Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 13
færð undir 145. gr. alm. hgl. og til vara undir 146. og 147. gr. Héraðs- dómur komst að þeirri niðurstöðu, að með því að votta að viðlögðum drengskap skattframtal sitt, hefði ákærði gerzt sekur um brot á 145. gr. alm. hgl. Hæstiréttur kveður ákvæðið ekki eiga við, en gefur engar skýringar á þeirri afstöðu sinni. Þannig virðist verða að álíta, að drengskaparyfirlýsingin sé einhvers konar áminnig til framtelj- anda að fara að lögum. Áður var í dönskum lögum krafizt, að framtal væri undirritað „eftir bedste overbevisning“. J. H. Jacobsen telur í sínum skattarétti, að þarna sé um að ræða áminningu um, að skatt- framtalið skuli vera rétt og í samræmi við framlögð gögn. Fylgiskjöl. Auk framtalsins sjálfs, skulu framteljendur skila ýmsum fylgiskjöl- um með framtalinu, sem skýra út og staðfesta ýmsa þætti þess. Mik- ilvægustu fylgiskjölin eru án efa ársreikningar, sem þeir sem stunda sjálfstæðan atvinnurekstur þurfa að láta fylgja framtalinu. í 85. gi'. rglg. segir, að þeir, sem skyldir séu til að færa tvöfalt bókhald, skuli láta fylgja framtali sínu nákvæman rekstrar- og efnahagsreikning skv. bókhaldinu. Aðrir, sem sjálfstæðan atvinnurekstur stunda, skulu gera fulla grein fyrir heildartekjum og sundurliða rekstrarútgjöld, svo og eignir og skuldir. Þá skal þeim, sem senda efnahagsreikning, skylt að láta fylgja skrár yfir inneignir, verðbréf, útlán, útistandandi skuldir o. s. frv. Þeir sem stunda landbúnað, skulu senda landbúnaðarskýrslu, sem er plagg sérstaklega útbúið hjá skattyfirvöldum og ætlað til ná- kvæmrar sundurliðunar á tekjum og rekstrarútgjöldum vegna land- búnaðarstarfsemi. Húsbyggjendur skulu láta fylgja húsbyggingar- skýrslu. Auk þessa skulu fylgja framtölum skýrslur um laun, sem framteljandi hefur greitt á árinu, þ. e. launamiðar ásamt samdráttar- blaði, hlutafélög skulu senda hlutafjármiða, þ. e. gefa upp' nafn og heimili hvers hluthafa ásamt hlutafjárupphæð og arðsúthlutun á árinu á sérstök eyðublöð, og samvinnufélög skila útfylltum sérstökum eyðu- blöðum um úthlutun á tekjuafgangi og um stofnsjóðsinnstæður og vexti. öll þessi eyðublöð skulu auðvitað rétt útfyllt og undirrituð. 1 sambandi við undirritun framtala og fylgiskjala skal sérstaklega vakin athygli á því, að þegar félög eiga í hlut, skal stjórn félagsins undirrita reikningana og að auki kjörnir endurskoðendur og sá, sem samið hefur reikningana. Hafa skattyfirvöld lagt sívaxandi áherzlu á, að stjórnir félaga sinntu þessari skyldu sinni og einnig, að eigendur sameignafé- laga undirrituðu reikninga. 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.