Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 38

Ægir - 01.12.1993, Blaðsíða 38
úr bókinni Hafísinn, sem út kom að lokinni ráðstefnu sem var haldin í Reykjavík veturinn 1969 um hafís og hættur yfirísingar, sýna glöggt hve lengi ísinn lá hér við strendur. Þó að hafís hafi síðan ekki legið eins lengi við landið rekur iðulega stóra borgarísjaka á siglingaleiðir við Horn og fyrir Norðurlandi. Þess er skemmst að minnast að sl. sumar birt- ust myndir af stórum borgarísjökum á Kort afnorðurhöfum. Húnaflóa, en einnig hafa litlir, eitil- Beringshaf & & / r \ NORÐUR- ÍSHAF ELLESMERE- LAND NORÐUR- HEIMSSKAUT SEVERNAJA- SEMLJA SM<THSUND & FRANS- JÓSEFS- LAND Í&’ NORÐUR- HAF JAN MAYEN z o < Z -p % BARENTS^ HAF BJARNAREY KARA HAF 0^5' GRÆNLANDS- HAF ATLANTSHAF ISLAND FÆR- EYJAR <9 $ harðir ískögglar, sem eru á reki á fisk- slóð eins og Halanum, iðulega sett gat á skip. Hafís á síðari árum Hér skulu rifjuð upp nokkur dæmi um hafís hér við ísland á síðari árum. í júlí 1986 var daglega tilkynnt um ís við vestanverðan Húnaflóa og hinn 6. júlí lokaðist nærri siglingaleiðin fyr- ir Horn; hinn 22. júlí var ísinn land- fastur við Gjögur og 28. júlí var mikill hafís á Strandagrunni og næst landi var ísinn 5 sjómílur austur af Geir- ólfsnúpi. Um miðjan desember 1989 var sigl- ingaleiðin fyrir Horn alveg lokuð vegna hafísa og togarar frá Norður- landi urðu á leið sinni frá Vestfjarða- miðum að snúa við og eitt skip var næstum hrakið í land á Hælavík þegar það var að krækja fyrir ísinn. í lok mars 1990 var hafís landfastur frá Straumnesi allt austur fyrir Horn og urðu skip að brjótast í gegnum ís- inn í skipalest með aðstoð flugvélar sem leiðbeindi skipunum, en skip sér- staklega styrkt til siglinga í ís fóru fyrir skipunum. Hafísinn berst mjög hratt upp að landinu. Hinn 10. janúar 1988 var t.d. meginísbrúnin 82 sjómílur norðvestur af Straumnesi og hálfum mánuði síð- ar, 25. janúar, í 80 sjómílur norður af Kögri. Stuttu síðar, þegar vika var liðin af febrúar, rak hafísinn, rekís og veltiís, mjög hratt upp að landinu. Um miðjan mánuðinn var verulegur ís, jakar og spangir og allvíða þéttar ís- rastir og flákar, á siglingaleiðum og grunnslóðum frá norðanverðum Vest- fjörðum að Langanesi. Siglingaleiðir lokuðust nærri fyrir stærstu skipum og sigling var talin mjög varasöm í myrkri. Allvíða varð ísinn landfastur, olli töfum á siglingum og torveldaði sjósókn. Fyrir nokkrar hafnir á Norð- 536 ÆGIR DESEMBER 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.