Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 8
hjá þeim hjónum, Jóni og Ragnhildi Björnsson. Reyndust þau honum um- hyggjusöm, og minnist ég þess að hafa heyrt Þórð tala um frú Ragnhildi sem velgerðarkonu sína, og hafði hann ævilangt miklar mætur á þeim hjónum báðum. Þórður hóf undirbúning að menntaskólanámi heima í héraði og fékk tilsögn í námsgreinum þar og lauk síðan utanskóla gagnfræðaprófi I Reykjavík vorið 1917 og varð stúdent 1920. Hann hóf að því loknu iaganám í Háskóla íslands og lauk prófi í þeirri grein vorið 1924. Síðar fór hann til framhaldsnáms erlendis og dvaldist á annað ár við rannsóknir í lögfræði í Berlín og Kaup- mannahöfn. Þórður starfaði að prófi loknu við ýmis lögfræðistörf, m. a. hjá bæjarfó- getanum í Reykjavík. Um skeið var hann kennari við lagadeild Háskóla is- lands. Haustið 1935 var hann skipaður dómari í Hæstarétti islands. Þar vann hann meginlífsstarf sitt. Hann fékk lausn frá störfum frá 1. janúar 1966. Þórður Eyjólfsson hlaut doktorsnafnbót í lögfræði fyrir ritgerð sína Um lögveS árið 1934. Bók hans Persónuréttur hefur komið út þrívegis. Ritið Alþingi og héraSsstjórn kom út 1952, og er það hluti ritraðarinnar um sögu Alþingis. Ritgerðasafnið Lagastafir kom út í tilefni sjötugsafmælis Þórðar 1967 og stóð Lögfræðingafélagið að þeirri útgáfu honum til heiðurs. Þórður kvæntist árið 1930 Halldóru Magnúsdóttur, hinni ágætustu konu. Eignuðust þau hjón þrjú börn, Magnús, blaðamann og skrifstofustjóra, Ragn- heiði, húsfreyju og Guðrúnu, kennara. Eru þau öll búsett I Reykjavík. í þessum fáu kveðjuorðum Tímarits lögfræðinga er þess að sinni ekki kostur að rekja náið lífsferil og fjölbreytt störf Þórðar. En margir minnast nú mannsins Þórðar Eyjólfssonar með virðingu og þakklátum huga. Það hefur réttilega verið sagt um hann lífs og liðinn, að hann hafi verið í fremstu röð íslenskra lögfræðinga. En rétt þykir mér þá að segja einnig, að það hafi hann ekki orðið einvörðungu vegna mikils lærdóms síns. Og efast ég þó ekki um, að hann var stórfróður á flestum sviðum þessarar viðamiklu fræðigreinar. Hitt mátti sín örugglega ekki minna í fari lögfræðingsins Þórðar Eyjólfssonar, að hann var í senn óvenjulega réttsýnn, víðsýnn og heilsteyptur maður að eðlis- fari. Honum var svo einstaklega létt að einbeita rólegu, hlutlægu hugarfari að sérhverju viðfangsefni. Hann var góðviljaður og varfærinn, en líka fylginn sér og einarður, þegar honum þótti við eiga. Hógværð hans þekktu þeir best, sem kynntust honum mest og má reyndar segja að hann hafi verið maður litillátur, I þess orðs bestu merkingu. Hann komst ungur til þess þroska að öðlast hið móralska hugrekki, sem stundum mun þurfa til þess að sneiða fram- hjá þröngsýnni bókstafsdýrkun. Réttlætisvitundin stjórnaði hug hans, hjarta og hönd. Frama og virðing, sem honum hlotnaðist, bar hann metnaðarlaust og hóflega. Þórður var einstaklega hjálpfús maður og viljugur að greiða fyrir og leið- beina fólki, ekki síst reynsluminni stéttarbræðrum. Margur lögfræðingurinn leitaði til hans um ráð og álit. Reyndist hann öllum hollráður og hvatti jafn- framt ávallt til þess að mál gengju fram friðsamlega — en gengju þó fram. Fátt var fjær huga hans, en að svo væri á haldið, að málefni dagaði uppi fyrir vífilengjur eða þróttleysi. I einkalífi sínu var Þórður góður faðir, nærgætinn eiginmaður og sannur vinur vina sinna. Hann var hlífinn í viðmóti við þá sem áttu undir úrskurði 102

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.