Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Blaðsíða 27
ar og forsvar á ýmsum sviðum. Alþýðusambandið rekur t. d. mál verka- lýðsfélaga fyrir Félagsdómi, sbr. 45. gr. laga um stéttarfélög og vinnu- deilur. Alþýðusambandið kemur fram fyrir hönd verkalýðshreyfingar- innar gagnvart alþingi, ríkisstjórn og ýmsum opinberum stofnunum. Alþýðusambandið tilnefnir fulltrúa í margs konar nefndir, ráð og stjórnir, er starfa á vegum hins opinbera. Á vegum Alþýðusambands Islands eru reknar tvær stofnanir, Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu, sem hefur með höndum margháttuð verkefni á sviði fræðslu og menningarmála, og Alþýðuorlof, sem stuðl- ar að ódýrum orlofsferðum verkafólks. ASl átti einnig ríkan þátt í stofnun Alþýðubankans h.f. á sínum tíma. Alþýðusamband Islands rekur umfangsmikla skrifstofu í Reykjavík. Þing Alþýðusambands Islands voru áður haldin á tveggja ára fresti, en nú á fjögurra ára fresti. Síðasta þing var haldið árið 1972. Á þingi ASl er kosin miðstjórn, sem annast daglega rekstur sambandsins, og sambandsstjórn, sem kemur saman a. m. k. einu sinni á ári. Miðstjórn- ina skipa forseti, varaforseti og 13 meðstjórnendur. Auk þessara 15 miðstjórnarmanna kýs þingið 18 menn til viðbótar í sambandsstjórn. Þar til viðbótar koma svo fulltrúar í sambandsstjórn, sem kosnir eru af landssamböndunum. Þing Alþýðusambands íslands vekja jafnan þjóðarathygli. Þegar skipulag verkalýðsfélaganna og verkalýðssamtakanna er skoð- að, kemur glögglega í ljós, að þar kennir margra grasa. Skipulagið er ekki hnitmiðað og þaulhugsað til samræmis við bestu erlendar fyrir- myndir, en í því felst sveigjanleiki, sem oft kemur að góðum notum. Það sætir gagnrýni, að miðstjórnarvaldið sé of veikt og rétturinn til að taka endanlegar ákvarðanir um verkföll og samninga sé í höndum of margra aðila, en um þetta eru þó skiptar skoðanir. Meginannmarki skipulagsins er sá að mínu áliti, að launþegar á sama vinnustað eða í sömu atvinnugrein skiptast á milli of margra verkalýðsfélaga. Sem dæmi um afleiðingarnar má nefna að frystihúsin stöðvast, þegar sjó- menn á bátaflotanum fara í verkfall, en bátaflotinn stöðvast, þegar starfsfólk frystihúsanna fer í verkfall. Ákjósanlegra er, að allt þetta fólk væri betur tengt skipulagslega séð og gæti farið í verkfall á sama tíma. Taka má annað dæmi um skipulagsbrest og benda þá á eitt lands- sambandanna, þ. e. Samband byggingamanna. I því eru einungis fag- lærðir iðnaðarmenn, sem vinna við byggingastarfsemi. Utan þess eru á hinn bóginn byggingaverkamenn, en þeir eru í hinum almennu verka- 121

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.