Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Side 11
1 dómi Hæstaréttar var það staðfest, að stefnandi ætti rétt á fram- angreindum yfirvinnugreiðslum fyrir það tímabil, sem hann var veikur. Yfirvinnugreiðslur í veikindum hafa einnig orðið tilefni til ágrein- ings meðal opinberra starfsmanna, og fyrir skömmu var staðfest sama regla fyrir bæjarþingi Reykjavíkur varðandi ríkisstarfsmenn, og var ekki áfrýjað af hálfu fjármálaráðherra. Um þetta má nú vísa til rgl. nr. 377/1974 um breyting á rgl. um orlof og veikindaforföll starfs- manna ríkisins nr. 87/1954, 129/1965, 122/1967, og er hér staðfest sú regla, að yfirvinnugreiðslur í veikindum starfsmanna sltuli miða við yfirvinnu síðustu 6 mánaða, áður en til veikindanna kom. Skylt veikindaleyfi er réttur kvenna til barneignafrís. Ekki er til að dreifa neinum almennum ákvæðum í lögum um barneignarfrí, en ýmis verkalýðsfélög hafa tekið slík ákvæði upp í kj arasamninga. Hins vegar eru lögfest ákvæði varðandi barneignarfrí í lögum nr. 38/1954 um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna, sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 87/1954 eins og hún er ákveðin með 3. gr. rgl. nr. 377/1974. Samkvæmt þeirri grein skal kona eiga rétt á að vera fjarverandi með fullum launum í samtals 90 daga. Ekki er fullljóst, hvar draga beri mörkin milli veikindaleyfis og barneignarfrís. Ef kona veikist á meðgöngutímanum og veikindin stafa af því, að «hún er þunguð, er þá um að ræða veikindafrí eða barnsburðarfrí ? Ekkert kemur fram í greinargerð með lögum nr. 38/ 1954, sem veitt getur leiðbiningar um baksvið þessara ákvæða, en telja verður, að nokkur önnur rök liggi að baki barneignaleyfis en veikindafrís. Barneignafríið er af þeim rótum runnið, að nauðsynlegt, eða a. m. k. æskilegt, er talið, að móðir dvelji hjá barni sínu um nokk- urn tíma fyrst eftir fæðinguna. Eru þá ekki síður hagsmunir barnsins hafðir í huga. I ljósi þessa verður að gera greinarmun á veikindaleyfi og barneignarfríi. Geti kona ekki unnið sökum sjúkdóms síðustu vikur fyrir fæðinguna, er eðlilegt að sá tími teljist til veikindafrís. III. HLYÐNISSKYLDAN Aðra meginskyldu starfsmanns má nefna hlýðnisskylduna, en starfs- maður verður að beygja sig undir hið svokallaða húsbóndavald vinnu- veitandans, en áhrif starfsmanna á stjórn og rekstur fyrirtækja eru enn sem komið er lítil eða engin á Islandi, enda eru hugmyndir um atvinnulýðræði aðeins á umræðustigi. Að sjálfsögðu er starfsmaður ekki skyldur að hlýða hvaða fyrirskipunum sem er, t. d. ef þær eru ólöglegar, andstæðar kjarasamningum eða falla utan við hans verk- svið, sbr. það sem að framan segir .En öllum venjulegum og eðlilegum 137

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.