Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Qupperneq 36

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Qupperneq 36
því að úrskurða um þetta atriði eftir almennum ákvæðum laganna.. Það er að vísu Ijóst, að slíkt kosningabandalag er, ef hvor þessara stjórnmálaflokka telst sjálfstæður þing- flokkur, þegar uppbótarþingsætum er úthlutað, til þess lagað að raska, flokkum þessum í hag, þeirri þingmanna- tölu, sem þeir mundu fá, ef þeir biðu nú fram til Alþingis með venjulegum hætti hvor fyrir sig. En við það eru ákvæði laga um kosningar til Alþingis bersýnilega miðuð. Hins- vegar er á það að líta, að eigi liggur annað fyrir, en að hvor flokkurinn um sig starfi sjálfstætt hér eftir sem hing- að til, að m. k. að því er varðar þau mál, sem hin sameigin- lega stefnuskrá í áðurnefndri stjórnmálayfirlýsingu tekur ekki til. Óvefengt er að þeir hafi einnig framvegis hvor sín flokkslög og hvor sína flokksstjórn. Tel ég því að eigi verði hjá því komizt að líta á hvorn þeirra um sig sem sjálf- stæðan stjórnmálaflokk við alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara 24. júní n. k. En af þessu leiðir, að hvor þeirra um sig hefur rétt til að bera fram sjálfstæðan lands- lista við þær kosningar sbr. d-lið 31. gr. stjórnarskrár- innar og 30. gr. laga um kosningar til Alþingis. Af því, scm nú hefur verið rakið tel ég leiða, að svo framarlega sem báðir þessir flokkar nái þingsæti í næstu kosningum, beri við úthlutun uppbótarþingsæta að telja hvorn þeirra um sig sjálfstæðan þingflokk samkv. 126. gr. laga um kosningar til Alþingis, enda er hvergi í þeim lög- um gert ráð fyrir, að atkvæðamagn tveggja eða fleiri flokka sé lagt saman og uppbótarþingsætum síðan úthlutað samkvæmt sameiginlegu atkvæðamagni slíkra flokka. Fæ ég ekki séð að ákvæði d-liðs 31. gr. stjórnarskrárinnar hnekki þessari niðurstöðu, þar eð sú grein vísar um skipun jöfnunarþingsæta til kosningalaga. Er um þetta rætt í XIV. kafla núgildandi laga um kosningar til Alþingis, sjá einkum 126. og 127. gr. þeirra laga, sem ég tel að skeri úr um þetta efni. Jón Ásbjörnsson. 98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.