Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 6
fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Hann var einn helsti hvatamaður að samvinnu íslenskra banka, var í stjórn Sambands ísl. við- skiptabanka frá upphafi og átti nú að taka við formennsku þess, ef honum hefði enst aldur til. Jóhannes var síðan 1961 í stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og um skeið í stjórn Iðnþróunarsjóðs. Þá var hann einn af stofnendum Al- menna bókafélagsins, í fulltrúaráði þess til dauðadags og í fyrstu stjórn Stefs á islandi. Jóhannes var um árabil í æðstu stjórn Framsóknarflokksins. Þá var hann í kjaradómi um skeið, vann oft með sérfræðingum stjórnvalda að tillögugerð, einkum á sviði efnahagsmála, sá um móttöku erlendra þjóð- höfðingja og var auk þessa í fjölda nefnda annarra um margsvísleg efni. Jóhannes var höfðinglegur í sjón, hár og spengiiegur, fríður sýnum og hafði til að bera heillandi persónuleika, sem mjög smitaði frá sér. Þegar hann var vel fyrir kallaður, sindruðu frá honum persónutöfrar, sem voru ómótstæðilegir, svo að birta færðist yfir allt umhverfi hans. Jóhannes hafði til að bera óvenjulega góðar og farsælar gáfur, var fljótur að brjóta hvert mál til mergjar og greina sundur aðalatriði og aukaatriði. Hon- um var einkar lagið að koma fyrir sig orði, enda orðhagur eins og hann átti kyn til. Hann var því tilvalinn til að koma opinberlega fram, þar sem saman fór mælska og frjósemi í hugsun. Það var því ekki að furða þótt hann réðist snemma til forystu. Hæfileikar hans á þessu sviði voru svo ótvíræðir, að öll- um þótti gott að hlíta forystu hans. Jóhannes var stjórnsamur og reglusamur, en krafðist líka að starfsmenn legðu sig alla fram í starfi, enda hlífði hann ekki sjálfum sér og mun þvf hafa gengið of nálægt tæpri heilsu hin síðari árin. En Jóhannes hafði fleira til brunns að bera en farsælar gáfur. Hann var mjög listrænn, lagði meðal annars stund á að mála í frístundum sínum. Hann hafði og mikið yndi af bókmenntum, einkum Ijóðlist og hafði mjög vel vit á hvoru tveggja, enda lesið ógrynni á þessu sviði. Hann var og mikill unnandi fagurrar hljómlistar. Hann lagði ungur stund á íþróttir, en hin síðari ár var það einkum golfíþróttin, sem átti hug hans. Það má Ijóst vera, að maður sem hefur fyrrgreinda hæfileika til að bera er enginn miðlungsmaður, enda var það öllum Ijóst, er við hann höfðu nokk- ur veruleg samskipti, að þar sem hann var, fór valinkunnur heiðurs- og hæfi- leikamaður, sem í engu mátti vamm sitt vita. Sá, sem þessi fátæklegu orð skrifar, hafði góð skilyrði til að sannreyna þetta, þar sem við vorum nánir samstarfsmenn, allt frá því að hann gerðist bankastjóri Útvegsbankans 1957. Öll þau kynni voru á einn veg. Þar hljóp aldrei nein snurða á þráðinn. Stórt skarð er nú fyrir skildi við fráfall Jóhannesar, sérstaklega í Útvegs- bankanum, sem best naut starfskrafta hans, svo og annars staðar, þar sem hann lagði hönd á plóginn. En mestur harmur er kveðinn að eftirlifandi eiginkonu hans, Sigurbjörgu Þorvaldsdóttur, og þremur uppkomnum börnum þeirra, Kristínu, Róslínu og Þorvaldi, því að mér segir svo hugur um, að Jóhannes hafi verið ein- stakur eiginmaður og heimilisfaðir. Megi sá, sem öllu stjórnar, létta þeim þennan mikla missi. Þormóður Ögmundsson 52

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.