Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 41
Mikilvægur þáttur í starfsemi umboðsmanns er að benda löggjafa eða stjórnvöldum á það, sem betur mætti fara í lögum eða reglum, og á atriði, sem setja þarf um ákveðnar reglur. Er þessi þáttur starfs umboðsmanns mjög mikilvægur og í eðlilegu samhengi við störf hans, þar sem líklegt er, að hann fái til umfjöllunar ágreinings- mál alls staðar að úr stjórnkerfinu. Erfiðustu málin, sem umboðsmaður fær til meðferðar, eru þau mál, sem reglur gera ráð fyrir, að afgreidd verði eftir mati viðkomandi stjórnvalds. Verður að vera um að ræða bersýnilega ósanngirni eða brot á skýrum venjum, ef umboðsmaður á að geta gert athugasemdir við slíkar afgreiðslur. Til umboðsmanns leita menn úr öllum þjóðfélágshópum, og víst er, að sumar kærur eru tilefnislitlar. Öllu verður umboðsmaður þó að sinna með einhverjum hætti, hann er vopn smælingjans í baráttunni við kerfið. Hann má því ekki sýna neina mismunun og enga menn má hann dæma sem „kverúlanta" eða hundsa mál þeirra. Eitt það allra mikilvægasta við starf umboðsmanns er að hann sé fljótur að afgreiða mál, enda má það augljóst vera, þar sem einn liður í starfi hans er að gagnrýna seinagang í stjórnkerfinu. Til glöggvunar á skiptingu og afgreiðslu mála læt ég fylgja með línurit (statistik) um þau mál sem umboðsmanni danska þjóðþings- ins hafa borist frá upphafi. Ómögulegt er að gera grein fyrir efnislegri meðferð umboðsmanns á einstökum málum, þar sem þau eru eins margvísleg og þau eru mörg. Danska þjóðþingið kýs sér umboðsmann að loknum hverjum þing- kosningum, og verður kjörtími hans því nánast sá sami og þingsins. I Með þessum hætti ráðningar í starf er undirstrikað, að hveft þing geti fullkomlega treyst þeim manni, sem það velur til hins ábyrgðar- ) mikla starfa. Ennfremur undirstrikar þetta sjálfstæði umboðsmanns- ins og sérstöðu í ríkiskerfinu. Hann er kosinn sem einstaklingur og ber alla ábyrgð persónulega á gerðum sínum. Umboðsmaður heyrir beint undir þjóðþingið, sem hefur, auk laga- setningar, sett honum starfsreglur í reglugerð (instruks)1. Umboðsmaður stendur þjóðþinginu reikningsskil gerða sinna og gefur árlega út skýrslu í bókarformi til upplýsingar um starfsemi sína. 1 skýrslunni er gerð heildarúttekt á afgreiðslu mála, en einnig 1 Instruks frá 9. febrúar 1962. 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.