Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1978, Blaðsíða 38
ýtarlegur rökstuðningur dómsins þarf að vera. Ef t.d. er um að ræða aðalkröfu, varakröfu og e.t.v. þrautavarakröfu, koma varakröfurnar ekki til álita, ef aðalkrafan er tekin til greina. En sé þrautavarakrafan ein tekin til greina ,þarf fyrst í dómsniðurstöðunni að fjalla um kröf- urnar, sem koma á undan, þ.e. aðalkröfu og varakröfu. Ef á hinn bóginn málsástæður eru margar, og sumar þeirra nægja til dómsáfellingar eða sýknu, er oft nægilegt að fjalla um eina máls- ástæðu, og er þá algengt að taka til orða á þessa leið: „Þegar af þess- ari ástæðu bera að dæma . .. eða sýkna stefndan." Þetta er þó ekki einhlít regla, því að í sumum tilvikum verður dómarinn að taka máls- ástæðurnar fyrir í þeirri röð, sem þær eru settar fram, eða að sumar málsástæður eru taldar hafa vissan forgang við dómasamningu. Tök- um einfalt dæmi: A. stefnir B. til greiðslu skuldar. B. ver sig með tveimur málsástæðum: 1 fyrsta lagi, að hann sé búinn að borga skuld- ina, en í öðru lagi, að skuldin sé fyrnd. Þótt dómara sýnist það liggja í augum uppi, að skuldin sé fyrnd, þá tel ég, að hann verði fyrst að fjalla um þá málsástæðu, að B. sé búinn að greiða skuldina, áður en hann tekur fyrningarástæðuna til meðferðar. Nú kemur það stundum fyrir í dómsmálum, að dómari er öldungis sammála rökstuðningi stefnanda eða stefnds, og hefir þar raunar engu við að bæta. Er það þá ekki óþarfi fyrir dómarann, að vera að endur- taka röksemdirnar í niðurstöðu sinni? Væri ekki nægilegt, að dómar- inn skírskotaði til röksemda stefnanda eða stefnds eftir atvikum, og segði eitthvað á þessa leið: „Dómurinn fellst á röksemdir stefnanda í einu og öllu og með skírskotun til þeirra, eru dómkröfur hans teknar til greina að öllu leyti.“ Þetta gerir Hæstiréttur iðulega, þegar hann staðfestir héraðsdóma. Hví ætti ekki að vera heimilt að beita sams konar vinnubrögðum fyrir héraðsdómi? Eini munurinn yrði sá, að hér væri vitnað til röksemda annars hvors lögmannsins í stað þess, að Hæstiréttur vitnar til röksemda héraðsdómarans. f fljótu bragði sé ég ekkert varhugavert við þessi vinnubrögð, og mig minnir, að ég hafi notað þessa aðferð einu sinni við samningu dóms. Þetta er sjálfsagt ekkert stórmál, en þó vert íhugunar. Nú er það þannig, að dómari fær, þegar hann vinnur að máli, á ein- hverju sigi þess hugboð eða ákveðna skoðun á því, hvernig málið eigi að fara, — hver sé hin „rétta“ niðurstaða. Samt sem áður þarf ekki að vera, að hann sé þá búinn að gera sér fulla grein fyrir því, hvernig hann á að rökstyðja niðurstöðuna, en það verður hann að leitast við að gera eftir sönnunar — og lagareglum, rökfræði og siðfræði. Og fyrir mér er þetta hin venjulega og eðlilega leið að „réttri“ dóms- 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.