Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 3

Ægir - 01.02.1965, Blaðsíða 3
Æ G I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 58. árg. Reykjavík 1. febr. 1965 Nr. 2 lltgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND 1. — 16. janúar 1965. (Afli óslægður). Hornafjörður: Þaðan hafa 5 bátar byrj- að róðra með línu; hafa þeir farið alls 28 róðra á tímabilinu og aflað 192 lestir. Mest- an afla í róðri fékk Akurey þann 12. jan., i4 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Gissur hvíti með 46 lestir í 6 róðr- u®. Gæftir voru allstirðar. Vestmannaeyjar: Þaðan hafa 17 bátar byrjað veiðar, þar af eru 4 bátar með botn- vörpu, en 12 með línu og 1 með handfæri. Aflinn á tímabilinu varð 272 lestir í 48 vóðrum, þar af var afli á línu 212 lestir 1 36 róðrum, en afli á handfæri 33 lestir (ufsi) í einni veiðiferð. Aflahæsti línubát- Ur á tímabilinu varð Kap með 58 lestir í 8 róðrum, en hann fékk einnig mestan afla í róðri á línu, 11 lestir, þann 12. jan. Þá hafa einnig nokkrir aðkomubátar lagt upp afla, sem veiddur hefur verið ýmist í herpinót eða á færi, aflinn er aðallega ufsi °g nemur um 110 lestum. Stokkseyri: Þaðan hefur 1 bátur, Hólm- steinn byrjað veiðar með línu, hefir hann farið 2 róðra og aflað 10 lestir. Eyrarbakki: Þaðan hefir ekkert verið róið á tímabilinu. Þorlákshöfn: Þaðan hefir 1 bátur, Þor- lákur, byrjað lóðaveiði, afli hans er 36 lestir í 6 róðrum. Grindavík: Þaðan hafa 7 bátar byrjað róðra með línu, hafa þeir farið alls 27 róðra og aflað 65 lestir. Sandgerði: Þaðan hafa 14 bátar byrjað róðra með línu, aflinn á tímabilinu varð 467 lestir í 72 róðrum, gæftir voru frem- ur stirðar. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Sæunn með 67 lestir í 9 róðrum og Jón Gunnlaugsson með 63 lestirí 8róðrum. Keflavík: Þaðan hafa 2 bátar byrjað róðra með línu, hafa þeir farið alls 9 róðra og aflað 52 lestir. Þá hafa einnig 2 bátar stundað ufsaveiðar með herpinót frá áramótum og hafa þeir aflað um 300 lestir af smáufsa á tímabilinu. Vogar: Þaðan hefir 1 bátur, Ágúst Guð- mundsson, byrjað lóðaveiðar, hefir hann aflað 17 lestir í 4 róðrum. Hafnarfjörður: Þaðan hefur 1 bátur byrjað lóðaveiði, gæftir hafa verið slæmar og varð aflinn á tímabilinu 16 lestir í 4 róðrum. Reykjavík: Þaðan hafa 7 bátar byrjað lóðaveiðar, hafa þeir aflað um 90 lestir í 25 róðrum, en gæftir hafa verið mjög óhagstæðar. Akranes: Þaðan hefir 1 bátur, Haförn, byrjað veiðar með línu, hefir hann farið 3 róðra og aflað 12 lestir. Rif: Þaðan hafa 3 bátar hafið lóðaveiði, afli þeirra á tímabilinu varð alls 60 lestir í 12 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Arnkell með 33 lestir í 7 róðrum. Ólafsvík: Þaðan hafa 3 bátar byrjað

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.