Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 5
þar við bættist atorka sem ómetanleg reyndist við úrlausn hvers vanda. Alfreð Gíslason var samstarfsmaður minn á Alþingi 1959—1963. Fyrir það samstarf er ég honum ævinlega þakklátur. Er ég á þessum árum hóf þingstörf, reyndist hann ætíð reiðubúinn til að miðla af sinni miklu reynslu og veita hver þau hollráð, er hann mátti, enda var Alfreð þaulreyndur bar- áttumaður í sveitarstjórnar- og landsmálum, er hann kom á þing. Því fór fjarri, að áhugi Alfreðs væri einungis bundinn við næsta nágrenni eða heimabyggð. Honum var það fullkomlega Ijóst, að á Alþingi íslendinga var hann alþingismaður þjóðar sinnar, er bar fulla ábyrgð á framvindu allra þeirra málefna, er Alþingi fjallaði um. Eftirlifandi eiginkona Alfreðs er Vigdís Jakobsdóttir, útgerðarmanns á Seyðisfirði Sigurðssonar og konu hans Önnu Magnúsdóttur. Þau Alfreð gengu í hjónaband 12. september 1931. Börn þeirra eru tvö: Gísli Jakob leikari, fæddur 1933, sem kvæntur er Guðnýju Árdal, og Anna Jóhanna, fædd 1948, gift Finni Björnssyni arkitekt. Alfreð var hamingjusamur í einka- lífi sínu og naut ómetanlegs stuðnings eiginkonu sinnar við umfangsmikil störf. Alfreð Gíslason var vinsæll maður, og margir sakna nú vinar f stað. Matthías Á. Mathiesen. HALLDÓR KR. JÚLÍUSSON Upp úr miðri síðustu öld bjó í Reykjavík Hall- dór Kr. Friðriksson yfirkennari. Það var mað- ur, sem sannarlega mátti segja um að sópaði að og lét æði margt til sín taka. Á Hafnarárum sínum gerðist hann ábyrgðarmaður tveggja síð- ustu árganga Fjölnis. Hér varð hann einn af styrkustu mönnum JónsSigurðssonar, grjótpáll- inn, sagði Jón um hann. Hann var lengi þing- maður Reykvíkinga og í matjurtargarði hans var Alþingishúsið reist. Hann var einn forgöngu- manna Hús- og bústjórnarfélags Suðuramtsins og einstakur ræktunar- og búfjármaður og hef- ir sú hneigð haldist í ætt hans. Hann var allra kennara fúsastur á að taka að sér fjárhald skólapilta og kom því margt hinna yngri manna á heimili hans og hans dönsku konu. Einn af sonum Halldórs Kr. Friðrikssonar var Júlíus læknir. Hann var lengi héraðslæknir í Húnavatnssýslu og hélt stórbú að Klömbrum í Vesturhópi og reyndist þar hinn mesti búforkur. Hann giftist Ingibjörgu Magnúsdóttur prests Jónssonar að Grenjaðarstað í Þingeyjarþingi. Magnús var bróðir Guðnýjar skáldkonu, sem kennd er við Klambra. Þessir voru foreldrar Halldórs Kristjáns Júlíussonar sýslumanns. Einn af ættingjum Halldórs segir frá því í minningargrein, að Júlíus lækn- 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.