Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1973, Page 28
skipunarlögum eða öðrum grundvallarreglum laga, skráðum eða óskráð- um, og lögin hefðu því ekki gildi að þessu leyti. Nú er ekkert ákvæði í stjórnarskrá okkar hliðstætt 97. gr. norsku stjórnarskrárinnar, og þó svo væri, er ekki líklegt, að slíkt ákvæði mundi tryggja íslenzkum skattþegn annan eða meiri rétt en það hefur tryggt norskum skattþegnum. Samanburður við dóma í stóreigna- skattsmálunum, verður þessum skattþegn naumast hagstæður, því að álagningin er víðs fjarri því að vera eignaupptaka, og varla verður sagt, að jafnréttisregla sé brotin, meðan allir, sem eins stendur á um, eru skattlagðir á sama hátt. Skattþegn má ekki vænta þess, að það skatthagræði, sem hann áður gat átt von á að njóta á þessu sviði, hafi verið eins konar eignarréttindi, er varin hafi verið af 67. gr. stjórnarskrárinnar. öll skattlagning er í eðli sínu skerðing á eignar- réttindum, og með þessari lagasetningu hefur löggjafinn ekki farið út fyrir þau mörk, sem stj órnarskráin setur honum í þessu efni. Þótt ákveðin skattalagaregla hafi staðið óbreytt um árabil, hefur skattþegn enga ástæðu til að treysta því, að henni verði ekki breytt fyrirvara- laust og með afturvirkum áhrifum. Sá háttur, sem löggjafinn hefur um langt skeið haft á um breytingar á skattalögum, ætti þvert á móti að hafa dregið úr trausti skattþegns á varanleik skattalöggjafarinnar. Hvort skattalagabreytingar eru „sanngjarnar“ eða ekki hlýtur að verða mat löggjafans, en ekki dómstóla. Auk þess yrði skattþegn væntan- lega að sanna, að óbreytt skattalög hafi verið alger forsenda fyrir þessari ráðstöfun hans, en sú sönnun kynni að reynast honum erfið. Ef ég mætti nú gerast svo djarfur að fella dóm í þessu máli, sem ég hef einnig flutt fyrir báða aðila, fæ ég ekki séð, að hann geti gengið skattþegn í vil, enda þótt ég hafi að vísu fulla samúð með málstað hans. Dómstólar hljóta að fara varlega í að ógilda skattalög af þeim ástæðum, að þau fari í bág við ákvæði 67. gr. stjórnarskrárinnar eða önnur grundvallarákvæði stjórnskipunarlaga. Það er ekki hlutverk dómstóla að setja lög og þeir eiga tvímælalaust að gæta hófs í því að þrengja athafnafrelsi löggjafans á þessu sviði, þó að ekki sé deilt um, að til þess hafi þeir formlegt vald. Ég geri ráð fyrir, að rökstuðningur fyrir þessari dómsniðurstöðu mundi verða, að svo miklu leyti sem við á, í svipuðum anda og fram kemur í sératkvæði Gizurar Bergsteinssonar í dómi Hæstai'éttar fi'á 1948 um stríðsáhættuþóknunina, en þar segir hann m. a.: „Hefur það og verið tíðkað af löggjafa og skattyfii'völdum alla tíð fi'á því að lög nr. 2/1928 voru sett og fram á þennan dag, enda 22

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.