Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1974, Blaðsíða 38
Úr hópi hinna 10 dómara, sem studdu dómsniðurstöðuna, gáfu forsetim, og Nagendra Singh dómari út séryfirlýsingar; dómararnir Forster, Bengzon, Jiménez de Aréchaga, Nagendra Singh og Ruda skiluðu sameiginlegu sér- atkvæði; og dómararnir Dillard, de Castro og Sir Humphrey Waldock skiluðu sératkvæðum. Úr hópi hinna 4ra dómara, sem greiddu atkvæði gegn dómsniðurstöðunni, gaf Ignacio-Pinto dómari út séryfirlýsingu, og dómararnir Gros, Petrén og Onyeama skiluðu ágreiningsatkvæðum. I þessum yfirlýsingum og atkvæðum skýra umræddir dómarar afstöðu sína. ÚTDRÁTTUR ÚR DÓMNUM Gangur málsins. Útivist aðila. 1.—18. gr. dómsins. í dómnum er rifjað upp, að Bretland hóf málssókn gegn Islandi 14. apríi 1972. Að beiðni Bretlands kvað dómstóllinn á um leiðarvísun um bráðabirgða- úrræði í verndarskyni með úrskurði 17. ágúst 1972 og ítrekaði hana með öðrum úrskurði 12. júlí 1973. Með dómi 2. febrúar 1973 komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu, að hann hefði dómsöguvald til að fjalla um efnisatriði deilunnar. I lokakröfum sínum bað Bretland dómstólinn um að dæma og lýsa yfir, a) að krafa islands um belti algerrar fiskveiðilögsögu, sem nái 50 sjó- mílurfrá grunnlínum, standist ekki samkvæmt alþjóðalögum og sé ógild; b) að íslandi sé ekki heimilt gagnvart Bretlandi að helga sér einhliða al- gera fiskveiðilögsögu utan 12 mílna markanna, sem samið var um með erindaskiptum 1961; c) að Islandi sé hvorki heimil einhliða útilokun breskra fiskiskipa frá út- hafssvæði utan 12 mílna markanna né einhliða takmarkanir á athöfnum þeirra á þessu svæði; d) að islandi og Bretlandi beri skylda til að rannsaka saman, annaðhvort sín á milli eða með þátttöku annarra ríkja, sem eiga hagsmuna að gæta, þörfina á takmörkun fiskveiða á umræddu úthafssvæði með verndunar- sjónarmið í huga og semja um að koma á slíku fyrirkomulagi á svæð- inu, að það tryggi íslandi m. a. forgangsréttindi í samræmi við, hversu mjög það er háð fiskveiðum. ísland tók ekki þátt í neinum hluta réttarhaldanna. I bréfi 29. maí 1972 til- kynnti Island dómstólnum, að það liti á erindaskiptin frá 1961 sem fallin úr gildi; að samkvæmt skoðun þess væri enginn grundvöllur í samþykktum dóm- stólsins fyrir dómsögu hans; og að það vildi ekki leggja fyrir dómstólinn neitt mál um víðáttu fiskveiðilögsögu landsins, þar sem llfshagsmunir þess væru í veði. I bréfi 11. janúar 1974 lýsti island því yfir, að það samþykkti ekki neinar af yfirlýsingum Bretlands um staðreyndir málsins né staðhæfingar eða rök- semdir þess um gildandi lagareglur. 164

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.