Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 34
Stjórn Lögmannafélagsins 1981-2 (frá v.): Jón Steinar Gunnlaugsson, Jóhann H. Níelsson, Helgi V. Jónsson, Svala Thorlacius og Ólafur Axelsson. (Ljósm.: Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar sf.). Á árinu bárust félaginu 22 erindi, þar sem óskað var umsagnar um leyfis- umsóknir til málflutnings fyrir héraðsdómi. Stjórnin mælti með 7 umsóknum manna, sem annað hvort höfðu lokið tilskyldum prófmálum eða starfað sem fulltrúar á lögmannsskrifstofum. Aðrir umsækjendur voru aðilar í opinberu starfi, sem bar að deponera leyfum sínum meðan þeir gegna störfum þessum. Félagar eru nú 249, þar af 113 hæstaréttarlögmenn og 136 héraðsdóms- lögmenn. Heiðursfélagi er Rannveig Þorsteinsdóttir. Á árinu festi félagið kaup á fasteigninni nr. 9 við Álftamýri í Reykjavík. Er þar um að ræða 2 hæðir auk kjallara. Er félagið með starfsemi sína á 1. hæð og er ætlunin að nota kjallara hússins til minni funda og félagsstarfsemi. Önnur hæð hússins er hins vegar leigð út. Jafnframt seldi félagið eignarhluta sinn í Óðinsgötu 4. Starf stjórnarinnar var eins og fyrri stjórna all tímafrekt. Á starfsárinu voru haldnir 38 stjórnarfundir og 356 málsatriði bókuð. Sú breyting varð þó á, að stjórnin réði Hafþór Inga Jónsson hdl. til framkvæmdastjórastarfa fyrir félag- ið í fullu starfi og gjörbreytti það starfsemi félagsins. Var m.a. hafin regluleg útgáfa Fréttabréfs LMFI. Eins og jafnan áður var stór þáttur í starfi stjórnarinnar að afgreiða kæru- mál. Frá síðasta starfsári var ólokið 11 málum, en alls bárust 28 ný kærumál frá aðalfundi 1981. Var 6 málum ólokið í lok starfsársins. Hinn 1. og 2. október 1981 héldu stjórnir lögmannafélaganna á Norðurlönd- um fund í Oslo, en slíkir fundir eru haldnir annað hvort ár. Af hálfu LMFI sóttu fundinn Helgi V. Jónsson hrl., Jóhann H. Níelsson hrl. og Svala Thorlacius hdl. Á dagskrá fundarins voru þrjú efni; notkun tölvu við lögmannsstörf, stofn- un lögmannsskrifstofu á fleiri stöðum innanlands og forsendur fyrir þátttöku í lögmannsskrifstofu erlendis og að lokum hlutverk lögmannsins í smámálum. Auk þessa gerðu stjórnir félaganna grein fyrir störfum sínum frá síðasta fundi. 204

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.