Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 18
og andmæltu þannig ákvæðinu í kaupabálki 15 þar sem kveðið var á um hámarksleigu eftir kúgildi og í hverju greiða skyldi. Þá sem keyptust við töldu þeir að ættu að ráða „um lögaura" en í kaupabálki 5-6 er verðgildi þeirra flestra bundið fast. Ekki vildu bændur heldur fallast á að takmörkuð yrði ábyrgð leigutaka eða geymslumanns á bú- fé (fúlgufé) svo sem gert er í kaupabálki 16-17, menn ættu með öðrum orðum kaupum að ráða um „búfjár ábyrgð“ og „um ábyrgð á fúlgu- fé“ — né heldur að takmörkuð yrði ábyrgð lántaka á lánshlut, en sam- kvæmt þjófabálki 16 var dánarbú úr ábyrgð ef lántaki fórst sjálfur með hlut. Þá vildu bændur að kaupunautar réðu kaupum „um vinnu- menn og leiguföll“ og hafa þá lágzt gegn ákvæðum kaupabálks 25-26 þar sem sú skylda er lögð á bónda að halda tiltekinn fjölda vinnumanna eftir stærð jarðar, greiða þeim laun (leigu) og ala fyrir þeim önn tiltek- inn tíma ef þeir legðust sjúkir eða sárir. I annan stað hafa bændur viljað vera frjálsir að því að nýta eignir sínar og ráða athöfnum sínum. Þess vegna hafa þeir andmælt ákvæð- um sem þeir hafa talið að takmörkuðu þennan rétt með sérstökum kvöðum eða skerðingu á eignarráðum. Bændur vildu því ráða „dilkfjár- eign“ sinni og hafa þá sennilega verið að andmæla ákvæðinu í kaupa- bálki 15. Þar var þeim meðal annars bannað að láta fleiri ganga með dilkum en tíundu hverja á, en í reynd hefur þetta falið í sér kvöð um fráfærur; hafa bændur þannig lagzt gegn íhlutun konungsvalds um búskaparlag. Þá vildu bændur ekki láta skylda sig til heysölu, sbr. landsleigubálk 12, né heldur þola skyldur eins og þá að færa þjóf til sýslumanns og fylgja til aftöku, sbr. þjófabálk 2, eða fæða og flytja milli bæja fátæka menn, sbr. erfðatal 29.11 Enn fremur kröfðust bænd- ur þess að ráða heyjum sínum og lögðust gégn því að ferðamönnum væri löghelgaður réttur til að taka hey ef kaups væri synjað, sbr. þjófabálk 12. Um manneldi vildu þeir að hreppstjórnarmenn semdu, sbr. erfðatal 84, og um fjárhald ómaga hafa þeir líklega talið reglur of rígskorðaðar, sbr. erfðatal 14-16. Ekki vildu bændur fallast á að tún, akrar eða engi væru óheilög ef löggarður væri ekki um, en í landsleigubálki 81 var svo mælt, að þá skyldi engin skaðabót greidd. I reynd hefur ákvæðið falið í sér þá skyldukvöð að hlaða löggarð og var hún nýmæli. Ekki hafa bændur talið athugasemdir sínar tæmandi því að þessi almenni fyrirvari er gerður í lokin: „Og það ef nokkuð finnst það í bók er menn þykjast ei mega við búa, þá vilja þeir þess með skynsemd mega framleiðis úr biðja“. Kjarninn í stefnu bænda er sá að tryggja einstaklingsfrelsi sitt gegn 188

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.