Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 24
umferðarlaga virðast reist á því sjónarmiði, að slíkir ágallar tækis geti verið sjálfstæður bótagrundvöllur, án tillits til sakar. Annað dæmi um, að bilun leiði til hlutlægrar ábyrgðar er í 2. mgr. 12. gr. laga nr. 59/1976 um fjölbýlishús, en í henni felst að eigandi íbúðar í fjölbýlishúsi ber, án nokkurs skilyrðis um sök, ábyrgð gagnvart sameigendum sínum vegna tjóns sökum „óhapps í ibúð hans, svo sem vegna bilunar á tækjum eða leiðslum, sem íbúð hans tilheyra." Ætla má, að hætta á tjóni af völd- um bilana hafi verið ein meginástæða til þess, að hlutlæg bótaregla var lögleidd á þessu sviði. Ennfremur má nefna ákvæði 2. mgr. 205. gr. siglingalaga nr. 66/1963, eins og það er eftir síðari lagabreytingar, sjá síðast lög nr. 108/1972, en þar segir m.a.: „... Útgerðarmaður ber ábyrgð á kröfum þessum, enda þótt slysið eða tjónið verði ekki rakið til bilunar á tækjum eða ónógra öryggisráðstafana . ..“. I nokkrum dómum má finna ráðagerð um, að bilun eða galli tækis geti verið sjálfstæður bótagrundvöllur (e.t.v. án sakar). 1 Hrd. 1943, 389 er vikið að galla sem tjónsorsök, en orð dómsins verða þó fremur skilin svo, að sök sé skilyrði bótaskyldu fyrir tjón vegna galla („Verð- ur að telja óhapp þetta hafa stafað af galla á umbúnaði eða skorti í nægilegri aðgæzlu að öðru leyti af hálfu starfsfólks aðaláfrýjenda“). I Hrd. 1960, 243 sýnist Hæstiréttur leggja vanbúnað og sök að jöfnu sem grundvöll bótaskyldu, en þar var háseta á togaranum „Ingólfi Arnarsyni" synjað bóta af því að slys hans þótti „eigi verða rakið til vanbúnaðar skips, handvammar starfsmanna stefnda né annarrar áhættu, er stefndi eigi að bera ábyrgð á að lögum.“13 Alveg sömu rök eru notuð í Hrd. 1962, 19 í slysamáli háseta á öðrum togara. I sýknu- dómum, sem fallið hafa á eftir hinum skýlausu fordæmum frá 1968 og 1970 (sbr. 2.1.) kemur fyrir, að vitnað er til bilunar tækja sem bóta- grundvallar, sbr. Hrd. 1971, 491, en þar var slys á bifreiðaverkstæði ekki talið rakið til „vanbúnaðar á vinnustað, bilunar á tækjum aðal- áfrýjanda, handvammar starfsmanna hans né annarrar áhættu, er hann telst bera ábyrgð á.“ I Hrd. 1971, 1057 staðfestir Hæstiréttur sýknu- dóm bæjarþings Reykjavíkur með skírskotun til forsendna. I bæjar- þingsdóminum er dæmt, að örkuml, sem maður hlaut af röntgengeisl- un, verði ekki rakin til saknæmrar og ólögmætrar hegðunar af hálfu 13 Vanbúnaður er rýmra hugtak en bilun (galli), sbr. 4. kafla hér á eftir. Þegar dóm- ari tilgreinir „vanbúnað“ sém bótagrundvöll án frekari skýringa, þarf ekki að vera átt við annað en vanbúnað, sem rakinn verður til gáleysis. Bótaskylda vegna vanbún- aðar þarf því alls ekki að benda til reglu um hlutlæga ábyrgð. 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.