Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1948, Blaðsíða 13
Æ G l R „Litið til baka." Endurminningar Matthfasar frá Móum. Ótitt er það ekki nú orðið, að menn riti ævisögur sinar eða endunninningar eða fái aðra til að skrá þær efiir fyrirsögn. Undan- farin ár hefur allmikið verið gefið út af slíkum bókmenntum. Þótt misjafnar séu þær að gæðum, hefur þeim yfirleitt verið tekið vel af stórum hóp manna. Til skamms tíma hefur fátt af þess kon- ar bókum birt manni aldarfarslýsingar frá sjávarsiðunni. Ævisaga Sigurðar Ingjalds- sonar frá Balaskarði var lengi vel ein um það, að varðveita myndir úr lífi sjómanna. En sú saga hefur til þessa verið talin með því bezta, sem ritað hefur verið í þessari bókmenntagrein á Islandi. Af þeim ævisög- um, sem siðar hafa komið út og telja verður feng í fyrir varðveizlu þjóðlífslýsinga frá sjónum, má helzt nefna: Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilsonar, „Virka daga“, „Sögu Eldeyjar-Hjalta“, „1 verum“, sögu Geirs Zoéga, þætti Ágústar i Halakoti og síðast en ekki sízt „Litið til baka“, endur- minningar Matthíasar Þórðarsonar frá Móum. Af endurminningum Matthíasar hafa þeg- ar birzt tvö bindi, það fyrra 1946 og hið uð ekki það, sem í ykkar valdi stóð, að hinum óhamingjusömu félögum okkar varð ekki bjargað. Vegna hinna erfiðu aðstæðna var ómögulegt að bjarga þeim. Það er ekki aðeins i Englandi og á íslandi, sem dáð ykkar og hreysti ætti að vera kunn, allur heimurinn ætti að fá að heyra um það. Við, sem af komumst, segjum af hjartans einlægni, guð blessi ykkur, islenzka þjóð, tyrir allt, sem þið gerðuð til að bjarga okk- ur °g fyrir gestrisnina, sem við höfum orðið aðnjótandi. Frá fimm þakklátum skipbrotsmönnum". 67 siðara árið eftir, og eru þau bæði prentuð í Kaupmannahöfn, en þar hefur höfundur- inn verið búsettur í fjölmörg ár. Ég ætla, að endurminningar Matthíasar séu enn eigi svo kunnar hér á landi sem skyldi, og varð- veita þær þó mikinn fróðleik og eru skemmtilegar aflestrar. Þess ber eigi óvíða vrntt í ísl. ævisögum, að höfundar þeirra hafa frá fáu markverðu að segja, flest er þar hversdagslegt og al- kunnugt og að manni flögrar sú leiða spurn- ing, hv7ort margar þeirra séu eigi til orðnar vegna þeirrar lilhneigingar að kreista úr sér bók. Hins vegar eru aðrir, sem hafa upp- lifað margt, sem er sérstætt og frásagnar- vert, en skortir öll tök á að sálda frá hinu marklausa og gefa hinu markverða gildi með tilbrigðaríkum stíl og lífauðugum frá- sagnarmáta. A bak við endúrminningar Matthíasar stendur inaður, sem séð hefur sitt af hverju og á margt hlýtt. Hann er í snertingu við flesta þá menn, sem eru að skapa hér nýja framfaraöld og tekur á ýmsan hátt sjálfur þátt í þeirri sköpun. Samtímis því hefnr hann í mörg ár haft samneyti við ágætlega inenntaða útlendinga og öðlast því meiri víðsýni og þekkingu en þá var títt um ísi. sjómenn. Hann virðist allnaskur á að tína lil það sem er frásagnarvert, það er gleði og líf í frásögninni, svo að fyrir ber, að hún minni á hina óþvinguðu tjáningarhæfni Matthísar Jochumssonar móðurbróður hans. Bendi ég í þessu sambandi t. d. á kaflann „Sjaldgæfir atburðir, sem ég tel í frásögur færandi“. Endurminningar Malthíasar bera það hins vegar með sér, að þær eru ritaðar af manni, sem hefur dvalið áralugum sam- an erlendis. En kostir bókarinnar eru það miklir, að þeir annmarkar skyggja ekki á þá. Efni bókarinnar verður ekki rakið hér, en aðeins vikið lítillega að örfáum þáttum hennar. Bjart er yfir kaflanum um æskuárin á Kjalarnesi og ósvikin hlýja er í liugarþelinu, sem þar andar til fyrstu samferðamanna höfundarins. Með veru Matthíasar á

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.