Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Síða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Síða 25
miklu bókasafni, sem í eru 400.000 bindi, og var þar mjög fjölmennt starfslið. Skoðuðum við safnið undir leiðsögn aðalbókavarðar, og fyrir forvitnissakir lit- um við á íslandsdeildina. Mátti þar m.a. finna lagasafnið frá 1945. Eftir skoðun á húsakynnum samtakanna kvöddum við aðalframkvæmdastjórann, og vísaði hann okkur á lögmenn, sem hann hafði áður haft samband við. Þá viku, sem við höfðum til umráða ytra, notuðum við til þess að heimsækja lögfræðifirmu og vera viðstaddir réttarhöld. Lögfræðifirmu í New York-borg eru ákaflega misjöfn að stærð, og eru þau allt frá eins eða tveggja manna lög- mannastofum upp í það að hafa á sínum snærum 150—200 lögmenn. Fyrst heimsóttum við Haight, Garthner, Poor & Havens, en þar starfa um 150 manns. Af þeim eru um 80 lögfræðingar. Helstu verkefni þessarar stofu eru alþjóðlegur samgönguréttur, og gætir hún yfirleitt hagsmuna skipa- og flugfélaga og olíuflutningafyrirtækja. Þá er fjallað þar um skipsskaða, sjóslys o. fl. Skoðuðum við húsakynni firmans, og var okkur m.a. sýnt bókasafn, sem er mjög fullkomið, tækjabúnaður svo sem tölvu- og telextæki auk gamalla samlagningavéla. Næst heimsóttum við lögfræðifirma, þar sem starfa 10 lögmenn, og áttum þar viðræður við einn aðaleiganda fyrirtækisins. Ræddum við við hann um starfsemi firmans, og sýndi hann okkur húsakynni og starfsaðstöðu, en eink- um snerust viðræðurnar um ástæður þess, að lögfræðifirmu í Bandaríkjunum eru yfirleitt stærri í sniðum en annars staðar tíðkast. Loks heimsóttum við lögfræðifirma tveggja lögmanna og áttum við þá einna ítarlegastar viðræður um starfsemi lögmannafirma í New York. Munum við hér á eftir gera nánari grein fyrir samanburði á starfsemi þessara firma og samanburði við lögfræðiskrifstofur á íslandi. I New York gafst okkur einnig tækifæri til þess að vera viðstaddir réttar- höld, og má segja, að vel hafi borið í veiði, þegar við heimsóttum réttarsalina, því að við urðum vitni að yfirheyrslu í alvarlegu bankaránsmáli, þar sem banka- ræningjarnir voru yfirheyrðir og vitni leidd. Þá vorum við viðstaddir réttarhöld í einkamáli, sem fjallaði um ,,malpractice“, — skaðabótakröfu ekkju nokkurrar á hendur læknum og sjúkrahússtjórn vegna cfauða manns hennar, sem hún taldi stafa af handvömm lækna við uppskurð. Við réttarhöld þessi þótti okkur einkum athyglisvert, hve lögmennirnir virtust hafa alla stjórn réttarhaldanna í sínum höndum, en dómarar aðeins gegna eftirlitshlutverki. Kölluðu lögmenn- irnir m.a. inn vitni, sem þeir vildu leiða, og spurðu þau í þaula án nokkurs atbeina dómara. í báðum þessum tilvikum var um kviðdóm að ræða, og beindu lögmenn einkum máli sínu til kviðdómsins. Réttarhöldin gengu snurðulaust og hratt, en þó virtist þar allt fært til bókar, og má það einkum þakka hraðritara, sem situr með litla vél fyrir framan dómarann og skráir á hana allt er fram kem- ur orðrétt. Virðist okkur, að islendingar gætu margt af þessu lært og m.a. það að taka upp slíka tækni. Hér þekkja allir vandkvæði á því að láta vélrita fram- burð vitnis, sem er að minnsta kosti búið að tyggja upp þrisvar sinnum í rétt- arhaldinu, eða það fyrirkomulag að taka réttarhöld upp á segulband í heild og þurfa síðan að lesa yfir tugi síðna, sem eru lítið annað en um — m og h — a. Niðurstöður. Eftir heimsókn okkar í lögfræðifirmun virtist okkur, að í aðalatriðum væru starfshættir og vandamál í daglegum rekstri þau sömu, hvort sem um var að 135

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.