Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1975, Blaðsíða 17
II. Viðurlagakerfi réttarins. Meðal boða í þeirri víðtæku merkingu, sem nú var notuð, eru hvers kyns réttarreglur, skráðar sem óskráðar. Megineinkenni þeirra er, að þær eru langoftast valdbundnar. Þeim er framfylgt af hálfu þess skipulagsbundna samfélags, er við nefnum ríki. Nauðung rétt- arins er mismunandi, eftir því hver afbrigðin eru. Þau geta verið fólg- in í beinum aðgerðum eða þá aðgerðaleysi, ef athafnaskylda hefur hvílt á manni samkvæmt lagareglu. Vald réttarins lýtur þá ýmist að því að rjúfa ólögmætt ástand, t.d. með lögbanni, endurheimtu verð- mæta, neyðarvörn eða öðrum varnaraðgerðum eða að því að knýja menn til lögboðinna aðgerða, t.d. með dagsektum. Hvort tvéggja stuðl- ar beinlínis að því að koma á lögmætu ástandi aftur. Oftlega verður því ekki komið við, svo sem ef óbætanlegt tjón hefur hlotizt af réttar- broti eða þá að slík fullnustugerð þykir ekki nægileg. Er þá gjarna gripið til skaðabóta eða refsinga og annarra refsilægra viðurlaga. Markmið skaðabóta eru einkum tvenns konar, að bæta tjónþola það tjón, sem hann hefur orðið fyrir, og að orka til varnaðar bæði gagn- vart tjónvaldinum sjálfum og öðrum út í frá og gæta sín betur fram- vegis. Skaðabótaskyldu má styðja við margs konar réttarheimildir bæði skráðar og óskráðar. Lögfræði eða bótagrundvöllur athafnar get- ur m.a. hvílt á mati dómstóla um það, hvort farið hafi verið út fyrir eðlileg takmörk athafnafrelsis. Meginreglan er sú, að háttsemin sé Jónatan Þórmundsson, prófessor, rekur í grein þessari megindrættina í þróun stefnumótandi hugmynda um refsingar á Vesturlöndum frá því snemma á síðustu öld. Sérstaklega ræðir hann meðferðarstefnuna, sem í stað refsinga vildi taka upp örinur viðurlög, er meira væru miðuð við sérþarfir einstaklinga á grundvelli sérfræðilegrar meðhöndlunar. Bendir hann á, að frá henni hafi verið horfið í þessari mynd í mörgum nágrannalöndum okkar nú á síðustu árum, og ræðir vonbrigðin, sem stefnan hefur valdið, og orsakir þeirra. Þá fjallar höfundur- inn um þær réttarbætur, sem nú eru efst á baugi, svo sem styttingu refsitíma, meðferð brotamanna utan stofnana, beitingu sekta í vaxandi mæli og aukið svigrúm dómara við ákvörðun viðurlaga. Þá ræðir hann nokkuð samspil refsinga og skaðabóta. 63

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.