Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1976, Blaðsíða 41
sérkjarasamningi, sem gerður var vorið 1974 og birtur er í Tímariti lögfræð- inga 1. hefti 1974 bls. 47. Engar forsendur fylgdu dóminum, og vill því undir- ritaður leitast við að skýra einstök atriði hans. Helstu breytingarnar frá fyrri samningi eru þessar: 1. Afnumin eru öll þau starfsheiti, sem áður var raðað í launaflokka A 18 og A 19. Búin eru til ný starfsheiti, fulltrúi I og fulltrúi II, lögfræðingur I og lögfræðingur II o.s.frv. Kjaradómur raðaði ekki einstaklingum í hin nýju starfs- heiti. Það er því samningsatriði Lí við ríkið og standa þeir samningar nú yfir. Svo virðist sem með hinum nýju starfsheitum hafi Kjaradómur viljað opna möguleika fyrir eins launaflokks hækkun fyrir þá lögfræðinga, sem nokkra starfsreynslu hafa, en áður voru í 18. launaflokki og áttu ekki möguleika á hækkun nema þeir fengju nýtt starfsheiti, t.d. að fulltrúi í ráðuneyti væri skip- aður deildarstjóri eða dómarafulltrúi fengi sérstaka skipun skv. 2. mgr. 15. gr. 1. nr. 74 1972. Vonir standa til, að allt að 40 manns fái launaflokkshækkun vegna framan- greindrar breytingar. Þetta er því lang þýðingarmesta ákvæði dómsins, af þeim sem jákvæð eru fyrir félagsmenn LÍ. 2. Þeim starfsheitum, sem áður var skipað I launaflokk A-25, er nú flestum skipað í A-26. Þetta skýrist m.a. af því, að með síðasta sérkjarasamningi fengu flestir hópar um og yfir 20% hækkun vegna launaflokkahækkunar, en þeir lögfræðingar, sem þá var skipað í A-25, fengu þá aðeins 15.5% hækkun. Nú fengu þeir um 3% eða samtals 18.5%. Kjaradómur rétti því ekki hlut þessa hóps nema að hálfu, þótt nú væri dæmdur launaflokkur A-26. í flestum öðrum félögum, t.d. hjá verkfræðingum, eru sambærilegar stöður, þ.e. þær sem eftir starfsmatinu 1970 var raðað í B 2, nú í A-27. 3. Hið nýja starfsheiti vararíkissaksóknari, sem Kjaranefnd raðaði á samn- ingstímabilinu í A-26, var hækkað um tvo launaflokka eða í A-28. Hæstaréttar- ritari hækkaði úr A-24 í A-25. 4. Um næstu áramót hækka öll starfsheiti félaga BHM um einn launaflokk, þ.á.m. lögfræðingar. Þarna er í raun um að ræða endurskoðun á aðalkjara- samningi, sem byggð er á sérstöku samkomulagiBHM og ríkisins frá því í mars s.l., um að skilja þá eftir til sérkjarasamninga hækkun sem ríkisstarfs- menn áttu að fá til að vega uppá móti hinu svokallaða „sérkröfuprósenti" ASl. Ríkið taldi þetta ,,sérkröfuprósent“ jafngilda 1.8% launahækkun og bauð strax þá fjárhæð. Kjaradómur hefur metið ,,sérkröfuprósentið“ tæp 3%, og mun það mat m.a. vera byggt á útreikningi Þjóðhagsstofnunar og gögnum sem voru að koma fram allt þar til Kjaradómur kvað upp dóm sinn. Launaflokkshækkunin um áramótin er því ekkert sérmál lögfræðinga og er í raun, þegar til lengdar lætur, þýðingarlaus, hún hefði komið við næstu endurskoðun á aðalkjarasamningi, ef Kjaradómur hefði af einhverjum ástæð- um ekki talið sér fært að meta hana til launaflokks nú. 5. Ákvæði 2. gr. í síðasta sérkjarasamningi er nú orðið reglugerðarbundið og felldi því Kjaradómur greinina niður. 6. Ákvæði 2. mgr. 2. gr. í dómi Kjaradóms er nýtt. í því felst að nú er heim- ilt að greiða þeim er ekki hafa fastar reglulegar bakvaktir, en þó gegna út- köllum þegar þörf krefur, t.d. dómarafulltrúar úti á landsbyggðinni, og dóm- arar, sem ekki fara með sakamál, fasta mánaðarlega eða árlega þóknun. Þetta þurfa félögin að athuga. Líklegt er, að sýslumannafélagið, sem semur 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.