Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Qupperneq 10

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Qupperneq 10
Dómstólaúrlausnir í skattamálum almennt eru þó nokkrar, en þó e. t. v. alls ekki eins margar og ætla mætti um jafnvíðtækt réttarsvið og skattalög í raun eru. Ég mun vísa til nokkurra dómsúrlausna í þessu erindi á þeim stöðum, sem mér þykir við eiga. Framtalsskyldan. Framtalsskyldan er bundin skattskyldu. f 35. gr. tekjuskattslaganna er ákveðið, að allir þeir, sem skattskyldir eru skv. I. kafla laganna, skuli afhenda skattstjóra eða umboðsmanni hans skýrslu um tekjur s.l. árs og eignir í árslok. Skattskyldan er hins vera ákvörðuð í 1. kafla laganna, en í 1. gr. segir, að hver maður heimilisfastur hér á landi sé skyldur til, með þeim takmörkunum, sem ákveðin eru í lögunum, að greiða skatt í ríkissjóð af tekjum sínum og eignum. Síðan er í kaflan- um frekari útfærsla á skattskyldunni, og er sjálfsagt merkast í því sambandi, að hjón eru skattlögð sameiginlega og telja fram saman að aðalreglu. Einnig segir að tekjur barna innan sextán ára aldurs skuli teljast með tekjum foreldra. Verða þannig börn ekki sérstakir framteljendur að aðalreglu til, þó að heimilt sé að skattleggja þau skv. sérframtali. Þá er ljóst af vísunum til skattskyldunnar, að þeir, sem undanþegnir eru tekjuskatti og eignarskatti, eru ekki framtals- skyldir. Þetta var nokkuð óljóst áður, þar sem framtalsskyldan var tengd því, að menn hefðu tekjur eða ættu eignir. 1 reynd mun þó aldrei hafa verið gengið eftir framtali frá þjóðhöfðingjanum, svo að dæmi sé tekið. Auk einstaklinga eru svo skattskyld á landinu félög alls konar, þó ekki þau, sem verja hagnaði sínum til almenningsheilla og hafa það einasta markmið skv. samþykktum sínum. Það er hins Skúli Pálsson hdl. rekur málflutningsskrifstofu í Reykjavík. Hann var starfsmaður í rannsókna- deild ríkisskattstjóra 1967—1971. Erindið, sem hér birtist, var flutt 20. nóvember 1972 á skatta- réttarnámskeiði því, sem Lögfræðingafélag is- lands efndi til í samvinnu við Lögmannafélagið og lagadeild Háskólans. I erindinu er fjallað um lagareglur um framtalsskyldu, form fram- tala, skyldu til að senda fylgiskjöl með fram- tölum og um framtalsfresti. Þá er rætt um af- leiðingar þess, að gallar reynast vera á fram- tölum, og um það álitaefni, hvort og [ hvaða mæli framtöl eru bindandi fyrir framteljandann sjálfan og fyrir skattyfirvöld. 4

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.