Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Blaðsíða 16
Sveitarfélögin eru mikilvægur aðili til að tryggja dreifingu valds- ins í þjóðfélaginu, auka líkur á, að staðarþekking komi að gagni við stjórnsýslu og gera fólki í byggðarlögum kleift að sinna eigin málum. Eins og flestir vita hefur lengi verið unnið að því að setja um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga glöggar reglur og að finna leiðir til að gera sveitarfélögum fjárhagslega kleift að sinna verkefnum, sem þeim eru ætluð. Vafalaust hefur miðað í áttina til bætts ástands að þessu leyti, en þó sýnist ekki fengin viðunandi lausn enn. Ákvæðið um sveitarfélög í stjórnarskránni, 76. gr., er of stuttaralegt og ófull- komið. Það er þannig: „Rétti sveitarfélaganna til að ráða sjálf mál- efnum sínum með umsjón stjórnarinnar skal skipaö með lögum.“ Ákveöa má að viss mál séu verkefni sveitarfélaga, t d. verulegur hluti samgöngumála, félagslegra menningarmála, æskulýðsmála, orku- mála og skipulagsmála. Til þeirra og annarra mála, sem sveitarfélögin sinna, mætti í stjórnarskrá tryggja þeim tekjur eftir eigin ákvörðun upp að ákveðnu marki. Jafnframt þyrfti svo í stjórnarskránni að setja meginreglur um lýðræðislega stjórnarhætti í sveitarfélögum, t.d. al- mennar kosningar á 4 ára fresti. Um fjölmiðlana, þjóðkirkjuna og skólana er það að segja, að þetta eru nú svo mikilvægar stofnanir, að ástæða er til að fjalla um þær í stjórnarskránni. Hugsanleg ákvæði um þær tengjast mannréttinda- reglunum, en ákvæðin um þessar stofnanir ættu að miða að því að finna jafnvægi réttinda og skyldna fjölmiðla, leysa úr því, hvað felst í sér- stöðu þjóðkirkjunnar og tryggja lýðræðislegt skólastarf og afskipta- rétt foreldra af uppeldismálum á þeim vettvangi. Um dómstólana ætti etv. að fara fleiri orðum en aðrar stofnanir, sem hér eru nefndar, en það mun ekki gert að þessu sinni. Aðalatriðið er að fá glöggar reglur um dómstólana í stjórnarskrána. Dómstólarnir eru í þeirri einkennilegu aðstöðu að vera ólýðræðislegir að því er varð- ar skipun manna til starfa þar en jafnframt ómissandi öryggis- og úr- gi’eiðslustofnanir í samfélaginu. Þeir njóta nú ekki góðrar aðstöðu, og viðhorfin til þeirra koma að mér finnst fram, þegar bornar eru saman þingsályktanirnar um stjórnarskrárnefndir, frá 1972 og 1978. 1 hinni fyrri var talað um álitsumleitun hjá Hæstarétti um lögfræðileg atriði. Etv. hefur það verið gert í þeirri trú, að Hæstiréttur væri ein- hvers konar vísindastofnun, sem hann er ekki, en etv. vegna þess, að hann er æðsti handhafi dómsvaldsins sem er einn þriggja þátta ríkisvaldsins eftir þeim kenningum, sem núgildandi stjórnarskrá er grundvölluð á. Sé hið síðara rétt, er brottfall þess að minnst sé á dóm- stólinn ills viti. 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.