Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1953, Blaðsíða 39
Tímarit lögfræSinga 229 noklcurn veginn eftir kröfum þeirra tíma, og var ráðgert að skipa fjóra slíka lækna í hverjum landsfjórðungi, sjá 4. gr. erbr. 19. maí 1760. Og komst þetta í framkvæmd smátt og smátt, en eigi voru þó læknar fleiri en sjö, auk landlæknis, enn eftir miðja 19. öld.1) Þó að þessir fáu læknar væru dreifðir þannig um landið, þá var almenningi vitanlega einatt fyrirmunað að ná til þeirra nægilega fljótt og stundum raunar með öllu, eins og samgöngum var þá háttað á Islandi. Var það bæði, að ýmsir fengu lækninga- leyfi, þótt þeir hefðu ekki lögmæt skilyrði til þess, og all- margir sinntu lækningum úti um land leyfislaust, margir eða jafnvel flestir í þökk héraðsbúa sinna. Margir þessara manna höfðu fyrst og fremst náttúrugáfur til lækninga, höfðu aflað sér töluverðrar þekkingar og voru hjálpfúsir menn og samvizkusamir. Mátti um suma þeirra segja, að þeir væru bjargvættir sveita sinna, t. d. Jón prófastur Steingrímsson. D. 5. gr. tilsk. 5. seþt. 179U- Refsimæli 30. gr. lækna- og lyfsalatilskipunarinnar hafa ekki þótt fullnægjandi, þegar til lengdar lét. Var því gefin út tilskipun 5. sept. 1794 um refsingu skottulækna („kvak- salvere"). Tilskipun þessi var birt hér á alþingi árið 1795, Alþb. 1795 nr. VII. I 5. gr. eru refsimælin fyrir skottulækn- ingar. Brot framið fyrsta sinni varðaði 20 ríicisdala sekt til fátækrasjóðs eða fangelsi við vatn og brauð 8 daga. Ef brot var ítrekað, þá varðaði það öðru sinni framið 6 mán- aða betrunarhússvinnu, en oftar framið tvöfaldri þeirri refsingu. Embættismönnum var boðið að leiðbeina fólki og vara það við skottulæknum, en varla hafa þeir mikið að því gert hér á landi, enda sennilega litla þýðingu haft, og auk þess sinntu ekki svo fáir prestar lækningum, sumir til mikilla þæginda mörgum mönnum. I 6. gr. tilskipunar 1794 er viðurkenning á því, að læknar þeir, sem ríkis- valdið hefur þá skipað, geti ekki fullnægt þörfum almenn- i) Læknatal 1944, bls. 247 o. s. írv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.