa leið: „frá þvi fyrsta voru menn i miklum vafa um nyt- semi klaksins bæði í Noregi og annars stað- ar, og voru gerðar ýmiss konar tilraunir um þýðingu þess, en þær. gáfu yfirleitt eng- an árangur". Eftir lestur þessarar greinar geta menn hæglega dregið rangar ályktanir. Ef maður athugar meiningu greinarinnar nákvæm- lega, þá mun hér átt við það, að ekki hefur verið hægt að sannprófa, hve mikið af lirf- um þeim, sem i sjóinn hefur verið kastað, verði að fullvöxnum fiskum, vegna þess að ekki hefur verið hægt að fylgja þeiin eftir i sjónum. Ekki er heldur hægt að segja um veiddan fisk, hvort hann er klakstöðvafisk- ur eða venjulegur sjóklakinn fiskur. Síðan er í nefndri grein lýst hvernig klak í klakstöðvum fer fram, og segir þar m. a. . „nú verðum við að setja fiskinn (lirfurnar) i sjóinn aftur vegna þess að við höfum eng- an hentugan mat handa honum. A þessu stigi er klakinu greinileg takmörk sett: við verðum að setja ungviðið í sjóinn aftur“. Ilér eru fiskifræðingarnir i vandræðum, vegna jiess að þeir geta ekki haldið lirfun- uin lifandi lengur en 8—10 daga (meðan Siðan víkur Rollefsen að fiskirannsókn- unum, og sýnir fram á, hve menn séu nú miklu færari um að kljást við þessa ráð- gátu en var fyrir 75 árum. þær eru að nota upp kviðpokanæringuna). Hvað gerir það til? Við verðum að reikna með fjölgun fisksins í sjónum. Það er ein- mitt þar sem hann á að vaxa upp og þar er fóðrið fyrir liendi. Látum þess vegna frjóvguðu lirognin i sjóinn, og það sem fyrst og sem mest. Frjóvguðum hrognum úr veiddum fiski ætti ekki að vera meiri hætta búin en öðrum hrognum, sem klekj- ast í sama sjó. Faxaflói t. d. er e. t. v. hin ákjósanlegasta klakstöð sem til er, einnig sjórinn við suður- og vesturströndina. Með tilliti til lirfufóðurs þess, er J. J. minnist á í grein sinni, sem Rollefsen hef- ur fundið í Miðjarðarhafinu, og rannsókna í landi, þá má gera ráð fyrir þvi að takast muni að finna hentugt lirfufóður, liér við strendur landsins. Eitt er víst, að það er hér fyrir hendi, aðeins eftir að finna það. Meg sömu rányrkju og viðhöfð er í stöðugl vaxandi mæli, þá er fyrirsjáanleg fiskþurrð innan skamms, á venjulegum miðum. Ef við athugum rányrkjuna nánar og tökum t. d. vertíðarfarm eins togara, sem hefur innanborðs 300 tonn af þorski, mun láta nærri að það séu um 75 þúsund fiskar. Ef helmingurinn eru hrygnur, þá verða þær 37.500 og hver með 9 milljónir eggja, þá verða eggin um 338 þúsund milljónir. Við skulum gera ráð fyrir, að vanhöldin verði það mikil á leiðinni frá eggi til málfiskjar, að aðeins 1% verði fullvaxnir fiskar. Þá yrðu það 3.4 þúsund milljónir fullvaxinna fiska. Meðan lirognin eru ekki frjóvgunarhæf (þroskuð) í janúar—marz, þá eru þau verzlunarvara, og Jiá hirt að einhverju leyti, en þegar þau eru orðin frjóvgunarhæf apríl —maí, (miðað við Suðurland), þá er þeim lient vegna þess, að þau eru ekki verzlun- arvara. Það má því segja, að kippt sé úr mnferð ölluin lirognum, sem eru í veiddum fiski á fimm mánaða skeiði ársins, af ísl. og erl. veiðiskipum, og á islenzkum og er- lendum véiðisvæðum. Gjöreyðing fiski- stofnsins er því i fullum gangi. Menn, sem stunda t. d. dragnótaveiðar hér í Faxaflóa, hafa sagt mér, að þeiin

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.